Illugi Gunnarsson (Hovedindlæg)

Information

Speech type
Main speech
Speech number
143
Speaker role
Kulturminister
Date

Frú forseti. Ráðherranefnd um menntun og rannsóknir hóf á árinu 2011 ítarlega úttekt á norrænu samstarfi á sviði rannsókna. Í framhaldi af henni voru gerðar mikilvægar breytingar á starfsreglum NordForsk, breytingar verða á samsetningu stjórnar og einnig á sjálfum reglunum. Ráðherranefndin um menntun og rannsóknir flytur því ráðherranefndartillögu um breytingar á starfsreglum NordForsk. Markmið breytinganna er meðal annars að kveða skýrar á um það hlutverk sem NordForsk gegnir sem samstarfsstofnun og vettvangur fyrir rannsóknarráð landanna; að kveða skýrar á um tengsl NordForsk við ráðherranefndina í því skyni að auka samráð milli NordForsk og ráðherranefndarinnar og koma til móts við þörf á samhæfingu þvert á málaflokkana; að skapa hentugri samsetningu á stjórn NordForsk og útvíkka ráðgjöf sem stjórninni stendur til boða. Markmiðið með lagabreytingunum er að auka skilvirkni og efla lögmæti NordForsk; að kveða skýrar á um almenn markmið NordForsk með áherslu á norrænt notagildi og að lokum að bregðast við umsókn Álandseyja, Færeyja og Grænlands um fulltrúa í stjórn NordForsk. Fulltrúar Grænlands, Færeyja og Álandseyja í stjórn NordForsk haldast óbreyttir. Það þýðir að hver þjóð hefur áheyrnarfulltrúa í stjórninni.

Frú forseti. Breytingar á lögum NordForsk hafa engin áhrif á fjárhagsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar. Breytingarnar eru frávik frá lögum sem almennt gilda um norrænar stofnanir og því þurfa samstarfsráðherrarnir að samþykkja nýju lögin. Það verður væntanlega gert á fundi þeirra í árslok 2013. Ný lög NordForsk munu þá ganga í gildi 1. janúar 2014 gangi þetta eftir. Að öðru leyti vísa ég til ráðherranefndartillögu í þingskjali B 296.

Skandinavisk oversettelse

Fru præsident. Ministerrådet for uddannelse og forskning igangsatte i 2011 en detaljeret udredning af det nordiske samarbejde på forskningsområdet. Efterfølgende blev der foretaget vigtige ændringer af NordForsks statutter, ændringer af bestyrelsens sammensætning såvel som selve statutterne. Ministerrådet for uddannelse og forskning fremlægger derfor et ministerrådsforslag om ændringer af NordForsks statutter. Formålet med ændringerne er bl.a. at tydeliggøre NordForsks rolle som samarbejdsorgan og mødeplads for landenes forskningsråd; at tydeliggøre NordForsks relation til ministerrådet med henblik på at øge dialogen mellem NordForsk og ministerrådet og håndtere behov for tværsektoriel koordinering; at etablere en mere hensigtsmæssig sammensætning af NordForsks bestyrelse og en bredere rådgivende struktur til bestyrelsen.  Hensigten med lovændringerne er at øge NordForsks effektivitet og legitimitet med vægt på nordisk nytte og endelig for at behandle Ålands, Færøernes og Grønlands anmodning om en repræsentation i bestyrelsen. Færøernes, Grønlands og Ålands repræsentation i NordForsks bestyrelse forbliver uændret. Det betyder, at hvert land får en observatørplads i bestyrelsen. 

Fru præsident. Ændringerne i NordForsk-statutterne har ingen budgetmæssige konsekvenser for Nordisk Ministerråd. Ændringerne består i afvigelser fra normalstatutter for Nordisk Ministerråds institutioner, og derfor må de godkendes af samarbejdsministrene. Det forventes at ske på deres møde i slutningen af 2013. I bekræftende fald træder NordForsks nye statutter i kraft den 1. januar 2014. I øvrigt henviser jeg til ministerrådsforslaget i dokument B 296.