Fjárhagsáætlun ársins 2016 ber vott um kraftmikið pólitískt samstarf

11.12.15 | Fréttir
Um þessar mundir er unnið að víðtækri nútímavæðingu samstarfs norrænu ríkisstjórnanna. Þessi staðreynd mótar að verulegu leyti uppbyggingu og innihald fjárhagsáætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir árið 2016. Gerð og uppbygging fjárhagsáætlunarritsins hefur verið þróuð frekar frá árinu 2015 með það að markmiði að kynna fjárhagsáætlun með skýrum markmiðslýsingum og áþreifanlegum árangri.

Fjárhagsáætlunin byggir á fjárhagsáætlunarleiðbeiningunum sem samstarfsráðherrarnir samþykktu fyrr á þessu ári. Fjárhagsáætlunin byggir einnig á athugasemdum frá fagráðherranefndunum tíu. Í heild felur fjárhagsáætlunin í sér 1 % lækkun miðað við fjárhagsáætlun ársins 2015. Lækkunin skiptist niður á tvo stærstu geirana, það er að segja fjárhagsáætlun samstarfsráðherranna sjálfra, sem tekur á sig 70% lækkunarinnar, og mennta- og rannsóknageirann, sem tekur 30%.

Þessir geirar hafa sjálfir ákveðið hvar verður dregið saman og hafa í því skyni forgangsraðað markvisst. Fjárframlag til annarra geira verður óbreytt frá árinu 2015.

 Innihald fjárhagsáætlunarinnar ber vott um kraftmikið pólitískt samstarf þar tekin eru fyrir ný og aðkallandi málefni.


Fjárhagsáætlunin í heild: