Álitsdrög: Norræn samstarfsáætlun um efnahagsmál 2025–2030

20.03.24 | Consultation
Í samstarfsáætlunin fyrir MR-FINANS er fjallað um pólitísk áherslumál og markmið í norrænu samstarfi um efnahagsmál á árunum 2025-2030. Útgangspuntkurinn er framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar um að Norðurlönd verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims árið 2030.

Upplýsingar

Deadline
fös, 26/04/2024 - 11:59 EH

Norrænt samstarf MR-FINANS er helsta umgjörðin um miðlun reynslu, samræmingu og stuðning við samnorrænan þekkingargrunn um hagstjórnun og þar með fjármálastefnu, sem getur bætt forsendur norrænu landanna til þess að tryggja efnahagslega þróun og velferð, styrkt samkeppnishæfni Norðurlanda og tryggt inngildandi græn og stafræn umskipti í norrænum samfélögum. 
Samstarfið í MR-FINANS mun beinast að þeim kerfislegu breytingum sem norrænu löndin standa frammi fyrir á næstu árum. Þetta á einkum við um hin grænu og stafrænu umskipti, hinar lýðfræðilegu breytingar er varða efnahag og samfélag og hvernig við lögum okkur að breyttum geópólitískum veruleika. 

Með þessari samstarfsáætlun verður áherslan í norrænu samstarfi á sviði efnahags- og fjármála árin 2025-2030 á að styðja við stefnumörkun og lausnir sem stuðla að hagkvæmum og félagslega réttlátum grænum umskiptum á Norðurlöndum. Einnig verður lögð áhersla á aukna samkeppnishæfni og viðnámsþol norrænu hagkerfanna, sem eykur hagvaxtarmöguleika til lengri tíma og eflir frjálsa för og samþættingu þvert á norræn landamæri.

Samstarfið skal styðja við lausnir á sameiginlegum áskorunum varðandi efnahagsstefnu og stuðning við verkefni sem hafa norrænt notagildi og tillögur að styrkari efnahagsstefnu í norrænu löndunum.

Sjá álitsdrög