Tungumálastefna

Um val á tungumáli og mismunandi tungumálaútgáfur á norden.org . Vefurinn norden.org er til í sex mismunandi tungumálaútgáfum, en allt efni er þó ekki þýtt á öll tungumál.

Meginhluti efnisins er til á að minnsta kosti einu skandinavísku tungumálanna (dönsku, norsku eða sænsku) og margt er þýtt á finnsku, íslensku og ensku. Einnig getur komið fyrir að efni sé ekki til á skandinavísku, heldur aðeins á einu hinna tungumálanna.

Hægt er velja tungumál í tungumálavalmyndinni efst til vinstri á öllum síðum. Efni sem ekki hefur verið þýtt á það tungumál sem valið hefur verið er þó ekki falið, heldur er það sýnt á öðru tungumáli. Hvaða tungumál sem þá er sýnt fer hvort tveggja eftir því hvaða mál hefur verið valið og hvaða málum efnið er til á.

Sænska (tungumál sem hefur verið valið): Norska (1. valkostur), Danska (2. valkostur), Enska (3. valkostur)  

Danska (tungumál sem hefur verið valið): Norska (1. valkostur), Sænska (12. valkostur), Enska (3. valkostur)

Norska (tungumál sem hefur verið valið): Danska (1. valkostur), Sænska (2. valkostur), Enska (3. valkostur) 

Finnska (tungumál sem hefur verið valið): Sænska (1. valkostur), Enska (2. valkostur), Norska (3. valkostur), Danska (4. valkostur) 

Íslenska (tungumál sem hefur verið valið): Danska (1. valkostur), Enska (2. valkostur), Norska (3. valkostur), Sænska (4. valkostur)

Enska (tungumál sem hefur verið valið): Sænska (1. valkostur), Danska (2. valkostur) Norska (3. valkostur)
 

Contact information