Opnað fyrir umsóknir vegna nýrrar samstarfsáætlunar um málefni norðurskautssvæðisins

18.12.14 | Fréttir
Båt og isfjell på Grønland
Photographer
Nikolaj Bock

Samstarfsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um málefni norðurskautssvæðisins fyrir tímabilið 2015–2017 var samþykkt á þingi Norðurlandaráðs þann 29. október 2014. Samstarfsáætlunin tekur gildi 1. janúar 2015, en opnað hefur verið fyrir umsóknir.

Umsóknarfrestur er til 23. janúar 2015. Nordregio (Norræn stofnun um rannsóknir og þróun í byggðamálum), stofnun á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, hefur umsjón með umsóknarferlinu og mun bæði taka við umsóknum og taka þær til umfjöllunar.

Nánari upplýsingar um áætlunina, umsóknarskilyrði o.fl. eru á vefsíðu Nordregio:

www.nordregio.se

www.nordregio.se/arcticprogramme