Norðurlöndin ættu að vinna saman að lausn fiskveiðideilna

30.10.14 | Fréttir
Fiskebåtar
Photographer
Johannes Jansson/norden.org
Veiði í Norður-Atlantshafi er langt umfram það sem ráðlagt er af Alþjóðahafrannsóknaráðinu. Norðurlandaráð vill að Norðurlöndin vinni saman að því að leysa fiskveiðideilur sem koma ítrekað upp þeirra á milli.

Deilur milli Norðurlandanna um veiðar á síld og makríl hafa vakið umræðu um hvort löndin ættu að setja sér reglur þar að lútandi og koma sér saman um starfsaðferðir við lausn deilna um þessi mál.

Tengdar upplýsingar: Samkomulag í makríldeilunni ófullnægjandi

Á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi kaus ráðið um tillögu umhverfis- og náttúruauðlindanefndar þess efnis að Norðurlöndin eigi að grípa til aðgerða til að varna ofveiði á norðlægum hafsvæðum.

Nefndin telur yfirstandandi deilur til marks um að ýmsu sé ábótavant í umgjörð fiskveiðistjórnunar á svæðinu. Endurmats sé þörf til að leggja grundvöll að sjálfbærri fiskveiðistjórnun til langs tíma, endurmats sem Norðurlöndin gætu efnt til í sameiningu.

Aðkoma Norðurlandaráðs mistök

Norðurlandaráð er á öðru máli Norsku fulltrúarnir óttast að slíkar aðgerðar kynnu að veikja ráðið. 

„Við höfum þegar hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og einnig er til alþjóðleg stofnun (þ.e. Norðaustur-Atlantshafs fiskveiðiráðið), en hlutverk þess er að greiða fyrir samstarfi strandríkjanna um skiptingu veiðikvóta í Norður-Atlantshafi. Það gæti veikt Norðurlandaráð að blanda því í yfirstandandi viðræður, þar sem hagsmunir landanna eru í húfi,“ segir Øyvind Halleraker, einn af fulltrúum Noregs í Norðurlandaráði.
Færeyski fulltrúinn Sjúrður Skaale er á öðru máli.

„Samskipti stjórnmálamanna og hagsmunaaðila í löndunum um yfirstandandi fiskveiðideilur hafa á stundum verið skaðleg og Norðurlöndunum ekki sæmandi. Í Helsingfors-samningnum, sem öll Norðurlöndin hafa skuldbundið sig til að fylgja, er kveðið á um að samningsaðilar skuli ráðgast hver við annan um sameiginleg hagsmunamál eins og hér er á ferðinni.

Í ljósi þessa beinir Norðurlandaráð tilmælum til Norrænu ráðherranefndarinnar um að undirbúa og hrinda í framkvæmd aðgerðum í því skyni að bæta skilyrði fyrir sjálfbæra langtímastjórnun sameiginlegra fiskistofna.“ Lesið tillöguna hér.