Græn og endingargóð vistspor – nýtt tölublað „Green Growth the Nordic Way“

06.09.16 | Fréttir
Energi- og Vandværkstedet
Photographer
Johannes Jansson/norden.org
Í þessu tölublaði af „Green Growth the Nordic Way“ má lesa um helstu niðurstöður og lærdóm sem draga má af átaksverkefni norrænu forsætisráðherranna um grænan hagvöxt. Niðurstöðurnar sýna að norrænt samstarf skapar ekki eingöngu stærri markað fyrir grænar lausnir. Það gerir Norðurlöndum einnig kleift að vera í fararbroddi í stefnumótun innan ESB/EES, að bæta sameiginlega innviði og láta í té markfjölda fyrir frekari þróun.

Árið 2011 ýttu norrænu forsætisráðherrarnir úr vör átaksverkefninu „Norðurlönd – leiðandi í grænum hagvexti“, sem miðaði að því að efla grænan hagvöxt með því að byggja á þeim styrk og hæfni til nýsköpunar sem Norðurlönd eru þekkt fyrir.

Tuttugu og sex verkefni á átta stefnumótandi forgangssviðum hafa getið af sér hafsjó af þekkingu og fjölda tillagna um leiðir til að örva græna hagkerfið á svæðinu og hvetja alþjóðasamfélagið til að innleiða metnaðarfyllri græna stefnumótun.

Lesið um niðurstöðurnar í nýja tölublaði „Green Growth the Nordic Way“