Gunnar Bragi Sveinsson (Hovedindlæg)

Information

Speech type
Main speech
Speech number
181
Speaker role
Udenrigsminister, Island
Date

Þingforseti, góðir þingfulltrúar. Landslag utanríkismála gjörbreyttist fyrir 18 mánuðum síðan þegar Rússland virti að vettugi alþjóðalög, innlimaði Krímskaga og hóf stuðning við aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu. Krafa alþjóðasamfélagsins er að Minsk II samkomulagið verði að fullu virt svo skapa megi skilyrði til að létta efnahagsþvingunum og horfa til eðlilegra samskipta milli austurs og vesturs á ný. Hér hvílir mest ábyrgð á rússneskum yfirvöldum, það er þeirra að beygja af leið.

Á tímum sem þessum kemur í ljós hversu mikilvæg samstaða og náið samstarf er. Við Norðurlöndin njótum þess að eiga í einstöku samstarfi í flestum ef ekki öllum málaflokkum og undanfarið hefur mætt mikið á samstarfi í öryggis- og varnarmálum og heldur NORDEFCO varnarsamstarfið áfram að þróast. Það er vel og saman getum við í raun áorkað miklu meira saman en í hvert í sínu lagi. Ísland mun meðal annars, með hliðsjón af núverandi stöðu mála, frá og með 2016 auka verulega framlög sín til öryggis- og varnarmála og ætlunin er að fjölga borgaralegum sérfræðingum hjá Atlantshafsbandalaginu og styðja enn frekar við loftrýmisgæslu bandalagsins hér við land svo og samstarf við aðrar alþjóðastofnanir.

Alvarlegt ástand í utanríkismálum ríkir í fleiri heimshlutum. Atburðirnir fyrir botni Miðjarðarhafs í Sýrlandi, Írak og Líbíu bera vitni um mikla neyð og nauðsyn þess að alþjóðasamfélagið taki höndum saman ef einhver árangur á að nást. Íslensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á að styðja við aðgerðir alþjóðlegra hjálparstofnana á svæðinu og fyrir rétt rúmum mánuði var ákveðið að verja 2 milljörðum íslenskra króna til aðgerða vegna flóttamannavandans. Fénu verður varið til þrenns konar verkefna. Í fyrsta lagi til fjárstuðnings við alþjóðastofnanir og hjálparsamtök sem vinna á vettvangi, líkt og matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Í öðru lagi að taka á móti verulega auknum fjölda flóttafólks og hælisleitenda hingað til lands og í þriðja lagi verður féð nýtt til að hraða afgreiðslu hælisumsókna hérlendis.

Forseti. Viðfangsefni alþjóðamálanna eru ærin, öryggismálin, flóttamannavandinn, að ógleymdum loftslagsbreytingum sem brenna ekki síst á okkar heimshluta, norðurslóðum, og hvetja okkur öll til að ná markverðum árangri í París eftir rétt rúmar sex vikur. Í öllum þessum málum þarf samstillt átak og ég vona að okkar norræna samvinna geti verið öðrum fyrirmynd að því hvernig best sé að takast á við úrlausn þessara erfiðu mála.

Skandinavisk oversættelse

Præsident, kære sessionsdeltagere. Det udenrigspolitiske landskab ændrede sig drastisk for 18 måneder siden, da Rusland tilsidesatte international lov ved at annektere Krimhalvøen og valgte at støtte separatisterne i Østukraine. Det internationale samfund kræver, at Minsk II-aftalen respekteres fuldt ud, så man kan skabe forudsætninger for at hæve de økonomiske sanktioner og genoptage normale forbindelser mellem øst og vest. Her bærer de russiske myndigheder et stort ansvar, det er op til dem at give efter. 

I en sådan tid viser det sig, hvor vigtigt det er med solidaritet og et nært samarbejde. Vi i Norden har stor gavn af et enestående samarbejde på næsten alle områder, og nu i senere tid har det sikkerheds- og forsvarspolitiske samarbejde spillet en vigtig rolle, samtidigt med at NORDEFCO-forsvarssamarbejdet fortsætter med at udvikles. Det er positivt, og i fællesskab kan vi opnå meget mere end hver for sig. Island vil blandt andet på baggrund af den aktuelle situation forhøje sit sikkerheds- og forsvarsbudet fra og med 2016, og planen er at øge antallet af civile eksperter hos NATO, støtte alliancens overvågning af det islandske luftrum yderligere samt øge samarbejdet med andre internationale organisationer.

Den udenrigspolitiske situation er alvorlig også i andre verdensdele. Situationen i Mellemøsten, i Syrien, Irak og Libyen, vidner om stor nød, og der er behov for at det internationale samfund går sammen, hvis der skal opnås resultater. Den islandske regering lægger vægt på at støtte internationale hjælpeorganisationer i regionen, og for lidt over en måned siden besluttede man at bevilge to milliarder islandske kroner til satsninger i relation til flygtningekrisen. Pengene går til tre typer projekter. For det første finansiel støtte til internationale institutioner og hjælpeorganisationer der arbejder i feltet, såsom FN's Fødevareprogram og FN's Flygtningehøjkommissariat. For det andet til at modtage et kraftigt stigende antal flygtninge og asylsøgere her i landet, og for det tredje bliver penge brugt til at sætte fart på behandlingen af asylansøgninger her i landet. 

Præsident. De internationale udfordringer er store; sikkerhedspolitisk og flygtningekrisen for ikke at glemme klimaændringerne, som påvirker ikke mindst vores verdensdel, Arktis, og det må inspirere os alle til at skabe konkrete resultater i Paris om godt og vel seks uger. Alle disse spørgsmål kræver en koordineret indsats, og jeg håber, at vores nordiske samarbejde kan være en inspiration for andre til, hvordan man griber disse vanskelige sager an på forbilledlig vis.