Elín Hirst (Hovedindlæg)

Tietoja

Speech type
Varsinainen puheenvuoro
Speech number
244
Person
Speaker role
Den Konservative Gruppe
Date

Herra forseti, kæru þingfulltrúar. Það sem hlýtur að vera okkur efst í huga hverju sinni eru öryggishorfur í heiminum og sérstaklega við okkar eigin bæjardyr. Ég fagna því mjög að Norðurlandaráð skuli halda áfram að ræða utanríkis- og öryggismál á þingi sínu hér í dag en sem kunnugt er samþykkti Norðurlandaráð harðorða yfirlýsingu vegna innlimunar Rússa á Krímskaga á fundi sínum á Akureyri síðastliðið vor. Það taldi ég afar jákvætt skref og skrifaði meðal annars um það greinar í íslensk dagblöð. Það er alveg augljóst að það eru grundvallargildi í samskiptum landa að þau virði alþjóðalög og fari eftir skuldbindingum. Menn verða að virða sjálfstæði og fullveldi ríkja og beita ekki hernaðarafli til að útkljá deilumál.

Ég sótti þingmannaráðstefnu ríkja sem liggja að Eystrasaltinu í Olsztyn í Póllandi í ágúst. Þar voru mættir fulltrúar allra þeirra landa sem tengjast þessu svæði. Þrátt fyrir að meginefni fundarins væru umhverfismál í Eystrasalti og flutningar um það hafsvæði, samskipti og sameiginleg ábyrgð milli landanna sem að því liggja þá var það alveg ljóst að það sem fulltrúum flestra, sérstaklega frá Eystrasaltslöndunum, var efst í huga voru öryggismálin og þeirra eigin framtíð í því sambandi og hvernig samskiptin við Rússland myndu þróast á næstu mánuðum.

Norðurlöndin hafa sýnt fram á það hversu mikil gæði það eru að geta myndað tengsl milli ríkja yfir landamæri þar sem allt samstarf byggir á gagnkvæmu trausti. Nú þegar úkraínsk stjórnvöld hafa verið að auka réttindi héraðanna í austurhluta Úkraínu eru rússnesk stjórnvöld hvött til að bregðast við þessum skrefum á uppbyggilegan hátt. Hvað okkur í Norðurlandaráði snertir þá held ég að ég tali fyrir munn mjög margra þegar ég segi að við getum ekki samþykkt það sem átt hefur sér stað í Úkraínu en við verðum að halda samtalinu áfram og reyna af öllum mætti að koma á eðlilegum samskiptum á ný þar sem ríkir tiltrú og traust. Takk fyrir.

Skandinavisk oversettelse

Herre præsident, kære rådsmedlemmer. Det som bør være øverst i vores tanker til enhver tid er den sikkerhedspolitiske situation i verden, især i vores nærområder. Jeg bifalder i høj grad at Nordisk Råd fortsætter med at drøfte udenrigs- og sikkerhedspolitik på sessionen her i dag, men som I ved, vedtog Nordisk Råd på mødet i Akureyri i foråret en resolution, hvor man i skarpe vendinger kritiserede Ruslands annektering af Krimhalvøen. Det ser jeg som et positivt skridt, og jeg skrev blandt andet artikler om emnet i islandsk presse. Det er indlysende at grundværdierne i forholdet mellem landene er respekten for international lov og at leve op til forpligtelserne. Man er nødt til at respektere landes selvstændighed og suverænitet og lade være med at afgøre konflikter med militær styrke.

Jeg deltog i Den parlamentariske Østersøkonference, der fandt sted i Olsztyn i Polen i august. Alle lande knyttet til regionen var repræsenteret på konferencen. Til trods for at konferencens hovedtema var Østersøens miljøtilstand og transport til søs, partnerskab og landenes fælles ansvar i regionen, stod det aldeles klart at det som de fleste repræsentanter, især fra de baltiske lande, var optaget af, var sikkerhedspolitikken og deres egen fremtid i den forbindelse, og hvordan forholdet til Rusland ville udvikle sig i de kommende måneder.

Norden har vist hvor stor en værdi består i at etablere kontakt mellem stater på tværs af landegrænser, hvor samarbejdet altid bygger på gensidig tillid. Nu når de ukrainske myndigheder er ved at udvide rettighederne for regionerne i det østlige Ukraine, opfordres russiske myndigheder til at reagere konstruktivt på disse skridt. Hvad os i Nordisk Råd angår, så tror jeg at jeg taler på mange mennesker vegne når jeg siger at vi ikke kan acceptere det der er sket i Ukraine, men at vi er nødt til at fortsætte dialogen og forsøge alt hvad vi kan for at normalisere forholdene på ny, hvor tiltro og tillid hersker. Tak.