Illugi Gunnarsson (Hovedindlæg)

Tietoja

Speech type
Varsinainen puheenvuoro
Speech number
131
Speaker role
Kulturminister
Date

Frú forseti. Ég ætla að kynna þriðju skýrsluna um framkvæmd yfirlýsingar um málstefnu. Hinn 1. nóvember 2006 sendi Norræna ráðherranefndin um menntamál og rannsóknir frá sér yfirlýsingu um norræna málstefnu sem yfirleitt var nefnd Yfirlýsing um málstefnu. Málstefna Norðurlanda á að stuðla að því að allir Norðurlandabúar kunni að lesa og skrifa á því tungumáli, eða tungumálum, sem er undirstaða þess samfélags sem þeir búa í; að allir Norðurlandabúar geti átt í samskiptum hver við annan, fyrst og fremst á skandinavísku málunum; að allir Norðurlandabúar hafi undirstöðuþekkingu á tungumálaréttindum á Norðurlöndunum; að allir Norðurlandabúar kunni að minnsta kosti eitt tungumál með alþjóðlega útbreiðslu mjög vel og að allir Norðurlandabúar viti í grundvallaratriðum hvað tungumál er. Í Yfirlýsingu um málstefnu eru nefndir fjórir þættir sem ráðherrar menningar- og menntamála á Norðurlöndunum vilja vinna að til að ná þessum markmiðum. Í fyrsta lagi: tungumálaskilningur og tungumálaþekking; samhliða tungumálanotkun í öðru lagi; í þriðja lagi: tungumálafjöld og fjöltyngi; í fjórða lagi: forustuhlutverk Norðurlanda á sviði tungumála. Yfirlýsing um málstefnu er ekki lagalega bindandi og forgangsröðun og fjármögnun verkefna getur verið mismunandi milli norrænu landanna, Færeyja, Grænlands og Álandseyja. En allir eiga það sameiginlegt að gróska á tungumálasviðinu er mikil. Árið 2008 var ákveðið að í norrænu tungumálasamstarfi yrði lögð áhersla á skilning barna og ungmenna á dönsku, norsku og sænsku. Þessi forgangsröðun gildir áfram og frá árinu 2014 verður sérstaklega unnið með skilning á töluðu máli. Það hefur nefnilega komið í ljós að skilningur á töluðu máli er sá þáttur sem reynist Norðurlandabúum hvað erfiðastur. Kannski verður einmitt þessi áhersla á talað mál til að blása lífi í norrænt málsamfélag. Embættismannanefndin um menntamál og rannsóknir ákvað árið 2012 að eitt af þremur áherslusviðum í tungumálasamstarfinu skyldi framvegis vera að athuga betur hvort aðgerðir á norrænum vettvangi geti stutt við það starf sem unnið er í hverju landi við framkvæmd Yfirlýsingar um málstefnu.

Greinargerðin sem hér er lögð fram er á þingskjali nr. 10 og er byggð upp á sama hátt og á þingunum 2009 og 2011, þ.e. byggð á skýrslum sem löndin hafa skilað til Norrænu ráðherranefndarinnar. Sendar voru út fjórar spurningar til landanna og sjálfstjórnarsvæðanna og ætla ég nú að gera grein fyrir því helsta. Rétt er taka fram í upphafi að ég nefni einungis fá af þeim dæmum sem er að finna í skýrslunni sjálfri. Fyrsta spurningin snýr að málskilningi og tungumálakunnáttu. Þar er fyrst að nefna varðandi framkvæmd á norrænum vettvangi að meginhluti þeirra fjármuna sem ráðherranefndin um menntun og rannsóknir hefur til ráðstöfunar er eyrnamerktur svonefndri Áætlun fyrir tungumálanámskeið. Helstu þættir þeirrar áætlunar eru: Nordkurs, Nordspråk, Norrænu perlurnar og Nordisk sprogpiloter. Um framkvæmd í löndunum er það að segja að í greinargerðum landanna Færeyja, Grænlands og Álandseyja kemur fram að kunnáttumarkmið sem tengjast Norðurlöndunum eru komin inn í námskrár og kennsluáætlanir í fögunum dönsku, færeysku, norsku og sænsku. Önnur spurning var um samhliða tungumálanotkun. Hvað varðar framkvæmdina á norrænum vettvangi er það að segja að norræna samstarfsnetið um samhliða tungumálanotkun er fjármagnað með styrk frá Tungumálaáætlun Nordplus og háskólunum sem aðild eiga að samstarfsnetinu. Unnin hefur verið skýrsla um hvert land þar sem meðal annars er fjallað um málstefnu háskólanna og það hvernig unnið er með samhliða notkun ensku og norrænu tungumálanna. Um framkvæmdina í löndunum er það að segja að áætlunargerð, framkvæmd og þróun starfsaðferða í tengslum við samhliða tungumálanotkun á háskólastigi er í höndum menntastofnananna sjálfra. Þriðja spurningin varðaði tungumálafjölda og fjöltyngi. Hér má nefna á norrænum vettvangi að árið 2011 hélt samstarfsnet málnefnda á Norðurlöndum námsstefnu um táknmál á Norðurlöndum og var tilgangurinn að mynda norrænt samstarfsnet um það mál. Hvað viðkemur framkvæmd í löndunum má nefna Norrænu fag- og þekkingarmiðstöðina fyrir Sama sem er samstarfsverkefni samíska þingmannaráðsins og Sama-þinganna í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Að lokum er það spurning um skýr skilaboð, þ.e. spurning sem sneri að því hvernig best væri að tryggja að ríkisstjórnir landanna og hið opinbera sendi þegnum sínum skýr skilaboð. Þar hefur líka verið unnin heilmikil vinna sem mun örugglega gagnast bæði þegnunum og hinu opinbera því að miklu skiptir að skilaboðin séu skýr.

Skandinavisk oversettelse

Fru præsident. Jeg vil fremlægge den tredje rapport om opfølgning på sprogdeklarationen. Den 1. november 2006 vedtog Nordisk Ministerråd for uddannelse og forskning en deklaration om nordisk sprogpolitik, til daglig kaldet Sprogdeklarationen. En nordisk sprogpolitik bør tilstræbe at alle nordboer kan læse og skrive det eller de sprog, som fungerer som samfundsbærende i det område, hvor de bor; at alle nordboere kan kommunikere med hinanden først og fremmest på et skandinavisk sprog; at alle nordboere har grundlæggende kundskaber om sproglige rettigheder i Norden og om sprogsituationen i Norden; at alle nordboere har meget gode kundskaber i mindst et sprog med international rækkevidde og gode kundskaber i yderligere et fremmedsprog, samt at alle nordboere har almene kundskaber om, hvad sproget er, og hvordan det fungerer. I Sprogdeklarationen nævnes fire spørgsmål, som de nordiske kultur- og undervisningsministrene vil arbejde med for at nå disse mål: For det første sprogforståelse og sprogkundskab; for det andet parallelsproglighed; for det tredje mangesprogethed og flersprogethed og for det fjerde Norden som sproglig foregangsregion. Deklarationen om nordisk sprogpolitik er ikke juridisk bindende, og prioriteringer og finansieringen af tiltagene kan variere mellem de nordiske lande, heriblandt Færøerne, Grønland og Åland. Alle har de dog til fælles, at grokraften er stor på sprogområdet. I 2008 blev det besluttet, at nordisk sprogsamarbejde skulle prioritere børn og unges forståelse af dansk, norsk og svensk. Denne prioritering gælder fortsat, og fra og med 2014 bliver der fokuseret på mundtlig forståelse. Det har nemlig vist sig, at mundtlig forståelse er den sværeste nød at knække for nordboer. Måske vil netop denne prioritering puste nyt liv i det nordiske sprogfællesskab. Embedsmandskomitéen for uddannelse og forskning besluttede i 2012, at et af tre prioritetsområder i sprogsamarbejdet fremover skulle være at nærmere undersøge hvorvidt nordiske initiativer kunne støtte opfølgningen af Sprogdeklarationen på nationalt niveau. 

Nærværende rapport er sessionsdokument nr. 10, og den er sat op på samme måde som foregående sessionsrapporter fra henholdsvis 2009 og 2011, dvs. at den bygger på de nationale rapporter, som Nordisk Ministerråd har modtaget. Fire spørgsmål blev sendt ud til landene og selvstyreområderne, hvor jeg vil redegøre for hovedpunkterne. Indledningsvis bør det nævnes, at jeg blot kommer ind på få af de eksempler, der nævnes i selve rapporten. Det første spørgsmål vedrører sprogforståelse og sprogkundskaber. Først bør det nævnes vedrørende opfølgningen på nordisk niveau, at hovedparten af de midler, som ministerrådet for uddannelse og forskning har til rådighed, er øremærket det såkaldte Program for sprogkurser. Planen består hovedsageligt af: Nordkurs, Nordspråk, De nordiske Perler og Nordiske sprogpiloter. Hvad angår opfølgning på nationalt niveau, kan det nævnes, at i rapporterne fra landene, herunder Færøerne, Grønland og Åland, fremgår det, at det nordiske perspektiv er skrevet ind som kompetencemål i læseplaner og kursusplaner for fagene dansk, færøsk, norsk og svensk. Andet spørgsmål handlede om parallelsproglighed. Hvad angår opfølgning på nordisk niveau, så kan jeg nævne, at det nordiske samarbejdsnetværk om parallel sproglighed finansieres af Nordplus Nordiske Språk og de universiteter, der deltager i samarbejdsnetværket. Der er udarbejdet landerapporter, hvor man blandt andet omtaler universiteternes sprogpolitik, og hvordan man arbejder med parallelt brug af engelsk og de nordiske sprog. Hvad gælder opfølgning på nationalt niveau, så kan det oplyses, at planlægning, gennemførelse og udvikling af arbejdsmetoder i forbindelse med parallelt sprogbrug på universitetsniveau varetages af uddannelsesinstitutionerne selv. Det tredje spørgsmål handlede om mangesprogethed og flersprogethed. Her kan det nævnes på nordisk niveau, at netværket for sprognævnene i Norden i 2011 arrangerede et seminar om tegnsprogene i Norden, hvor formålet var at etablere et nordisk tegnsprogsnetværk. Hvad angår opfølgning på nationalt niveau, så kan jeg nævne Nordisk samisk fag- og ressourcecenter, som er et samarbejdsprojekt mellem Samisk Parlamentarisk Råd og Sametingene i Finland, Norge og Sverige. Til sidst var der et spørgsmål om klarsprog, dvs. et spørgsmål om, hvordan man bedst sikrer at regeringer og offentlige myndigheder henvender sig til borgerne i et klart og forståelig sprog. Her er der også udført et omfattende arbejde, som givetvis vil gavne både den enkelte borger og det offentlige, da klarsprog er af stor betydning.