Álitsdrög: Norræn samstarfsáætlun um byggðaþróun og skipulagsmál 2025–2030

20.03.24 | Consultation
Í drögum MR-R að nýrri samstarfsáætlun 2025-2030 er settur pólitískur rammi, áherslur og markmið fyrir norrænt samstarf um byggðaþróun og skipulagsmál á komandi árum. Lögð er áhersla á að styðja við Framtíðarsýn okkar 2030 og stuðla að grænum, samkeppnishæfum og félagslega sjálfbærum Norðurlöndum.

Upplýsingar

Deadline
fös, 26/04/2024 - 11:59 EH

Norrænt samstarf á sviði byggðaþróunar og skipulagsmála hefur það að meginmarkmiði að auka enn aðdráttarafl Norðurlanda sem svæðis til að búa á, starfa og reka fyrirtæki. Samstarfsáætlunin 2025-2030 fyrir norrænt samstarf á sviði byggðaþróunar og skipulagsmála skal meðal annars stuðla að lausnum á sameiginlegum áskorunum, skapa nýja þekkingu og miðla reynslu á milli ríkisstjórna Norðurlanda til að skapa græn, samkeppnishæf og félagslega sjálfbær Norðurlönd.


Norrænt samstarf á sviði byggðaþróunar og skipulagsmála mun á tímabilinu fram til árins 2030 leggja áherslu á að skila grænum umskiptum sem stuðla skal að þróun, tækifærum og notagildi þvert á norrænu löndin og staðbundið. Í samstarfinu verður einnig lögð áhersla á að efla samkeppnishæfni og viðnámsþrótt Norðurlanda, ekki síst í ljósi geópólitískrar stöðu, og að styðja við samstarf á landamærasvæðum og samhæfingu og lausnir þvert á landamæri. Þá mun samstarfið leggja áherslu á að stuðla að góðum og tryggum lífskjörum í Norðurlöndum í heild sinni, bæði í friði og á óróatímum. 


Til að ná fram markmiðunum um græn, samkeppnishæf og félagslega sjálfbær Norðurlönd þarf lausnir sem byggja á svæðisbundnum styrkleikum og aðlögunarhæfni á hverjum stað og samstarfið á milli Norðurlanda.


Í samstarfsáætlunin um norrænt samstarf um byggðaþróun og skipulagsmál verður leitast við að skapa notagildi fyrir löndin staðbundið, svæðisbundið og þvert á Norðurlönd.

Sjá álitsdrög