Auglýsing: Norræn samstarfsáætlun um málefni norðurslóða 2018–2021

03.01.18 | Fréttir
Miljø, forskning og urfolk får støtte fra det Arktiske samarbeidsprogrammet
Photographer
Nikolaj Bock/Norden.org
Samstarfsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um norðurskautssvæðið 2018–2021 auglýsir eftir umsóknum um styrki til nýrra verkefna á árinu 2018. Frestur til að skila tillögum rennur út 1. mars 2018.

Samstarfsáætlunin um málefni norðurslóða styður sýn Norrænu ráðherranefndarinnar um nýskapandi, sýnileg og opin Norðurlönd án landamæra. Inntak hennar fellur að öðrum þverlægum áætlunum ráðherranefndarinnar, sem byggja á sterkri stöðu Norðurlanda, á sviðum þar sem starf ráðherranefndarinnar vegur þungt og skapar virðisauka hvort sem er innan Norðurlanda eða á heimsvísu.

Allt starf Norrænu ráðherranefndarinnar, þ.m.t. samstarfsáætlunin um málefni norðurslóða, á sér rætur í sögulegri lýðræðishefð og almennri þátttöku sem byggir á réttindum og lögum Norðurlandabúa.

Meginmarkmið samstarfsáætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar um norðurskautssvæðið 2018–2021 er að koma til móts við sértækar þarfir norðurslóða og stuðla að sjálfbærri þróun á svæðinu. Þar gegnir Dagskrá 2030 mikilvægu hlutverki svo og heimsmarkmiðin sautján um sjálfbæra þróun, sem samþykkt voru á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 2015.

Tilgangur samstarfsáætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar um norðurskautssvæðið 2018–2021 er að skapa sjálfbæra og uppbyggjandi þróun á norðurslóðum og fyrir íbúana á grundvelli fimm þátta sem allir byrja á P (á ensku): planet (plánetan), peoples (íbúarnir), prosperity (hagsæld), peace (friður) og partnerships (samstarf). Ráðherranefndin hefur ávallt lagt áherslu á þverlægt samstarf og fléttað það inn í áætlunina. Sú áhersla mun haldast.

Umsóknir ber að senda rafrænt til Nordregio fyrir 1. mars 2018.