6. Guðlaugur Þór Þórðarson (Main speech)

Information

Speech type
Main speech
Speech number
6
Date

Forseti. Kæru norrænu kollegar og vinir. Mig langar að þakka þér, Pekka, fyrir skelegga framgöngu í formennsku norræna utanríkisráðherrasamstarfsins og óska þér til hamingju með hana. Norrænt samstarf er einstakt og sem ríkjahópur eiga Norðurlöndin sterka rödd á alþjóðavettvangi sem gerir þeim kleift að hafa umtalsverð áhrif í fjölþjóðlegu samstarfi.

Skýrsla Björns Bjarnasonar, sem kom út á síðasta ári, varpar ljósi á nýjan kafla í norrænu samstarfi þar sem samvinna í öryggis- og utanríkismálum þarf í auknum mæli að taka mið af breyttu öryggisumhverfi og þeim áskorunum sem blasa við okkur í dag.

Loftslagsbreytingar og fjölþáttaógnir á borð við netárásir og upplýsingaóreiðu grafa nú undan þeim stöðugleika sem við búum við og ekkert ríki getur eitt og sér tekið á þeim áskorunum. Árangurinn næst einungis með öflugri samvinnu og því er mikilvægt að við sameinum krafta okkar og byggjum á sterkum stoðum norrænnar samvinnu.

Við eigum þegar farsælt samstarf á mörgum málefnasviðum sem tillögur skýrslunnar fjalla um en það má efla enn frekar með ýmsum hætti. Við getum til að mynda lagt enn meira af mörkum á sviði loftslagsmála, t.d. með auknu samráði á sviði hafrannsókna og útflutningi á grænum lausnum.

Auk loftslagsmála fjalla tillögurnar um loftslagsöryggi og þróunarmál, viðbúnað vegna heimsfaraldra, samstarf um utanríkisþjónustu og rannsóknir á sviði utanríkismála, svo fátt eitt sé nefnt. Allt eru þetta mikilvæg málefni þar sem norræn samvinna getur reynst dýrmæt eins og reynsla síðastliðinna sjö áratuga hefur sýnt okkur. Við verðum að bregðast við áskorunum í loftslagsmálum og breyttu landslagi í öryggismálum af fullum þunga. Aðgerðir kalla á innleiðingu tillagna í æðstu stjórnsýslu, bæði hjá fagráðuneytum og utanríkisráðuneytum, en þær þarf einnig að samþætta samstarfi okkar við alþjóðastofnanir og önnur ríki.

Nú stendur loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna yfir. Væntingar til útkomu hennar eru miklar og ákall er um að ríki heims sýni aukinn metnað í loftslagsaðgerðum. Einnig má merkja nýjar áherslur í starfi norrænu ráðherranefndarinnar og almennt í norrænu samstarfi. Bjarnason skýrslan er mikilvægt tól í þessu samhengi og ég vil að lokum undirstrika þýðingu hennar fyrir norrænt samstarf. Við megum engan tíma missa.

 

Skandinavisk översättning

Præsident. Kære nordiske kolleger og venner. Jeg vil gerne takke dig, Pekka, for din dynamiske ageren under dit formandskab i samarbejdet mellem de nordiske udenrigsministre, og jeg ønsker dig tillykke med det. Det nordiske samarbejde er enestående, og som en gruppe stater har Norden en stærk stemme på den internationale arena, hvilket giver landene en væsentlig indflydelse i internationalt samarbejde.

Björn Bjarnasons rapport, der udkom sidste år, belyser et nyt kapitel i det nordiske samarbejde, hvor et samarbejde om sikkerheds- og udenrigspolitik i stigende grad skal tage højde for ændringer i det sikkerhedspolitiske landskab og de udfordringer, vi står overfor i dag.

Klimaændringer og hybride trusler, såsom cyberangreb og misinformation, undergraver vore landes stabilitet, og intet land kan håndtere disse udfordringer på egen hånd.  Resultater kan kun skabes gennem et stærkt samarbejde, og derfor er det vigtigt, at vi forener vores kræfter og bygger videre på det stærke fundament, som det nordiske samarbejde udgør.

Vi har allerede et succesrigt samarbejde på mange af de områder, som rapporten berører, men dette samarbejde kan styrkes yderligere på mange måder. Vi kan yde mere på klimaområdet, for eksempel med øget samråd inden for havforskning og eksport af grønne løsninger.

Ud over klimaet handler anbefalingerne om klimasikkerhed og udviklingsspørgsmål, pandemiberedskab, samarbejde inden for udenrigstjenesten og forskning på det udenrigspolitiske område, blot for at nævne nogle få. Der er tale om vigtige emner, hvor det nordiske samarbejde kan vise sig at være værdifuldt, som erfaringerne fra de sidste syv årtier har vist os. Vi må give klimaudfordringerne og det ændrede sikkerhedspolitiske landskab vor fulde opmærksomhed.  Indsatser kræver at anbefalingerne bliver implementeret på højeste niveau inden for administrationen, både i fagministerier og udenrigsministerier, og de skal også integreres i vores samarbejde med internationale organisationer og andre stater.

FN's klimakonference, COP26, er nu i gang.  Der stilles høje forventningerne til dennes udfald, og alle verdens lande opfordres til at skærpe deres ambitionsniveau i klimaindsatsen. Der er også tegn på nye prioriteringer i Nordisk Ministerråds virksomhed og i det nordiske samarbejde generelt. Bjarnason-rapporten er et vigtigt redskab i denne sammenhæng, og afslutningsvis vil jeg gerne understrege rapportens betydning for det nordiske samarbejde. Vi har ingen tid at miste.