Gunnar Bragi Sveinsson (Hovedindlæg)

Tietoja

Speech type
Varsinainen puheenvuoro
Speech number
224
Speaker role
Islands udenrigsminister
Date

Forseti, samstarfsfélagar, fulltrúar Norðurlandaráðs. Samstarf og samráð utanríkisráðherra Norðurlandanna um utanríkis- og öryggismál er í nokkuð föstum skorðum. Haldnir eru þrír reglulegir fundir á ári hverju að vori til í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Á þessu ári héldum við að auki sameiginlegan fund með varnarmálaráðherrunum ásamt því að utanríkisráðherrarnir hittust á aukafundi á Íslandi í febrúar.

Grannríkjasamstarfið gegnir lykilhlutverki í norrænu samstarfi, þar með talið starf innan svæðisráðanna, Norðurskautsráðsins, Eystrasaltsráðsins og Barentsráðsins. Samstarf okkar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna er einnig ákaflega mikilvægt. Ég fjalla síðar um grannsvæðin og Sameinuðu þjóðirnar en vil leyfa mér að beina athyglinni fyrst og fremst að þeim alvarlegu átökum sem varpað hafa skugga á störf okkar á þessu ári, það er Úkraínu/Rússlands-málið og framferði ISIS í Írak og Sýrlandi.

Þegar Rússland innlimaði Krímskaga í mars síðastliðnum og fór í kjölfarið að grafa undan stöðugleika og fullveldi Úkraínu, meðal annars með hernaðaríhlutunum, urðu kaflaskil í sögu Evrópu. Þeim kafla hefði betur verið sleppt. Norrænu ríkin hafa á grundvelli þjóðaréttar fordæmt þessa innlimun. Sjálfstæði og friðhelgi landamæra Úkraínu verður að virða ófrávíkjanlega. Við styðjum Úkraínu pólitískt, efnahagslega og félagslega sameiginlega og hvert í sínu lagi og í alþjóðastofnunum á borð við Sameinuðu þjóðirnar og Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu. Í samskiptum okkar við úkraínsk stjórnvöld höfum við lagt áherslu á að virða skuli lýðræðisleg réttindi og meginreglur. Úkraína þarfnast stuðnings okkar við að koma á þeim nauðsynlegu pólitísku og efnahagslegu umbótum sem Úkraínumenn sækjast eftir og eiga skilið. Þrátt fyrir mismunandi hagsmuni, pólitíska og efnahagslega, hafa öll norrænu ríkin stutt þvingunaraðgerðir Evrópusambandsins gagnvart Rússlandi með hliðsjón af grundvallarsjónarmiðum í utanríkis- og varnarmálum. Við viljum eiga víðtækt og uppbyggilegt samstarf við Rússland, bæði innan Evrópu og í alþjóðasamstarfi, en það er erfitt við núverandi aðstæður. Meginreglurnar í samskiptum ríkja verður að virða og við getum ekki samþykkt framferði Rússa í Úkraínu með þögninni.

Virðulegi forseti. Hryðjuverkasamtökin ISIS eru ógn og ekki aðeins í Sýrlandi, Írak og Miðausturlöndum heldur um allan heim. Við styðjum alþjóðlegar aðgerðir sem beinast gegn þessum öfgasinnuðu ofstækismönnum sem nota hryllilegar aðferðir sem eiga sér vart sinn líka. Við styðjum baráttuna gegn ISIS með mismunandi hætti en af sömu grundvallarástæðum. Við getum ekki staðið hjá þegar þjóðaréttur, mannúðarréttur og mannréttindi eru fótum troðin. Ekki má þó gleymast að ISIS kom fram á sjónarsviðið í kjölfar grimmilegs stríðs og sífelldra brota ríkisstjórnar Assads forseta gegn þjóð sinni og vegna þess að ríkisstjórn Íraks hefur ekki borið gæfu til að hafa innanborðs fulltrúa allra stjórnmálaaflanna. En nú er ný ríkisstjórn tekin við völdum í Írak og við höfum öll svarað ákalli þeirrar ríkisstjórnar til alþjóðasamfélagsins um að leggja þeim lið í baráttunni gegn ISIS. Við vonumst enn eftir pólitískum friðarumleitunum í Sýrlandi samhliða aðgerðum á hernaðarsviðinu í þeim tilgangi að finna lausn á átökum og hinum sívaxandi mannlegu hörmungum sem eiga sér þar stað.

Forseti. Við höfum komið upp traustum lagaramma fyrir friðsamlegt og traust samstarf á norðurslóðum. Innan Norðurskautsráðsins á sér stað samstarf um mikilsverð málefni sem varða norrænu ríkin ekki aðeins af sjónarhóli heimskautsins heldur einnig í alþjóðlegu samhengi, t.d. á sviði loftslagsbreytinga og sjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda. Við leggjum einnig áherslu á þátttöku frumbyggjanna og að þarfir þeirra séu hafðar í fyrirrúmi. Á formennskutímabili Finnlands í Eystrasaltsráðinu árin 2013 og 2014 er lögð sérstök áhersla á að samræma og auka skilvirkni svæðasamstarfsins á norðurslóðum.

Forseti. Undanfarin ár hefur athyglisverð dýpkun átt sér stað í samstarfi Norðurlandanna á vettvangi öryggis- og varnarmála en þar leikur Stoltenberg-skýrslan stórt hlutverk. Í febrúar á þessu ári hittust utanríkis- og varnarmálaráðherrar norrænu ríkjanna á Íslandi í tilefni þess að Svíþjóð og Finnland tóku í fyrsta sinn þátt í æfingum í tengslum við loftrýmiseftirlit Atlantshafsbandalagsins í lofthelgi Íslands og við Íslendingar kunnum sérstaklega að meta þetta. Varnarmálaráðherra Noregs mun fjalla um þetta í skýrslu sinni og því fer ég ekki nánar út í það.

Aukafundi utanríkisráðherranna í Reykjavík lauk með sameiginlegri yfirlýsingu um að efla og dýpka samstarfið í utanríkis- og öryggismálum, meðal annars með tilliti til áhættustjórnunar, starfsemi innan alþjóðastofnana, loftslagsmála, sjálfbærrar þróunar, heimskautsmála og netöryggismála. Mikilvægt er að styrkja samstarfsfleti í marghliða samstarfi. En það hefur ekki aðeins orðið þróun í dýpt samstarfsins heldur einnig í breidd þess. Norrænu ríkin hafa öfluga stöðu sem hópur innan alþjóðastofnana, ekki síst innan Sameinuðu þjóðanna en þar byggist samstarf okkar á langri hefð og sameiginleg gildi okkar, afstaða og forgangsröðun hefur vakið athygli og jafnvel aðdáun.

Fundir okkar með utanríkisráðherrum annarra landa auka enn vægi samstarfs okkar. Á meðan á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York stóð nú í september funduðum við til dæmis með utanríkisráðherra Suður-Kóreu. Einnig funduðum við með utanríkisráðherrum frá Caricom, þ.e. löndum í Karíbahafinu, en það er nánast orðin árleg hefð. Við leggjum einnig mikla áherslu á náin og góð tengsl okkar við Eystrasaltsríkin í hinu svokallað NB8-samstarfi og við núverandi aðstæður í Evrópu öðlast þetta samstarf nýja og mikilvæga vídd. NB8-hópurinn á einnig í samvinnu við þriðju ríki og þannig hittust utanríkisráðherrar NB8-landanna og Visegrad-landanna í annað sinn í mars síðastliðnum í Narva í Eistlandi til að ræða meðal annars utanríkis- og öryggismál ásamt orkuöflun. Þriðji fundurinn er fyrirhugaður árið 2015.

Á þessu ári hafa þar að auki verið haldnir fundir ráðherra NB8-landanna og Japans, fundur utanríkisráðherra í Nýju-Dehlí og forsætisráðherrafundur í Mílanó. Báðir fundirnir eru haldnir í tengslum við ASEM-fundina.

Fyrir rúmu ári var haldinn fundur Obama forseta og norrænu forsætisráðherranna í Stokkhólmi, eins og allir vita, og þá hófst öryggispólitískt samráð milli norrænu ríkjanna og Bandaríkjanna. Friðargæsla Sameinuðu þjóðanna og fyrirbyggjandi aðgerðir gegn átökum, innleiðing ályktunar öryggisráðsins nr. 1325, um konur, frið og öryggi, ásamt kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi, eru meðal þeirra verkefna sem fjallað er um. Við metum mikils það tækifæri sem þessi vettvangur veitir okkur til að ræða mál er varða sameiginleg áhersluatriði okkar við mjög mikilvægan samstarfsaðila.

Forseti. Hið norræna sendiráðsstarf hefur reynst vel sem og samstarf við Eystrasaltsríkin þrjú og nú þegar fyrirfinnast yfir fjörutíu dæmi um samnýtingu húsnæðis sem á sinn þátt í öflugri diplómatískri nærveru og auknu samstarfi innan þessara ríkja.

Að lokum vil ég þakka samstarfsfélögum mínum fyrir gott og uppbyggilegt samstarf.

Skandinavisk oversettelse

Præsident, kollegaer, medlemmer af Nordisk Råd. De nordiske udenrigsministres samarbejde og samråd om udenrigs- og forsvarspolitik har temmeligt faste rammer. Der holdes tre ordinære møder hvert år, om foråret i forbindelse med FN's generalforsamling og i forbindelsen med Nordisk Råds sessioner. I år holdt vi et ekstraordinært fællesmøde med forsvarsministrene, og desuden mødtes udenrigsministrene til et ekstramøde i Island i februar.

Nabosamarbejdet spiller en vigtig rolle i det nordiske samarbejde, herunder arbejdet i de regionale råd: Arktisk Råd, Baltisk Råd og Barentsrådet. Vores samarbejde i FN’s regi er også særdeles vigtigt. Jeg vil senere komme ind på nærområderne og FN, men først vil jeg tillade mig at fokusere på de alvorlige konflikter, der har kastet en skygge over vores arbejde i år, det vil sige forholdet mellem Ukraine og Rusland og ISIS' fremfærd i Irak og Syrien.

Da Rusland annekterede Krimhalvøen i marts i år og gik i gang med at undergrave Ukraines stabilitet og suverænitet, blandt andet med militær intervention, da blev et nyt kapitel markeret i Europas historie. Et kapitel vi godt kunne have været foruden. De nordiske lande har kritiseret annekteringen på et folkeretsligt grundlag. Ukraines selvstændighed og landegrænser kan ikke krænkes. Vi yder en politisk, økonomisk og samfundsmæssig støtte til Ukraine, både i fællesskab og hver for sig, samt inden for internationale organisationer såsom FN og Organisationen for Sikkerhed og Samarbejde i Europa. Vi har overfor den ukrainske regering lagt vægt på respekten for demokratiske rettigheder og principper. Ukraine har brug for vores støtte for at kunne gennemføre de nødvendige politiske og økonomiske reformer som ukrainerne efterstræber og fortjener. Til trods for forskellige interesser, politiske såvel som økonomiske, har samtlige nordiske lande støttet EU-sanktionerne mod Rusland, der bygger på udenrigs- og forsvarspolitiske grundprincipper. Vi ønsker et omfattende og konstruktivt samarbejde med Rusland, både europæisk og globalt, men det er vanskeligt under nuværende forhold. Principperne i mellemstatslige forhold bør respekteres og vi kan ikke stiltiende acceptere Ruslands fremfærd i Ukraine.

Ærede præsident. Terrororganisationen ISIS er en trussel, ikke blot i Syrien, Irak og Mellemøsten men globalt. Vi støtter internationale initiativer, der er rettet mod disse ekstremistiske fanatikere, der benytter sig af frygtelige metoder som næppe kender sin mage. Vi støtter kampen mod ISIS på forskellige måder af samme grundlæggende årsager. Vi kan ikke undlade at agere når folkeretten, den humanitære folkeret og menneskerettighederne bliver nedtrampet. Man må dog ikke glemme at ISIS opstod på grund af en grusom krig og præsident Assads regimes gentagne forbrydelser mod folket, og at det ikke lykkedes Iraks regering at involvere repræsentanter fra samtlige politiske bevægelser. Men nu er en ny regering kommet til magten i Irak, og vi har allesammen reageret på denne regerings anmodning til det internationale samfund om hjælp i kampen mod ISIS. Vi håber på at politiske fredsforhandlinger i Syrien vil gå hånd i hånd med militære aktioner med henblik på at finde en løsning på konflikter og den voksende humanitære krise der finder sted.

Præsident. Vi har skabt en solid juridisk ramme for et fredeligt og stabilt samarbejde i de nordlige egne. I Arktisk Råd samarbejdes om vigtige emner, der berører nordiske stater, ikke blot med udgangspunkt i de arktiske områder men også globalt, for eksempel når det gælder klimaændringer og bæredygtig udnyttelse af naturressourcerne. Vi lægger også vægt på urbefolkningernes aktive deltagelse, og at der fokuseres på deres behov. Under det finske formandskab for Østersørådet i 2013 og 2014 er der blevet lagt særlig vægt på at samordne og øge effektiviteten i det regionale samarbejde i de nordlige egne.

Præsident. I det seneste år er det nordiske samarbejde om sikkerheds- og forsvarspolitik blevet fordybet, hvor Stoltenberg-rapporten har spillet en stor rolle. I februar i år mødtes de nordiske udenrigs- og forsvarsministerier i Island, i anledning af at Sverige og Finland deltog for første gang i øvelser i forbindelser med Atlantpagtens overvågning af Islands luftrum, noget vi i Island værdsætter højt. Norges forsvarsminister vil gøre rede for dette og derfor går jeg ikke nærmere ind på det.

Udenrigsministrenes ekstramøde i Reykjavik afsluttede med en fælles erklæring om at styrke og fordybe udenrigs- og forsvarssamarbejdet, blandt andet med udgangspunkt i krisestyring, arbejde i internationale organisationer, klima, bæredygtig udvikling, arktiske anliggender og netsikkerhed. Det er vigtigt at styrke samarbejdsfladerne i et flersidigt samarbejde. Men det kræver at vi ikke blot udvider samarbejdet i dybden men også i bredden. Norden står stærkt som en gruppe i internationale organisationer, ikke mindst i FN’s regi, hvor vores samarbejde bygger på en lang tradition, og vores fællesværdier, holdninger og prioriteringer vækker opmærksomhed og sågar beundring.

Vores møder med andre landes udenrigsministre øger vægten af vores samarbejde yderligere. I forbindelse med FN's generalforsamling i New York i september mødtes vi med Sydkoreas udenrigsminister. Vi mødtes også med udenrigsministrene fra CARICOM, det vil sige landene i Det Caribiske Hav, noget der nærmest har udviklet sig til en årlig tradition. Vi lægger også stor vægt på tætte og gode forbindelser med de baltiske lande inden for det såkaldte NB8-samarbejde, hvor den nuværende situation i Europa har givet arbejdet en ny og vigtig dimension. NB8-gruppen samarbejder også med tredje stater og således mødtes NB8-landenes udenrigsministre for anden gang med kollegerne fra Visegrad-landene i marts i år i Narva i Estland, hvor man blandt andet drøftede udenrigs- og forsvarspolitik samt energiforsyning. Et tredje møde er planlagt i 2015.

I år har NB8-landenes ministre også mødtes med deres japanske kollega, udenrigsministrene mødtes i New Delhi og der har været et statsministermøde i Milano. Begge møder blev holdt i forbindelse med ASEM-møderne.

For lidt over et år siden mødtes, som alle ved, præsident Obama med de nordiske statsministre i Stockholm, hvilket markerede starten på et sikkerhedspolitisk samråd mellem Norden og USA. De Forenede Nationers fredsbevarende arbejde og konfliktforebyggende indsatser, implementeringen af Sikkerhedsrådets resolution nr. 1325 om kvinder, fred og sikkerhed samt seksuel og kønsrelateret vold, var blandt de emner, der blev diskuteret. Vi værdsætter højt de muligheder som dette forum giver os for at drøfte sager, der vedrører vores fælles prioriteringer, med en så magtfuld en samarbejdspartner.

Præsident. Det nordiske ambassadesamarbejde har fungeret godt såvel som samarbejdet med de tre baltiske lande, og allerede nu har vi mere en 40 eksempler på fælles benyttelse af lokaler, hvilket er med til at skabe en dynamisk diplomatisk præsentation og øget samarbejde i vedkommende lande.

Afslutningsvis vil jeg takke mine kolleger for et godt og konstruktivt samarbejde.