Nám í anda græns hagvaxtar – nýtt tölublað „Green Growth the Nordic Way“

22.10.14 | Fréttir
Í þessu tölublaði „Green Growth the Nordic Way“ er fjallað um fjölda verkefna sem Norræna ráðherranefndin hefur ýtt úr vör eða stutt við til að tryggja aukna áherslu á loftslags- og sjálfbærnitengd mál í norræna skólakerfinu.

Verkefninu „The Great Nordic Climate Challenge“ er ætlað að vekja nemendur á unglingastigi til vitundar um loftslagsmál á skemmtilegan og leikandi hátt og útvega þeim jafnframt tæki og tól til að fylgjast með loftslagsáhrifum eigin athafna og breyta þeim í kjölfarið til betri vegar.

Í tveimur verkefnum eru fullorðinsfræðsla og háskólakennsla í brennidepli; í öðru er Ríó+20, ráðstefnu SÞ um sjálfbæra þróun, fylgt eftir en hitt er hluti átaksverkefnis Norrænu ráðherranefndarinnar um grænan hagvöxt, sem er máttarstólpi tímaritsins.

Þá miðar menntaverkefnið Biophilia að því að fella kennsluefni, byggt á samnefndri hljómplötu Bjarkar, inn í námskrá norrænna skólabarna til að vekja forvitni þeirra og áhuga á náttúruvísindum.

Í sameiningu falla verkefnin fjögur vel að þeirri norrænu hefð að stuðla að opnu og skemmtilegu skólakerfi með svigrúmi fyrir sjálfstæða hugsun og forvirka framtakssemi.

Lesið nýjasta tölublað „Green Growth the Nordic Way“: www.nordicway.org

Fylgist með okkur á facebook eða finnið nánari upplýsingar á www.norden.org/greengrowth eða www.norden.org/bioeconomy