Nefndir Norðurlandaráðs

Udvalget for vækst og udvikling i Norden
Photographer
André H. Jamholt / norden.org
Stjórnmálastarf sem snýr að tilteknum málefnum fer fyrst og fremst fram í fimm fagnefndum Norðurlandaráðs og í forsætisnefnd, sem fer með æðsta valdið í Norðurlandaráði.

Öll pólitísk eru tekin til umfjöllunar í fagnefndum Norðurlandaráðs, að utanríkis- og öryggismálum undanskildum, en þau eru á könnu forsætisnefndar.

Frá tillögu til ákvörðunar

Ef tillaga berst frá fulltrúa eða hópi fulltrúa í Norðurlandaráði er hún send hlutaðeigandi nefnd til umfjöllunar. Nefndin getur til dæmis ákveðið að senda tillöguna til umsagnar hjá ýmsum aðilum í löndunum, að halda svonefndan samráðsfund með þáttöku sérfræðinga, eða að leita með öðrum hætti upplýsinga sem styðja við efni tillögunnar eða mæla á móti henni.

Nefndarálitið er sent til forsætisnefndarinnar, sem er æðsta stjórnarstofnun Norðurlandaráðs, eða á þingfund, til að taka ákvörðun um hvaða tilmælum eiga að beina til ríkisstjórna Norðurlanda eða Norrænu ráðherranefndarinnar varðandi tillöguna.

Mismunandi tegundir upplýsingaleitar

Nefndin getur líka ákveðið að leita nánari upplýsinga til þess að komast að niðurstöðu um hvort ástæða sé til að leggja fram tillögu um að Norðurlöndin vinni saman að viðkomandi málefni. Nefndirnar geta skipað undirnefndir eða vinnuhópa til að sinna afmörkuðum verkefnum í ákveðinn tíma. Nokkrir nefndarmanna geta þannig aflað sér aukinnar þekkingar til þess að geta ákvarðað hvort nefndin eigi að vinna áfram að málinu og reyna að móta tillögu um viðkomandi málefni. Undirnefndunum eða vinnuhópunum getur einnig verið falið að móta tillögur og leggja fyrir nefndina. Stundum standa nefndirnar fyrir námsstefnum og ráðsstefnum í því að skyni að vekja athygli á eða taka þátt í umræðu um ákveðin norræn málefni.

Nefndarfundir eru ekki opnir almenningi

Í nefndum Norðurlandaráðs eru allt að átján meðlimir, að formanninum og varaformanninum meðtöldum. Nefndarfundir eru ekki opnir almenningi Ráðstefnurnar og námsstefnurnar eru þó oft opnar fleirum en bara meðlimunum og sérstökum boðsgestum.

Tengsl við norrænu löndin og alþjóðatengsl

Nefndir Norðurlandaráðs vinna með samsvarandi nefndum í þingum Norðurlanda og hjá Eystrasaltsráðinu, þingmannasamstarfi Eistlands, Lettlands og Litháen, og með öðrum alþjóðasamtökum.

Eftirlitsnefnd

Meginhlutverk eftirlitsnefndar Norðurlandaráðs er að fylgjast með framgangi starfsemi sem fjármögnuð er af norrænu fé og með því að ákvörðunum sé fylgt eftir. Einnig er til kjörnefnd sem undirbýr þær kosningar sem fara fram á þingum Norðurlandaráðs.

Kosningar á Norðurlandaráðsþingi

Formenn, varaformenn og meðlimir fagnefndanna, forsætisnefndar og eftirlitsnefndarinnar á komandi ári eru kjörnir á reglulegu þingi Norðurlandaráðs á haustin.