Skamdinavisminn vekur athygli kóngafólksins

01.02.18 | Fréttir
Norges kronprinspar besøker Skamskolen med prins William og hertuginne Kate
Photographer
Terje Pedersen
Málefni unga fólksins hafa löngum verið norsku krónprinshjónunum hugleikin. Nú ætla þau að sýna Vilhjálmi prins og Kate hertogaynju hvernig sjónvarpsþættirnir SKAM eru notaðir í skólum og koma Norðurlöndunum á stundatöfluna. Skólar á Norðurlöndum sem óska eftir því geta fengið ókeypis aðgang að námsefni með myndskeiðum.

Föstudaginn 2. febrúar 2018 bjóða norsku krónprinshjónin gestum sínum frá Bretlandi, þeim Vilhjálmi prins og Kate hertogaynju, með sér í heimsókn í Hartvig Nissens skole í Ósló sem er sögusvið sjónvarpsþáttanna vinsælu, SKAM. Þar hitta þau nemendur, kennara og leikara úr þáttunum og ræða vandamál sem ungmenni kljást við í samfélagi nútímans, t.a.m. sjálfsmyndarvanda, einelti, kynferðislegt ofbeldi og átraskanir. Málefni sem eru konunglegu hjónunum hjartfólgin.

En SKAM er ekki bara „drítkúl“ í augum kóngafólksins. Þættirnir hlutu tungumálaverðlaun Norræna félagsins 2016 fyrir hve vel þeim tókst að ná til norskra ungmenna, auka skilning á fjölbreytni skandinavísku málanna og móta jákvætt viðhorf til tungumála frændþjóðanna. Málvísindafólk var ekki lengi að smíða hugtakið „skamdinavismi“ og Bertel Haarder, fyrrverandi menningarmálaráðherra Danmerkur, sagði þættina marka tímamót í norrænum málskilningi eftir margra ára þrýsting frá enskunni. SKAM hefur sýnt okkur, ekki síst unga fólkinu, að við getið skilið hvert annað á Norðurlöndum.

Með styrk frá menntamálaráðherrunum og að frumkvæði Norðmanna, sem þá gegndu formennsku í Norrænu ráðherranefndinni, kynnti Norræna félagið í nóvember 2017 nýtt námsefni um SKAM á menntagáttinni Norden i skolen. Meðal efnis eru myndskeið úr þáttunum sem myndgera verkefnin en þjálfa líka skilning á norskunni.

Kennsla í nágrannamálunum felst í því að uppgötva hve margt er skiljanlegt í málunum. En mörg ungmenni uppgötvuðu það ekki fyrr en þau horfðu á SKAM. Málskilningur snýst ekki aðeins um að skilja það sem sagt er. Hann felst einnig í menningarlegum og samfélagslegum skírskotunum. Sem gera það að verkum að fólki finnst málið koma sér við. Þess vegna eru SKAM-þættirnir svona mikilvægir í kennslunni.

Notendur þurfa að skrá sig til að fá aðgang að efninu á Norden i skolen. Afnot af efninu eru ókeypis.

Myndskeiðin og verkefnin er að finna hér:


https://nordeniskolen.org/da/sprog-kultur/7-10-klasse/undervisningstemaer/skam/skam-1-dine-meninger-betydde-liksom-mer-enn-mine-egne/