Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Hovedindlæg)

Tietoja

Speech type
Varsinainen puheenvuoro
Speech number
65
Speaker role
Statsminister
Date

Forseti. Fyrir réttum fimm árum kynntu Íslendingar formennskuáætlun sína á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki í skugga válegra tíðinda fyrir íslenska þjóð. Sú atburðarás sem leiddi til þess að íslenska bankakerfið hrundi í októberbyrjun 2008 hefur verið rakin af bæði leikum og lærðum og ætti að vera flestum þeim sem hér sitja kunnug. Nóbelsskáldið Halldór Laxness sagði: „Þegar öllu er á botninn hvolft þá fer allt einhvern veginn, þótt margur efist um það á tímabili.“ Margt fór betur á Íslandi á þessu fimm ára tímabili en margur hugði í fyrstu og hægt en örugglega er okkur að takast að snúa dæminu við og sigrast á erfiðleikunum. Í dag kynnum við á ný formennskuáætlun okkar í Norrænu ráðherranefndinni. Við höfum valið henni yfirskriftina: Gróska og lífskraftur. Ef til vill má segja að þau orð lýsi þeirri jákvæðu og bjartsýnu undiröldu sem við viljum gjarnan sjá rísa á Norðurlöndum. Með yfirskriftinni viljum við einnig vísa til hinna raunverulegu verðmæta sem löndin eiga. Þrátt fyrir efnahagsþrengingar undangenginna ára eru Norðurlönd með auðugustu löndum veraldar og frumauðlindir okkar enn á sínum stað, skógarnir, málmarnir, fiskurinn og orkan. Ótalin er sú auðlind sem ein getur skapað ný verðmæti en það er fólkið okkar sem er bæði vel menntað, hugmyndaríkt og hæfileikaríkt. Gróskan og lífskrafturinn blasa við okkur hvert sem litið er og tækifærin bíða þess að við grípum þau.

Forseti. Norðurlönd hafa jafnan skipað sér á bekk með fremstu þjóðum heims hvað varðar lífsgæði, hagsæld, velferð fyrir alla og félagslegt öryggi og þannig viljum við hafa það áfram. En til þess að svo megi verða þurfum við að hafa metnað og þor til að ná lengra, gera enn betur. Við eigum vissulega gnægð auðlinda en við getum nýtt þær betur en við gerum nú. Með verkefninu um Norræna lífhagkerfið viljum við Íslendingar beina sjónum að lífrænum auðlindum Norðurlanda og betri nýtingu þeirra. Lífrænar auðlindir í lofti, á láði og legi mynda lífmassann, þá auðlind sem hér um ræðir. Í framtíðinni verða allar þjóðir að finna og þróa aðferðir til að nýta lífmassann betur en gert er í dag. Við getum til dæmis ekki lengur sætt okkur við að þriðjungur daglegrar matvælaframleiðslu endi sem úrgangur á öskuhaugum veraldar með tilheyrandi álagi á umhverfið. Á sama tíma sveltur stór hluti mannkyns heilu hungri. Mannfjöldaspár segja jafnframt að ef ekki takist að auka framleiðni í matvælaframleiðslu kunni sú stund að renna upp fyrr en margan grunar að jörðin geti ekki brauðfætt íbúa sína þó að engu verði sóað. Biophilia er einnig mikilvægur hluti verkefnisins um Norræna lífhagkerfið en það byggir á samnefndu verkefni söngkonunnar Bjarkar þar sem tónlist og tækni eru tvinnuð saman á nýstárlegan hátt til að örva skynjun og áhuga barna á náttúrufyrirbærum og eðlisfræði. Áherslur á grænan hagvöxt og sjálfbæra þróun haldast í hendur í verkefninu um Norræna lífhagkerfið. Með eflingu lífhagkerfisins skapast dýrmæt tækifæri til að auka velferð og örva grænan hagvöxt á Norðurlöndum. Við höfum allt sem þarf til að vera brautryðjendur í þessum efnum. Þess vegna setjum við verkefni sem þetta á dagskrá norræns samstarfs, vegna þess að við teljum mikilvægt að Norðurlönd nái hér forskoti og skari fram úr. Mikil gróska hefur ávallt einkennt norrænt menningarsamstarf og á undanförnum árum hafa skapandi greinar verið í mikilli sókn alls staðar á Norðurlöndum. Frumleiki og sköpunarkraftur eru auðlindir sem virkja þarf betur. Á formennskuárinu tefla Íslendingar fram verkefninu um Norræna spilunarlistann, menningarverkefni sem ætlað er að efla norrænan tónlistarmarkað og vekja athygli á norrænni tónlist. Með aðstoð nýjustu tækni munu Norðurlandabúar geta kynnt sér á einum stað það sem er nýtt og spennandi í norrænni tónlist hverju sinni. Markmið verkefnisins er að markaðssetja norræna tónlist bæði innan Norðurlanda og út á við og auka þannig útflutningsmöguleika hennar. Við höfum mikla trú á þessu verkefni sem er til þess fallið að höfða til ungs fólks á Norðurlöndum og auka áhugann á norrænu samstarfi. Vafalítið mun verkefnið eiga sér blómlegt framhaldslíf eftir að norrænum stuðningi við það lýkur. Það er sammerkt með norrænu ríkjunum að öll leitast þau við að standa vörð um velferðina. Ég held að óhætt sé að fullyrða að almenn pólitísk samstaða ríki um mikilvægi þess. Velferðarkerfið og rannsóknir á því hafa um nokkurt skeið verið viðfangsefni norræns samstarfs. Af því hlýst augljós norrænn virðisauki þar sem öll löndin þurfa að takast á við svipaðar áskoranir í velferðarmálum. Skyndilegt kreppuástand á borð við það sem skapaðist í íslensku samfélagi í kjölfar bankahrunsins er nærtækt dæmi en annars staðar á Norðurlöndum hafa menn fyrir ekki svo löngu þurft að takast á við keimlíkar aðstæður. Hver er viðnámsþróttur velferðarkerfisins þegar slíkir atburðir eiga sér stað? Hver voru viðbrögð stjórnvalda og hvaða aðgerðir gáfust vel? Hvaða lærdóm getum við dregið af fyrri viðbrögðum í kreppuástandi? Í formennskuverkefninu um Norrænu velferðarvaktina viljum við meðal annars leita svara við spurningum sem þessum. Einnig mun verkefnið þróa velferðarvísa til grundvallar stefnumótun og aðgerðum í velferðarmálum á Norðurlöndum. Við teljum að Norræna velferðarvaktin sé jafnframt gott innlegg í það verkefni sem þegar er í gangi um sjálfbæra norræna velferð. Í sömu andrá vil ég einnig nefna að það verður spennandi að sjá tillögu Bo Könberg um nánari samstarfsmöguleika í heilbrigðismálum á næstu fimm til tíu árum sem mér skylst að ætlunin sé að kynna norrænu heilbrigðisráðherrunum á miðju formennskuári okkar. Á formennskuári Íslands verður innleidd ný skipan í vinnunni gegn stjórnsýsluhindrunum á Norðurlöndum. Norræna landamæraráðið tekur til starfa um næstu áramót og leysir af hólmi þá nefnd sem Ole Norrback sendiherra hefur stýrt undanfarin ár. Það kemur í hlut Íslendinga að veita landamæraráðinu forsæti fyrsta árið og teljum við afar mikilvægt að starfsemi þess fari vel af stað. Miklu skiptir að koma í veg fyrir nýjar stjórnsýsluhindranir og fara þær leiðir sem færar eru til að ryðja þeim úr vegi. Ég leyfi mér að vitna aftur í nóbelsskáldið: „Fyrst er að vilja, afgangurinn er tækni.“ Samstarf Norrænu ráðherranefndarinnar við nágrannalönd og -svæði hefur vaxið ört og þróast frá því að fyrst var til þess stofnað í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. Á næsta ári taka gildi nýjar leiðbeinandi reglur um samstarf ráðherranefndar við Eistland, Lettland, Litháen, Norður-Rússland sem og það samstarf sem snýr að Hvíta-Rússlandi og Barentssvæðinu. Reglurnar sem unnar voru í góðri sátt og samvinnu allra hlutaðeigandi aðila ná frá árinu 2014 án þess að tiltekið sé hvenær þær falla úr gildi. Vestnorrænt samstarf og samstarf Norrænu ráðherranefndarinnar við nágranna í vestri hefur ávallt skipt okkur Íslendinga miklu máli og við viljum leggja okkar af mörkum til þess að það sæki rösklega fram. Á formennskuári okkar mun fara fram endurskoðun á norðurskautsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar en málefni norðurskautsins eru nú meðal þeirra mála sem efst eru á baugi í umræðunni á alþjóðavettvangi. Norðurlönd hafa öll gert sér áætlanir um málefni norðurslóða og eðlilegt að til þeirra verði litið við gerð hinnar nýju áætlunar. Almennt séð vekur norrænt samstarf athygli langt út fyrir landamæri Norðurlanda og margir vilja eiga við okkur samvinnu og kynna sér starfshætti okkar. Slíkt ber að sjálfsögðu að skoða hverju sinni með opnum hug og með meginregluna um norrænan virðisauka að leiðarljósi. Íslendingar taka við formennsku á þeim tímapunkti að norræn fjárlög eru skorin niður um 5%. Íslendingar eru ekki ókunnugir niðurskurði og hafa þurft að forgangsraða og velta nánast hverri krónu fyrir sér í fjárlagagerð undanfarinna ára. Ég vil hins vegar taka fram að það var ekki forgangsmál Íslands að draga úr framlögum til Norrænu ráðherranefndarinnar. Það verður því sérstök áskorun fyrir Ísland á næsta ári að fylgja því eftir að stakkur verði sniðinn eftir vexti.

Forseti. Í framtíðinni vil ég sjá norrænt samstarf öflugt og að stoðir þess verði enn styrkari en nú er. Samstarfið er sívirkt og hefur þann hæfileika að endurnýja sig í takti við samfélagsbreytingar og pólitískar áherslur í löndunum. Ríkisstjórn Íslands leggur mikla áherslu á norrænt samstarf og ráðherrar í ríkisstjórn Íslands munu á næsta ári taka við forsæti hver í sinni ráðherranefnd. Allir sem taka þátt í stjórnmálum vita að þeir sem nýta ekki rétt sinn til að sitja við borð þar sem mikilvægar ákvarðanir eru teknar geta ekki vænst þess að hafa áhrif á gang mála. Ísland leggur mikið upp úr því að vel verði mætt á norræna ráðherrafundi á næsta ári. Samstarf okkar er einstakt á svo margan hátt. Stöndum vörð um það og gefum því þann forgang sem það á skilið. Ég þakka ykkur fyrir.

Skandinavisk oversettelse

Præsident. For præcis fem år siden fremlagde Island sit formandskabsprogram på Nordisk Råds Session i Helsingfors i skyggen af dystre nyheder for den islandske befolkning. Det forløb, der førte til den islandske banksektors kollaps i begyndelsen af oktober 2008, er blevet skildret af både lærd og lægmand og burde være kendt for de fleste tilstedeværende. Nobeldigteren Halldór Laxness sagde: „Når alt kommer til alt, så går det alt sammen på en eller anden måde, selv om man en tid tvivler derpå.“ Og meget gik bedre i Island i løbet af denne femårige periode, end mange forventede i starten, og langsomt men sikkert er det ved at lykkes os at vende skuden og overvinde vanskelighederne. I dag fremlægger vi igen et nyt formandskabsprogram i Nordisk Ministerråd. Vi har valgt at give den overskriften: Grokraft – livskraft. Man kan måske sige, at disse ord beskriver den dønning af positivitet og optimisme, som vi gerne ser hæve sig i Norden. Med overskriften henviser vi også til de reelle værdier, som landene råder over. Til trods for økonomiske vanskeligheder i de senere år så er Norden blandt verdens rigeste lande, og vores primære ressourcer er stadigvæk til stede; skovene, metallerne, fisken og energien. For ikke at glemme den ressource, der kan skabe ny værdi; mennesker, der er både veluddannede, idérige og talentfulde. Grokraften og livskraften viser sig, hvor end man retter sit blik hen, og mulighederne venter blot på, at vi udnytter dem. 

Præsident. Norden har altid været blandt de førende lande i verden vedrørende livsgoder, velstand, velfærd for alle samt social tryghed, og sådan ønsker vi, at det bliver ved med at være.  Men for at det kan lykkes, kræves der ambition og mod til at nå endnu længere og præstere endnu mere. Vi råder sandelig over mange ressourcer, men vi kan udnytte dem bedre, end vi gør i dag. Med projektet Nordisk bioøkonomi ønsker vi i Island at fokusere på Nordens biologiske ressourcer og en bedre udnyttelse af disse. Biologiske ressourcer, hvad enten de er i luften, til lands eller til havs, danner biomassen, den ressource som der her er tale om. Fremover må alle lande være med til at identificere og udvikle metoder til at udnytte biomassen bedre end i dag. Vi kan for eksempel ikke blive ved med at finde os i, at en tredjedel af den daglige fødevareproduktion ender som affald på verdens lossepladser med tilhørende belastning for miljøet. Samtidigt med at en stor del af verdens befolkning sulter. Endvidere viser demografiske prognoser, at hvis det ikke lykkes at øge produktiviteten i fødevareproduktionen, kan den dag, hvor jorden ikke længere kan brødføde sine beboere til trods for, at intet skulle gå til spilde, oprinde tidligere end nogen aner. Biophilia er også en vigtig del af Nordisk bioøkonomi-projektet og bygger på et projekt med samme navn, udviklet af sangerinden Björk, hvor musik og teknologi flettes sammen på en innovativ måde med henblik på at stimulere børns sanser og deres interesse for naturfænomener og fysik. Fokus på grøn vækst og bæredygtig udvikling går hånd i hånd i projektet Nordisk bioøkonomi. Ved at styrke bioøkonomien skaber man værdifulde muligheder for at øge velfærd og stimulere grøn vækst i Norden. Vi har alt, hvad der skal til, for at være banebrydende på dette område. Derfor sætter vi sådan et projekt på dagsordenen i det nordiske samarbejde, fordi vi finder det vigtigt, at Norden får et forspring og bliver en foregangsregion på dette område. Det nordiske kultursamarbejde har altid været præget af stor grokraft, og inden for de senere år har kreative erhverv haft en stor fremgang i hele Norden. Innovation og skaberkraft er ressourcer, der bør udnyttes endnu bedre. Det islandske formandskab vil bidrage med projektet Nordisk playliste, et kulturprojekt, der skal styrke det nordiske musikmarked og skabe opmærksomhed om nordisk musik. Ved brug af ny teknologi opretter man et sted, hvor Nordens beboere kan følge med i det, der er aktuelt og spændende på den nordiske musikscene. Formålet med projektet er at promovere nordisk musik både i og uden for Norden og dermed bane vejen for eksport. Vi har store forventninger til dette projekt, der er egnet til at appellere til unge mennesker i Norden og øge interessen for nordisk samarbejde. Projektet vil uden tvivl leve videre og blomstre, den dag en nordisk finansiering ophører. De nordiske lande har det til fælles, at de alle sammen stræber efter at stå vagt om velfærden. Jeg tror, at man roligt kan konstatere, at der er en generel politisk enighed om velfærdens betydning. Det nordiske samarbejde har beskæftiget sig med velfærdsmodellen og velfærdsforskning i en årrække. En tydelig nordisk merværdi opstår, når samtlige lande står over for lignende udfordringer på velfærdsområdet. Et nærliggende eksempel er en pludselig krise i lighed med den, der opstod i det islandske samfund i kølvandet af banksektorens sammenbrud, men også andre steder i Norden har man for ikke så lang tid siden kæmpe med meget tilsvarende omstændigheder. Hvor modstandsdygtigt er velfærdssystemet, når sådanne hændelser indtræffer? Hvordan reagerede myndighederne, og hvilke initiativer viste sig at være effektive? Hvad kan vi lære af reaktionerne på tidligere kriser? Med formandskabets initiativ Nordisk velfærdsvagt ønsker vi blandt andet at finde svar på spørgsmål af denne art. Endvidere vil projektet udvikle velfærdsindikatorer til brug ved grundlæggende politikudformning og initiativer på velfærdsområdet i Norden. Vi anser endvidere, at Nordisk velfærdsvagt er et godt bidrag til det igangværende projekt om bæredygtig nordisk velfærd. I samme åndedrag ønsker jeg at nævne, hvor interessant det bliver at se Bo Könbergs forslag om muligheder for et tættere samarbejde på sundhedsområdet i de næste fem til ti år, og som, så vidt jeg er informeret, skal forelægges sundhedsministrene i midten af vores formandskabsperiode. Det islandske formandskab vil implementere en ny organisering af det nordiske grænsehindringsarbejde. Det nordiske Grænsehindringsråd træder til ved årsskiftet og afløser Grænsehindringsforum, som ambassadør Ole Norrback har stået i spidsen for i de foregående år. Det bliver Islands tur til at lede Grænsehindringsrådet i det første år, og vi finder det særdeles vigtigt, at arbejdet kommer godt fra start.  Det er vigtigt at forebygge, at nye grænsehindringer opstår, vi skal bruge de midler, der er til rådighed, for at fjerne dem, der eksisterer. Jeg tillader mig igen at citere Nobeldigteren: „Det første er viljen, resten er teknik.“ Nordisk Ministerråds samarbejde med nabolande og naboregioner har været støt stigende og udviklet sig, siden det blev etableret i begyndelsen af 1990'erne. Næste år træder nye retningslinjer i kraft for ministerrådets samarbejde med Estland, Letland, Litauen og Nordvestlige Rusland såvel som det samarbejde, der vedrører Hviderusland og Barentsregionen. Retningslinjerne, der blev udarbejdet i stor enighed og i samarbejde mellem relevante partnere, træder i kraft i 2014, uden at det fremgår, hvornår de udløber.  Vestnordisk samarbejde og Nordisk Ministerråds samarbejde med naboerne i vest har altid spillet en stor rolle for os i Island, og vi vil gerne bidrage til, at det bliver intensiveret. Under det islandske formandskab bliver Nordisk Ministerråds arktiske samarbejdsprogram revideret. Arktiske anliggender er blandt de mest aktuelle emner på den internationale dagsorden i dag. Samtlige nordiske lande har udarbejdet programmer om arktiske anliggender, og det er naturligt, at der bliver skelet til disse ved udformningen af et nyt samarbejdsprogram.  Generelt skaber nordisk samarbejde opmærksomhed uden for Nordens grænser, og mange ønsker et samarbejde med os og at blive bekendt med vores måde at samarbejde på. Det skal vi selvfølgelig se på med et åbent sind til enhver tid og med princippet om nordisk nytte som ledestjerne. Island overtager formandskabet på et tidspunkt, hvor det nordiske budget er blevet beskåret med fem procent. Islændinge er ikke fremmede overfor nedskæringer. Vi har måttet foretage prioriteringer og vende næsten hver eneste krone ved forberedelsen af finansloven i de senere år. Derimod vil jeg gerne fremhæve, at det ikke er Islands prioritet at skære ned på bidragene til Nordisk Ministerråd. Det bliver derfor en særlig udfordring for Island i det kommende år at følge op på, at der bliver sat næring efter tæring. 

Præsident. I fremtiden ser jer gerne et stærkt nordisk samarbejde, og at grundpillerne bliver endnu mere solide end i dag. Samarbejdet er løbende og har en evne til at forny sig i takt med ændringer i samfundet og politiske prioriteringer i landene. Islands regering lægger stor vægt på nordisk samarbejde, og ministrene i den islandske regering vil i det kommende år overtage formandskabet i de enkelte fagministerråd. Alle, som deltager i politik, ved, at de, som ikke udnytter deres ret til at sidde ved det bord, hvor der træffes vigtige beslutninger, ikke kan forvente, at de kan påvirke slagets gang. Island lægger stor vægt på at ministrene deltager i de nordiske ministermøder i det kommende år. Vort samarbejde er unikt på så mange måder. Lad os værne om det og give det de prioriteringer, som det fortjener. Tak for ordet.