192. Guðlaugur Þór Þórðarson (Reply)

Information

Speech type
Reply
Speech number
192
Date

Kærar þakkir, Jens, fyrir að gefa okkur þína sýn á ógnir og áskoranir í öryggismálum og fyrir frábæra ræðu. Ísland fer svo sannarlega ekki varhluta af þeim breytingum sem hafa orðið í öryggismálum á heimsvísu á undanförnum árum. Aukinn óstöðugleiki, ófyrirsjáanleiki og spenna í alþjóðastarfi einkenna hið síbreytilega öryggisumhverfi sem við búum við í dag. Í þessu samhengi vil ég undirstrika að aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu er einn af hornsteinum öryggis og varna Íslands. Bandalagið er meginvettvangur samstarfs og samráðs um viðbrögð við hefðbundnum og óhefðbundnum ógnum. Efling samstarfs á milli bandalagsins annars vegar og Svíþjóðar og Finnlands hins vegar er einnig mikið ánægjuefni.

Landslag öryggis- og varnarmála á norðurslóðum hefur tekið talsverðum breytingum á síðustu árum. Fleiri varnaræfingar á Norður-Atlantshafi og á norðurslóðum eru til vitnis um þá þróun. Yfirlýst markmið Íslands og annarra norðurskautsríkja er að viðhalda lágu spennustigi á norðurslóðum. Samt sem áður fer spenna vaxandi á þessu svæði þar sem helsti áhrifaþátturinn er aukin hernaðaruppbygging og umsvif Rússa.

Gætir þú gefið þína sýn á þróun öryggismála á norðurslóðum? Hvernig getum við viðhaldið lágu spennustigi á svæðinu án þess að ógna öryggi okkar?

 

Skandinavisk översättning

 

Mange tak, Jens, for at give os et indblik i, hvordan du ser på de sikkerhedspolitiske trusler og udfordringer, og tak for en fremragende tale.  Island er bestemt ikke uberørt af den sikkerhedspolitiske udvikling, der har fundet sted i verden i de senere år. Øget ustabilitet, uforudsigelighed og spændinger i internationalt samarbejde præger det omskiftelige sikkerhedslandskab, vi ser i dag.  I den forbindelse vil jeg understrege, at vores medlemskab af NATO er en af ​​hjørnestenene i Islands sikkerheds- og forsvarspolitik. Alliancen er et centralt forum for samarbejde og samråd om reaktioner mod konventionelle og ukonventionelle trusler.  Styrkelsen af ​​samarbejdet mellem NATO på den ene side og Sverige og Finland på den anden side er også meget glædelig.

Sikkerheds- og forsvarslandskabet i Arktis har ændret sig betydeligt i de senere år. Hyppigere forsvarsøvelser i Nordatlanten og i Arktis vidner om denne udvikling.  Island og andre arktiske lande har et erklæret mål om at opretholde lavspænding i Arktis. Alligevel øges spændingen i regionen, primært på grund af Ruslands militarisering og øgede aktiviteter.

Kunne du give dit syn på den sikkerhedspolitiske udvikling i Arktis? Hvordan kan vi opretholde lavspænding i regionen, uden at det truer vores sikkerhed?