Aukið samstarf lykillinn að því að norrænni framtíðarsýn fyrir 2030 verði náð

29.09.23 | Fréttir
Nordiska rådets vicepresident Helge Orten, OECD:s vicegeneralsekreterare Ulrik Vestergaard Knudsen, Nordiska ministerrådets generalsekreterare Karen Ellemann, Islands minister för nordiskt samarbete Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Danmarks minster för nordiskt samarbete Louise Schack Elholm.

Nordiska rådets vicepresident Helge Orten, OECD:s vicegeneralsekreterare Ulrik Vestergaard Knudsen, Nordiska ministerrådets generalsekreterare Karen Ellemann, Islands minister för nordiskt samarbete Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Danmarks minster för nordiskt samarbete Louise Schack Elholm.

Photographer
Maria Louise Reichardt/norden.org

Helge Orten, varaforseti Norðurlandaráðs, Ulrik Vestergaard Knudsen, aðstoðarframkvæmdastjóri OECD, Karen Ellemann, framkvæmdatjóri Norrænu ráðherrenefndarinnar, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, samstarfsráðherra Norðurlanda á Íslandi og Louise Schack Elholm, samstarfsráðherra Norðurlanda í Danmörku.

Annað tímabil framtíðarsýnar forsætisráðherranna um norrænt samstarf fyrir 2030 nálgast en það stendur árin 2025-2030. Af því tilefni stóð Norræna ráðherranefndin að ráðstefnu til að safna hugmyndum fyrir nýja framkvæmdaáætlun.

Markmið Framtíðarsýnar okkar fyrir 2030 er að Norðurlönd verði samþættasta og sjálfbærasta svæði heims þar sem lögð er áhersla á þrjú svið: græn, samkeppnishæf og sjálfbær Norðurlönd. Norræna ráðherranefndin falaðist í ár eftir hugmyndum hjá Norðurlandaráði og einnig meðal ýmissa aðila úr röðum félagasamtaka á Norðurlöndum um hvernig best mætti raungera áætlunina. Umræðurnar á ráðstefnunni hverfðust einnig um hin þrjú svið framtíðarsýnarinnar með framlögum frá fulltrúum atvinnulífsins, rannsókna, ungs fólks og þingmanna Norðurlandaráðs.

Samstarf er lykilorðið

Karen Ellemann, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar er ekki í nokkrum vafa þegar hún nefnir þrjú málefni sem hún telur standa upp úr eftir daginn:

„Samstarf, öflugt samstarf og enn öflugra samstarf! Við erum öll sammála um að við getum og eigum að vinna meira saman. Við erum með mismunandi sjónarhorn á Norðurlöndum og það auðgar stjórnmálaumræðuna. Okkur tekst að eiga frumkvæði sem gera Norðurlönd að enn öflugra svæði en það er nú og um leið getum við lagt til lausnir á áskorunum um allan heim.“

Gervigreind, röggsemi og þátttaka ungs fólks

Helge Orten, varaforseti Norðurlandaráðs, sem dró saman umræðurnar á ráðstefnunni nefnir sömuleiðis þrennt sem honum þótti standa upp úr.

„Í fyrsta lagi er samstarf um gervigreind afar mikilvægt þegar litið er til framtíðar – innviðir verða að vera til staðar til þess að við getum fylgt þróuninni. Í öðru lagi verðum við áfram að tryggja að rödd unga fólksins heyrist og að það komi að ákvarðanatöku á Norðurlöndum. Í þriðja lagi tel ég að við eigum, auk þess að vinna saman, að tryggja að við séum fær um að framkvæma ákvarðanir okkar nógu hratt í síbreytilegum heimi.

Vinnan við nýju framkvæmdaáætlun Framtíðarsýnar okkar fyrir 2030 heldur áfram á næsta ári og verður áætlunin kynnt á Norðurlandaráðsþingi í nóvember 2024.