Höskuldur Þórhallsson (Indlæg)

Tietoja

Speech type
Puheenvuoro
Speech number
305
Date

Kærar þakkir fyrir skýrsluna sem við höfum haft hér til umræðu, eða Stoltenberg-skýrsluna svokölluðu, og einnig kærar þakkir fyrir þitt leiðarljós sem þú gafst okkur hér áðan. Við munum nýta okkur það í starfi Norðurlandaráðs á komandi tímum.

Við tókum upp umræðuna um utanríkismál á vorfundi Norðurlandaráðs sem var haldinn á Akureyri í apríl síðastliðnum og þar stigum við stór skref í að ræða utanríkismál og ályktuðum gegn framferði Rússa á Krímskaga. Forseti Norðurlandaráðs, Karin Åström, og núverandi forseti, Hans Wallmark, fóru til Eystrasaltsríkjanna og funduðu sem ég tel einnig að hafi verið viss skilaboð um samstöðu okkar á Norðurlöndunum.

En mig langar að spyrja þig núna: Hvað telur þú að þessi aukna umræða og þessi aukni vilji innan Norðurlandaráðs þýði í utanríkismálastefnu Norðurlandanna, vegna þess að að sjálfsögðu virðum við sjálfsákvörðunarréttinn og gerum okkur grein fyrir því að staða Norðurlandanna er mismunandi — sumir innan ESB, sumir innan NATO, það væri gaman að fá þitt viðhorf í þessu. Takk.

Skandinavisk oversettelse

Mange tak for den redegørelse som vi har drøftet her, den såkaldte Stoltenberg-rapport, og også mange tak for den ledestjerne som du gav os lige før. Det vil vi benytte os af i Nordisk Råds arbejde i den kommende tid.

Vi indledte en udenrigspolitisk diskussion på Nordisk Råds temasession som fandt sted i Akureyri i april i år, hvor vi tog det store skridt at drøfte udenrigspolitik, og hvor vi udsendte en erklæring om Ruslands fremfærd på Krimhalvøen. Nordisk Råds daværende præsident, Karin Åström, og nuværende præsident, Hans Wallmark, rejste til de baltiske lande for at holde møder, og jeg anser også at det gav et bestemt signal om vores solidaritet her i Norden.

Men nu har jeg lyst til at spørge dig: Hvad tror du at den tiltagende debat og øgede vilje i Nordisk Råds betyder for de nordiske landes udenrigspolitik? Vi respekterer selvfølgelig landenes selvbestemmelsesret og vi er klare over at de nordiske landes holdninger er forskellige – nogle er medlemmer af EU, andre medlemmer af NATO, det ville være interessant at høre hvad du mener om dette. Tak.