Illugi Gunnarsson (Svar på replik)

Tietoja

Speech type
Vastauspuheenvuoroon annettu vastaus
Speech number
133
Date

Frú forseti. Takk fyrir þessa athugasemd. Það er auðvitað hárrétt að miklu máli skiptir að allar upplýsingar berist í tæka tíð, að tími sé til að þýða þannig að þeir sem taka þátt í umræðunum séu fyllilega upplýstir um það efni sem liggur fyrir. Ég get sagt það sem Íslendingur að þó íslenskan sé auðvitað náskyld þeim tungumálum sem töluð eru í Skandinavíu getur samt sem áður verið bagalegt að lesa skjöl og pappíra þar sem til dæmis er um að ræða fagtungumál, þar sem eru mörg fagorð sem geta reynst flókin viðureignar. Þá skiptir máli, ég tek undir það með fyrirspyrjanda, að öll skjöl hafi borist í tæka tíð til að hægt sé að tryggja að þau séu vel og rétt þýdd þannig að hægt sé að taka þátt í umræðunni með merkingarbærum hætti.

Skandinavisk oversettelse

Fru præsident. Tak for denne bemærkning. Det er selvfølgelig helt korrekt, at det er af stor betydning, at alle oplysninger når frem i tide, at der afsættes tid, til at de kan blive oversat på en sådan måde, at de, som deltager i debatten, er fuldt oplyste om det emne, der diskuteres. Som islænding må jeg sige, at til trods for, at islandsk er nært beslægtet med de sprog, der tales i Skandinavien, kan det være anstrengende at læse dokumenter og baggrundsmateriale, hvor der for eksempel er tale om et fagsprog, hvor mange fagudtryk kan være svære at dechifrere. Da er det vigtigt – og det er jeg enig med spørger i – at alle dokumenter når frem i god tid for dermed at sikre, at de kan blive oversat forsvarligt og korrekt, således at man kan deltage i debatten på en meningsfuld måde.