Nuka K. Godtfredsen (myndir) og Martin Appelt

Nuka K. Godtfredsen
Photographer
Ilinniusiorfik
Nuka K. Godtfredsen og Martin Appelt: Hermelinen, 2012.

„Hermelinen“ er óvenjulega fallega myndskreytt teiknimyndasería sem fjallar um konu „Ukaliatsiaq“ (Hermelinen) sem verður shaman (andalæknir). Sagan hefst á dramatískan hátt þegar Hermelinen skríður í gegnum rifu í landslaginu og endar í kjafti ísbjörns. Það hefur í för með sér að hún lærir nafnið á öllum beinum í líkamanum. Nauðsynlegt er að ganga í gegnum þennan helgisið til þess að verða andalæknir. Hermelinen heldur af stað í vestur í átt til Kanada í langa og leyndardómsfulla ferð ásamt andalækninum Umimmak. Við fylgjumst með þróun hennar, ferðalagi og samskiptum við inúíta. Sagan gerist á 12. öld þegar dorset-menningin mætir ínúít-menningunni. Inúítarnir, sem voru nýfluttir tóku yfir smátt og smátt yfir alla hluta Kanada og Grænlands en dorset-þjóðin hvarf sporlaust.

Hermelinen er því skáldsaga sem byggir á sögulegum heimildum. Myndirnar segja meira en orð, en textinn og talblöðrurnar hafa sitt að segja. 

Teikningarnar eru eftir grænlenska teiknarann og listamanninn Nuka K. Godtfredsensem, sem unnið hefur náið með hópi fornleifafræðinga frá SILA, miðstöð þjóðminjasafnsins um Grænlandsrannsóknir. Hópurinn hefur m.a. lagt til þekkingu um elstu samfélög og menningu landsins. Bókin veitir því góða innsýn inn í klæðnað, veiðarfæri, veiðiaðferðir og ekki síst hugsanagang mannsins í fortíðinni í Kanada og á Grænlandi.

Það er greinilegt að markmiðið með teiknimyndaseríunni hefur verið að ná til eins margra og mögulegt er, ekki síst barna og unglinga, með heillandi og nýstárlegum frásögnum um nýjustu uppgötvanir sem gerðar hafa verið við fornleifarannsóknir á Grænlandi. Hugmyndir og saga eru eftir Martin Appelt.