Álitsdrög: Norræn samstarfsáætlun MR-FJLS 2025–2030

20.03.24 | Consultation
Í samstarfsáætlun MR-FJLS er pólitískum áherslum og markmiðum fyrir tímabilið 2025-2030 lýst.

Norrænt samstarf innan MR-FJLS nær til fiskveiða og fiskeldis, landbúnaðar, matvælaframleiðslu og skógræktar auk hreindýranytja. Oft er þetta kallað norræna lífhagkerfið en hugtakið vísar til hagkerfis og samfélagsþróunar sem byggist á lífrænum auðlindum. Í öllum norrænu löndunum er lífhagkerfið mikilvægt og skiptir sköpum fyrir strjálbýl svæði og uppbyggingu heilbrigðra og viðnámsþolinna samfélaga með samkeppnishæfum fyrirtækjum.

Álag hefur verið á atvinnugreinunum innan MR-FJLS, meðal annars vegna loftslagsbreytinga, heimsfaraldurs kórónuveiru, óstöðugra afhendingarkeðja og nú síðast geópólitískra áskorana sem meðal annars má rekja til árásar Rússa á Úkraínu. Norrænu löndin þurfa að vinna saman að því að finna framtíðarlausnir fyrir græn umskipti í landbúnaði, skógrækt, fiskveiðum, fiskeldi og matvælaframleiðslu. Saman þurfa löndin jafnframt að finna jafnvægi á milli auðlindanýtingar, náttúru og annarra hagsmuna á landi og í sjó. Þörf er á samvinnu á milli svæða með aðkomu fræðaheimsins og atvinnulífsins. Á tímabilinu 2025–2030 verða þrjú markmið leiðarstefið í norrænu samstarfi: 1) öflugri græn umskipti, 2) aukin samkeppnishæfni, og 3) aukið viðnámsþol.

Sjá álitsdrög