14. Oddný G. Harðardóttir (Main speech)

Information

Speech type
Main speech
Speech number
14
Speaker role
Den Socialdemokratiske Gruppe
Date

Herra forseti. Ágætu þingmenn. Það er mjög mikilvægt að utanríkisráðherrar setji norrænt samstarf í forgang. Sendiráðin gegna mikilvægu hlutverki í utanríkisstarfi og við að standa vörð um norræna hagsmuni á tímum hnattvæðingar. Við verðum alltaf að gæta að jafnrétti, lýðræði og mannréttindum. Samstarf okkar byggist á vináttu og trausti sem byggt hefur verið upp yfir langan tíma. Kórónuveirufaraldurinn og viðbrögð landanna og aðgerðir sem ekki voru alltaf í takt sýndu okkur hversu mikilvægt norrænt samstarf er og einnig hvar veikleikarnir í samstarfinu liggja og af því þurfum við að læra. Norðurlandaráð leggur ríka áherslu á að vinna gegn loftslagsvá. Áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum eru mikil og hlýnunin er hraðari þar en annars staðar. Áhrifin eru félagsleg, efnahagsleg, pólitísk og auðvitað umhverfisleg. Þegar ísinn bráðnar á norðurslóðum verða auðlindir aðgengilegri. Við verðum að vinna saman gegn því að kapphlaup um auðlindir hefjist; kapphlaup á milli stórra valdamikilla ríkja eins og Kína, Rússlands eða Bandaríkjanna. Við fengum nasasjón af óásættanlegu viðhorfi þegar Trump sagðist vilja kaupa Grænland. Velferð íbúanna á norðurslóðum á að vera okkur efst í huga og að vinna að lausn mála á friðsamlegan hátt. Kórónuveiran hefur dregið fram veikleika í innviðum norrænu ríkjanna en við erum ríkar þjóðir og munum vinna bug á vandamálunum. En vandinn vegna heimsfaraldursins hverfur ekki fyrr en öll ríki heims hafa fengið bóluefni sem nægja til að bólusetja flesta íbúa jarðar. Þess vegna ættum við að deila bóluefni og björgum með fátækari löndum.

Ég vil því spyrja utanríkisráðherrana hvernig þeir líta á hlutverk Norðurlanda við að tryggja fátækari ríkjum bóluefni.

 

Skandinavisk översättning

Hr. præsident. Kære medlemmer. Det er meget vigtigt, at udenrigsministrene prioriterer det nordiske samarbejde.  Ambassaderne varetager en vigtig rolle på det udenrigspolitiske område og i forhold til at stå vagt om nordiske interesser i globaliseringens tidsalder. Vi må altid værne om ligestilling, demokrati og menneskerettigheder.  Vores samarbejde bygger på venskab og tillid, som er opbygget over lang tid. Coronapandemien, og landenes reaktioner og tiltag, der ikke altid harmonerede med hinanden, har vist os, hvor vigtigt det nordiske samarbejde er, også hvor samarbejdet har brister, og det må vi lære noget af.  Nordisk Råd lægger stor vægt på at bekæmpe klimakrisen. Klimaændringerne har haft store konsekvenser i Arktis, hvor opvarmningen er hurtigere end andre steder.  Konsekvenserne er af social, økonomisk, politisk og selvfølgelig også miljømæssig karakter. Når isen smelter i Arktis, bliver ressourcerne mere tilgængelige. Vi må gå sammen om at modarbejde, at et kapløb om ressourcerne opstår; et kapløb mellem store magtfulde lande som Kina, Rusland og USA. Vi fik en smagsprøve på en uacceptabel holdning, da Trump tilkendegav, at han agtede at købe Grønland. Velfærd for befolkningen i Arktis bør være vores topprioritet samt at arbejde for fredelige løsninger. COVID-19 har afdækket brister i de nordiske landes infrastruktur, men vi er rige nationer, og vi vil få bugt med problemerne. Men pandemiens konsekvenser forsvinder ikke, før alle verdens lande har fået tilstrækkelige vacciner til størstedelen af klodens indbyggere.  Derfor burde vi dele vacciner og andre forsyninger med de fattige lande.

Jeg vil derfor spørge udenrigsministrene, hvordan de ser på Nordens rolle i forhold til at sikre vacciner til fattige lande.