Stjórnsýsluhindranaráðið fær aukið starfsumboð á krísutímum

20.12.21 | Fréttir
Öresundsbron i solnedgång.
Photographer
Johannes Jansson/norden.org
Frá og með árinu 2022 fær norræna stjórnsýsluhindranaráðið aukið umboð. Framvegis á ráðið meðal annars að hafa umboð til að bregðast hraðar og með markvissari hætti við á krísutímum ef þrengt er að frjálsri för.

Kórónuveirufaraldurinn hefur sýnt að á krísutímum getur reynt á frjálsa för á Norðurlöndum. Faraldurinn sýndi einnig að stjórnsýsluhindranaráðið getur leikið veigamikið hlutverk í því að tryggja frjálsa för á milli norrænu landanna á krísutímum.

Það er nokkuð sem samstarfsráðherrar Norðurlanda vilja standa vörð um og því er skerpt á hlutverki stjórnsýsluhindranaráðsins á krísutímum í starfsumboði þess fyrir árin 2022–2024.

Samstarf margra aðila

Samkvæmt hinu nýja starfsumboði á stjórnsýsluhindranaráðið með stuttum fyrirvara að afla upplýsinga um vandamál í tengslum við frjálsa för á krísutímum og upplýsa ríkisstjórnirnar um þau ásamt því að leggja til lausnir og leggja fram þekkingu sína þegar eftir því er óskað.

Vinnan á að fara fram í samvinnu við samstarfsnet á landamærasvæðunum og á Norðurlöndum, m.a. upplýsingaþjónustu Norrænu ráðherranefndarinnar, Info Norden, og upplýsingaþjónustur landamærasvæðanna Øresunddirekt, Nordkalottens Gränstjänst/Grensetjeneste och Grensetjänsten Norge-Sverige.Auk þess á að styrkja samvinnu og samskipti við Norðurlandaráð í starfinu að afnámi stjórnsýsluhindrana.

Mikilvægt starf í tengslum við Framtíðarsýn okkar 2030

Með hinu nýja starfsumboði er samstarf stjórnsýsluhindranaráðsins og norrænu samstarfsráðherranna einnig eflt. Frá og með árinu 2022 eiga þessir aðilar að hittast að minnsta kosti árlega til að skiptast á upplýsingum.

„Það er algjörlega nauðsynlegt að vinnan í tengslum við frjálsa för sé unnin í góðu samstarfi allra viðkomandi. Nýja starfsumboðið skilgreinir hlutverk stjórnsýsluhindranaráðsins og annarra lykilaðila í þeirri vinnu. Allir þurfa að vinna saman að því að ná framtíðarsýninni um að verða samþættasta og sjálfbærasta svæði heims árið 2030,“ segir Thomas Blomqvist, samstarfsráðherra Norðurlanda og jafnréttisráðherra Finnlands sem er formaður norrænu samstarfsráðherranna á árinu 2021.

Mikilvægt að koma í veg fyrir að nýjar stjórnsýsluhindranir verði til

Framvegis á stjórnsýsluhindranaráðið einnig að tryggja að tekið verði tilllit til sjónarmiða barna og ungmenna og fötlunarsjónarmiða með því að bjóða fulltrúum Norðurlandaráðs æskunnar og norræna ráðsins um málefni fatlaðs fólks á fundi sína.

„Afnám stjórnsýsluhindrana er ofarlega á dagskrá Norðurlanda um að ná framtíðarsýn okkar en við stöndum líka frammi fyrir þeirri áskorun að nýjar stjórnsýsluhindranir verða til í tengslum við nýjar innlendar löggjafir og innleiðingu ESB-/EES-reglna. Í hinu nýja starfsumboði beina norrænu samstarfsráðherrarnir einnig sjónum sínum að þessu og í því eru fólgin mikilvæg skilaboð til landanna,“ segir Vibeke Hammer Madsen sem fara mun fyrir stjórsýsluhindranaráðinu árið 2022.

Fulltrúar í Stjórnsýsluhindranaráðinu 2022

Samhliða því að hið nýja umboð öðlast gildi hefur skipan stjórnsýsluhindranaráðsins árið 2022 verið ákveðin. Ríkisstjórnir norrænu landanna, ásamt Færeyjum, Grænlandi og Álandseyjum, hafa tilnefnt eftirfarandi fulltrúa í ráðið 2022:

Vibeke Hammer Madsen, Noregi (ordförande 2022)

Annette Lind, Danmark

John Johannessen, Færeyjum

Kimmo Sasi, Finnlandi

Max Andersson, Álandseyjum

Siv Friðleifsdóttir, Íslandi

Sven-Erik Bucht, Svíþjóð

Grænland, tilnefnt síðar

 

Stjórnsýsluhindranaráðið er pólitískt skipuð en óháð stofnun sem hefur það hlutverk að vinna að samþættu svæði á Norðurlöndum þar sem íbúar geta auðveldlega unnið, flutt, stundað nám og stofnað fyrirtæki þvert á landamæri. Ráðið fick sitt hlutverk av ríkisstjórna norðurlandanna 2014.