Nefndir

Stjórnmálastarf sem snýr að tilteknum málefnum fer fyrst og fremst fram í fimm fagnefndum Norðurlandaráðs og í forsætisnefnd, en hún hefur yfirumsjón með starfi nefndanna.

Information

Nefndir

Eftirlitsnefndin
Eftirlitsnefndin fylgist fyrir hönd þingsins með starfsemi sem fjármögnuð er úr sameiginlegum sjóðum Norðurlandanna.
Til stofnunar
Forsætisnefndin
Forsætisnefndin gegnir pólitísku forystuhlutverki í Norðurlandaráði. Hún ber ábyrgð á helstu pólitísku málaflokkum, skipulagningu og fjárhagsáætlanagerð auk norræna þingmannasamstarfsins í utanríkis- og öryggismálum.
Til stofnunar
Norræna sjálfbærninefndin
Nefndin vinnur að viðfangsefnum og málum sem snerta umhverfis- og náttúruvernd, náttúruauðlindir – þar á meðal nýtingu náttúruauðlinda í landbúnaði, sjávarútvegi og skógrækt. Loftslagsmál eru jafnframt mikilvægur hluti af starfi nefndarinnar – þar á meðal afleiðingar loftslagsbreytinga sem einkum má merkja á nyrstu svæðum Norðurlanda, til dæmis á Grænlandi vegna bráðnunar jökulhettunnar, en einnig hafa afleiðingar á alþjóðavettvangi og geta til dæmis leitt til straums loftslagsflóttamanna. Meðal annarra viðfangsefna nefndarinnar má nefna réttindi neytenda, fiskveiðistjórnun, stefnumótun í landbúnaði, matvæli, kjarnorkuöryggi, líffræðilegan fjölbreytileika og sjálfbærni. Lögð er áhersla á hvort tveggja norræn og alþjóðleg úrlausnarefni og lausnalíkön á áðurnefndum sviðum.
Til stofnunar
Norræna þekkingar- og menningarnefndin
Nefndin vinnur með málefni og mál sem snerta menningu, rannsóknir og menntun, grunn- og framhaldsskóla, fullorðinsfræðslu og alþýðufræðslu – þar á meðal mál sem snerta tungumálasamstarf, nýmiðla, færniþróun og nýsköpun á sviði menntamála. Menntun og fræðsla eru að mörgu leyti lykilinn að góðum starfsferli og þar með einnig lykilinn að góðu lífi fyrir unglinga og fullorðna og að góðu fjölskyldulífi þar sem velferð einstaklinga er ekki í hættu, til dæmis af völdum atvinnuleysis, fátæktar eða fíkniefnamisnotkunar. Nefndin vinnur einnig að málum sem snerta borgaralegt samfélag og afl og störf sjálfboðaliða, enda gegna þessir tveir þættir mikilvægu hlutverki í lýðræðislegu velferðarsamfélagi. Íþróttir, tungumál, kvikmyndir og fjölmiðlar, almenn og fjölbreytileg list og menning, og menning barna og ungmenna eru jafnframt á starfssviði norrænu þekkingar- og menningarnefndarinnar.
Til stofnunar
Norræna velferðarnefndin
Norræna velferðarnefndin leggur áherslu á norræna velferðarlíkanið. Hún leitast við að finna góðar efnahagslegar lausnir sem jafnframt eru sjálfbærar. Nefndin fæst meðal annars við mál sem snerta umönnun barna, ungmenna og aldraðra, fötlun, áfengi, fíkniefni og misnotkun. Einnig er unnið með viðfangsefni sem tengjast jafnrétti, borgaralegum réttindum, lýðræði, mannréttindum og baráttu gegn afbrotum. Samþætting innflytjenda, fólksflutningar og flóttamenn heyra jafnframt undir nefndina og sama er að segja um húsnæðismál og málefna frumbyggja Norðurlanda.
Til stofnunar
Norræna hagvaxtar– og þróunarnefndin
Nefndin vinnur að málefnum og viðfangsefnum sem snerta vinnumarkað og vinnuumhverfi, atvinnulíf, viðskipti, iðnað, orku, baráttu gegn stjórnsýsluhindrunum, samgöngumál og öryggi í samgöngumálum. Samstarf Norðurlanda snýst einnig að miklu leyti um frjálsa för á vinnumarkaði, en það er um leið eitt af flaggskipum Norðurlanda hvað varðar að standa vörð um velferð og atvinnulíf. Baráttan gegn stjórnsýsluhindrunum stuðlar að því að viðhalda þessu líkani, sem nýtur aðdáunar á alþjóðavettvangi og sem gerir almenningi auðveldara fyrir að stunda nám og starfa þvert á landamæri. Nefndin fjallar einnig um mál sem tengjast fjármála- og atvinnustefnu – þar á meðal rammaskilyrði rannsókna, framleiðslu og viðskipta, og í framhaldi því frjálsa för á mörkuðum og vinnumörkuðum á Norðurlöndum. Byggða- og uppbyggingarstefna, fjarskipti og upplýsingatækni eru einnig á starfssviði norrænu hagvaxtar- og þróunarnefndarinnar.
Til stofnunar
Kjörnefndin
Kjörnefnd undirbýr og leggur fram tillögur að kjöri sem fer fram á þinginu.
Til stofnunar