63. Silja Dögg Gunnarsdóttir (Indlæg)

Information

Speech type
Indlæg
Speech number
63
Speaker role
Talesperson för Presidiet
Date

Forseti. Ég vil byrja á því að þakka forsætisráðherranum fyrir kynningu á formennskuáætlun Danmerkur í norrænu ráðherranefndinni 2020. Ég vil einnig þakka færeyska og grænlenska ráðherranum fyrir þeirra innlegg. Fyrir hönd Norðurlandaráðs og fyrir hönd Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, sem fer með formennsku í Norðurlandaráði á næsta ári, vil ég óska þeim til hamingju með athyglisverða áætlun. Framtíðarsýn norrænu ráðherranefndarinnar til ársins 2030 markar nýja tíma í norrænu samstarfi og formennskuáætlunin ber þess skýr merki. Það er gott að sjá að svo skjótt er brugðist við til að laga starfsemi og fjárhagsáætlun norrænu ráðherranefndarinnar að þessum nýju aðstæðum. Það er líka ánægjulegt að sjá að þetta er sameiginleg formennskuáætlun Danmerkur, Grænlands og Færeyja. Í Færeyjum verður unnið með framtíðarorkulausnir fyrir einangraðar byggðir og á Grænlandi verður sjónum beint að sjálfbærni og verðmætasköpun í  sjávarbyggðum með áherslu á fiskveiðar. Þetta eru hvort tveggja málefni sem við Íslendingar leggjum áherslu á. Árið 2020 verður Ísland í formennsku í Norðurlandaráði. Það eru mörg áherslumál og þemu sem koma fyrir í báðum formennskuáætlununum, t.d. atriði er snerta líffræðilegan fjölbreytileika, lýðræði og hlutverk ungs fólks. Við, þingmenn í Norðurlandaráði, hlökkum til að vinna með Dönum, Grænlendingum og Færeyingum á næsta ári og við munum án efa koma á framfæri mörgum tilmælum og góðum hugmyndum sem geta hjálpað þeim og norrænu ráðherranefndinni í heild að gera markmiðin í framtíðarsýninni og formennskuáætluninni að veruleika með það að markmiði að gera samfélög okkar á Norðurlöndum enn betri en þau eru í dag.

 

Skandinavisk oversættelse:

Præsident. Jeg vil begynde med at takke statsministeren for hendes præsentation af Danmarks formandskabsprogram i Nordisk Ministerråd 2020. Jeg vil også takke den færøske og den grønlandske minister for deres indlæg. På vegne af Nordisk Råd og på vegne af Islands delegation i Nordisk Råd, der varetager præsidentskabet i Nordisk Råd i 2020, vil jeg ønske dem tillykke med et interessant program. Nordisk Ministerråds vision frem mod år 2030 markerer nye tider i nordisk samarbejde, hvilket fremgår klart af formandskabsprogrammet. Det er godt at se, hvor hurtigt man reagerer for at tilpasse Nordisk Ministerråds virksomhed og budget til nye forhold. Det er også glædeligt at se, at der er tale om et fælles formandskabsprogram for Danmark, Grønland og Færøerne. På Færøerne arbejder man med fremtidige energiløsninger til isolerede områder, og Grønland vil se på bæredygtighed og værdiskabelse i fremtidens kystsamfund med særlig fokus på fiskerierhvervet. Begge temaer er nogle Island også fokuserer på. Island varetager præsidentskabet i Nordisk Råd i 2020. Mange prioriteringer og temaer bliver nævnt i begge formandskabsprogrammer, der bl.a. vedrører biodiversitet, demokrati og unge menneskers bidrag. Vi, medlemmer af Nordisk Råd, glæder os til at arbejde sammen med Danmark, Grønland og Færøerne i det kommende år. Vi vil uden tvivl fremføre mange rekommandationer og gode idéer, som kan hjælpe de tre lande og Nordisk Ministerråd i sin helhed til, at visionens og formandskabsprogrammets mål bliver til virkelighed med det formål at gøre vores samfund i Norden endnu bedre, end de er i forvejen.