Höskuldur Þórhallsson (Hovedindlæg)

Tietoja

Speech type
Varsinainen puheenvuoro
Speech number
409
Speaker role
Midtergruppen
Date

Virðulegi forseti. Kæru norrænu vinir. Ég vil byrja á því að þakka traustið sem þið hafið sýnt mér og varaforseta Guðbjarti Hannessyni. Það er okkur mikill heiður að leiða starf Norðurlandaráðs á næsta ári. Ég vil líka segja að vinur minn Steingrímur J. Sigfússon hefði orðið frábær forseti og ég vonast til góðs samstarfs við VSG-grúppuna eins og við allar aðrar grúppur.

Áform okkar á næsta ári miða að því að halda áfram því góða starfi sem unnið hefur verið í Norðurlandaráði á síðastliðnum árum, auk þess að horfa til þeirra þátta sem norræna ráðherranefndin hefur lagt áherslu á.

Áætlun hinnar íslensku formennsku árið 2015 byggir því á formennskuáætlun Noregs árið 2013 og Svíþjóðar árið 2014 og hefur tengingar við áherslur í formennskuáætlun Íslands í norrænu ráðherranefndinni árið 2014 og Danmerkur árið 2015.

Aðalatriðið í íslensku formennskuáætluninni í Norðurlandaráði árið 2015 er að við viljum horfa til framtíðar og stuðla að því að búa börnunum okkar, öllum íbúum og fyrirtækjum Norðurlanda sem best skilyrði. Því höfum við gefið áætluninni yfirskriftina Framtíð Norðurlandanna, eða Nordens Fremtid á skandinavísku. Sú framtíðarsýn er líka í takti við efni þessa vel heppnaða leiðtogafundar norrænu forsætisráðherranna og stjórnarleiðtoganna sem fór fram hér síðastliðinn þriðjudag.

Formennskuáætlun Íslands hefur þrjú áherslusvið sem eru og munu verða mikilvæg fyrir norræn samfélög og stöðu Norðurlanda í samfélagi þjóðanna. Þau eru alþjóðlegt samfélag, velferðarsamfélag og borgaralegt samfélag.

Varðandi alþjóðlega samfélagið þá hefur umfjöllun Norðurlandaráðs um utanríkismál aukist á síðustu árum og skipar mikilvægan sess á þingfundum ráðsins eins og glöggt mátti sjá í gær. Norðurlandaráð, undir forustu Svía árið 2014, hefur talað skýru máli um atburði á nærsvæði Norðurlanda, meðal annars í yfirlýsingu þingfunda ráðsins á Akureyri vorið 2014. Einnig hefur umfjöllun Norðurlandaráðs um öryggismál aukist til muna eftir tilkomu Stoltenbergs-skýrslunnar árið 2009 og áherslu Norðurlandaráðs á málaflokkinn undir forustu Norðmanna árið 2013, bæði á vorfundi ráðsins í Stokkhólmi það ár sem og á hringborðsráðstefnum um varnarmál í Helsinki og Ósló árin 2013 og 2014.

Að auki má færa fyrir því rök að utanríkis-, öryggis- og varnarmál hafi verið í aðalhlutverki á þessu Norðurlandaráðsþingi. Staða mála í Úkraínu, tillaga um að viðurkenna sjálfstæði Palestínu og umræður í tengslum við gestafyrirlesara þingsins, Thorvald Stoltenberg, hafa gert það að verkum. Að auki hefur verið lögð fram tillaga um að laga skipulag Norðurlandaráðs að breyttum aðstæðum í utanríkis- og öryggismálum sem fjallað verður um í forsætisnefnd á næsta ári. Í stuttu máli má segja að markmið íslensku formennskunnar sé að halda áfram á sömu braut, sem fetuð hefur verið síðustu ár, til að stuðla að stöðugleika og lýðræðisþróun á nærsvæðum Norðurlanda til framtíðar.

Norðurslóðir hafa skipað æ stærri sess í starfi Norðurlandaráðs á síðustu áratugum. Á sjöunda áratug síðustu aldar beindist athyglin að heilbrigðismálum, á níunda áratugnum að siglingum og mengun sjávar og á tíunda áratugnum að umhverfismálum og öryggismálum. Þá átti Norðurlandaráð stóran þátt í að koma á fót þingmannaráðstefnunni um norðurskautsmál sem síðan leiddi af sér stofnun norðurskautsráðsins.

Markmið íslensku formennskunnar er að halda áfram því starfi sem unnið hefur verið á þessari öld varðandi umhverfismál, loftslagsbreytingar, efnahagsmál, samfélagsmál og öryggismál, meðal annars í tengslum við formennskuáætlun Dana í Norðurlandaráði árið 2011, og vorþingfund ráðsins í Reykjavík árið 2012.

Markmið íslensku formennskunnar er einnig að stuðla að umfjöllun um málefni Vestur-Norðurlanda í Norðurlandaráði og kanna samstarfsmöguleika við granna í vestri, meðal annars vegna þeirra ríku norrænu hagsmuna sem felast í öryggis- og umhverfismálum þess svæðis, sem hafa aukist og munu aukast í framtíðinni.

Verslun tengir lönd og þjóðir. Upphaf Evrópusambandsins, sem nú hefur öðlast meiri pólitíska vídd, má rekja til fríverslunar milli hóps evrópskra landa sem síðan hefur farið stækkandi. Samband Norðurlanda við önnur lönd og samstarf Norðurlandaráðs við aðila utan Norðurlanda er tengt við verslun Norðurlanda við þessi lönd.

Markmið íslensku formennskunnar er að stuðla að því að vorþingfundur Norðurlandaráðs árið 2015, með sérstaka áherslu á verslun, skapi sem bestan grundvöll til að marka áherslu Norðurlandaráðs í þessum efnum með framtíð norrænna samfélaga í huga.

Annar þáttur þessarar formennskuáætlunar snýr að velferðarsamfélaginu. Íslenska formennskan fagnar áherslu norrænu ráðherranefndarinnar á sjálfbæra norræna velferð og gerð Könberg-skýrslunnar. Stór hluti af útgjöldum velferðarsamfélagsins fer til heilbrigðismála og er vel að heilbrigðisráðherrarnir hafi nú þegar tekið ákvörðun um að fylgja eftir 5 af 14 tillögum Könberg-skýrslunnar.

Íslenska formennskan fagnar því einnig að heilbrigðisráðherrarnir hafi falið framkvæmdastjóra norrænu ráðherranefndarinnar, í tilefni ebólu-faraldursins, að kanna hvort samhæfa megi aðgerðir Norðurlandanna í því skyni að koma í veg fyrir smithættu, veita aðgang að tækjum og meðferð og samræma norrænar varúðarráðstafanir við sjúkraflutninga.

Okkur er einnig umhugað um börnin okkar og þess vegna beinum við sjónum að lýðheilsu og heilbrigðismálum framtíðarinnar. Á síðustu áratugum hefur þróunin verið sú að langvinnir ósmitnæmir sjúkdómar, á borð við hjarta- og æðasjúkdóma, langvinna lungnasjúkdóma, krabbamein og sykursýki, eru nú orðnir orsök flestra dauðsfalla í heiminum. Helstu áhættuþættir langvinnra sjúkdóma eru tóbaksreykingar, óheilsusamlegt mataræði, hreyfingarleysi og misnotkun áfengis. Ef litið er 25 ár fram í tímann til ársins 2040 er ljóst að sporna þarf við þessari þróun. Langvinnir sjúkdómar eru ekki aðeins ógn við heilbrigði heldur líka við efnahag samfélaga ef dánartíðni heldur áfram að hækka og lægra hlutfall vinnufærra íbúa leiðir til minni framleiðni.

Markmið íslensku formennskunnar er að huga að þróun lýðheilsu á Norðurlöndum til lengri tíma og kanna hvað hægt er að gera frekar sameiginlega á norrænum vettvangi til að sporna við þessari þróun.

Þriðji þáttur formennskuáætlunarinnar snýr að hinu borgaralega samfélagi. Íslenska formennskan lítur svo á að tímabært sé að Norðurlandaráð gefi norrænum félagasamtökum meiri gaum. Norrænt samstarf nýtur stuðnings yfirgnæfandi meirihluta almennings á Norðurlöndum. Við þurfum hins vegar að minna okkur á að lýðræðið, sem er eitt okkar helstu gilda, og norræn samvinna hvílir á grundvelli öflugs borgaralegs samfélags, þar á meðal öflugra norrænna félagasamtaka.

Á árinu 2015 er 50 ára afmæli Sambands norrænu félaganna. Íslenska formennskan í Norðurlandaráði vill af því tilefni fjalla um tengsl norrænu félaganna og Norðurlandaráðs og kanna hvort unnt sé að auka vægi norrænu félaganna í umsögnum fyrir þingmál Norðurlandaráðs. Markmiðið með því er að stuðla að áframhaldandi öflugri starfsemi norrænu félaganna og annarra norrænna félagasamtaka á næstu áratugum.

Hagur almennings og fyrirtækja á Norðurlöndum ræðst líka af því hversu mikið umfang stjórnsýsluhindrana er milli Norðurlanda. Vettvangurinn um afnám stjórnsýsluhindrana og stjórnsýsluhindranaráð hafa unnið mikilvægt starf á síðastliðnum árum. Íslenska formennskan í Norðurlandaráði vill styðja við starf stjórnsýsluhindranaráðsins og fylgja eftir því starfi sem unnið hefur verið í Norðurlandaráði í þessum málaflokki.

Ástæða er til að veita stjórnsýsluhindrunum ungs fólks sérstaka athygli þar sem hreyfanleiki þess, vegna menntunar, starfsreynslu og vinnu, er mikilvægur til að stuðla að áframhaldandi tengslum almennings og fyrirtækja á Norðurlöndum þvert yfir landamæri, sem er grundvöllur norræns samstarfs til framtíðar.

Þá mun það að öllum líkindum líka falla í hlut íslensku formennskunnar að leiða umfjöllun ráðsins um tillögu um framkvæmd tilskipana Evrópusambandsins sem var til 1. umr. hér á þingfundinum síðastliðinn mánudag.

Kæru norrænu vinir. Kæru norrænu samstarfsfélagar. Ég vil að lokum þakka sænsku landsdeildinni, forseta Norðurlandaráðs, Hans Wallmark, og varforseta, Phiu Anderson, og síðast en ekki síst skrifstofu sænsku landsdeildarinnar og skrifstofu Norðurlandaráðs fyrir mjög vel heppnað Norðurlandaráðsþing hér í hausthlýindunum í Stokkhólmi.

Við í Íslandsdeild Norðurlandaráðs hlökkum til að taka á móti ykkur að ári í Reykjavík. Takk fyrir.

Skandinavisk oversettelse

Ærede præsident. Kære nordiske venner. Jeg vil begynde med at takke for den tillid, I har vist mig og vicepræsidenten, Guðbjartur Hannesson. Det er en stor ære at stå i spidsen for Nordisk Råds arbejde i det kommende år. Jeg vil også nævne at min ven, Steingrímur J. Sigfússon, ville være blevet en fantastisk præsident, og det er min forhåbning at vi får et godt samarbejde med Den Venstresocialistiske Grønne Gruppe, ligesom alle andre partigrupper.

Vores planer for det kommende år går ud på at fortsætte det gode arbejde, der er udført i Nordisk Råd i de seneste år, og se på elementer som Nordisk Ministerråd har lagt vægt på.

Det islandske formandskabsprogram for 2014 bygger på Norges formandskabsprogram fra 2013 og Sveriges program fra 2014, og er også knyttet til Islands prioriteringer i formandskabsprogrammet for Nordisk Ministerråd i 2014 og Danmarks program for 2015.

Det vigtigste i det islandske formandskabsprogram for Nordisk Råd i 2015 er at rette blikket mod fremtiden og være med til at skabe optimale vilkår for vores børn samt alle indbyggere og virksomheder i Norden. Derfor har vi givet programmet overskriften Framtíð Norðurlandanna, eller Nordens Fremtid på skandinavisk. Den fremtidsvision harmonerer også med det vellykkede topmøde med de nordiske statsministre her i tirsdags.

Islands formandsskabsprogram indeholder tre fokusområder, der er og bliver ved med at være vigtige for de nordiske samfund og Nordens position i verdenssamfundet. De er det internationale samfund, velfærdssamfundet og civilsamfundet.

Hvad angår det internationale samfund, så er den udenrigspolitiske debat i Nordisk Råd tiltaget i de seneste år, hvor den har fået en vigtig plads på rådets sessioner, hvilket vi så tydeligt i går. Nordisk Råd under svensk ledelse i 2014 udtrykte sig tydeligt om hændelser i Nordens nærområder, blandt andet rådets erklæring på temasessionen i Akureyri i foråret 2014. Derudover er Nordisk Råds sikkerhedspolitiske debat tiltaget betydeligt i kølvandet af Stoltenberg-rapporten, der udkom i 2009, og Nordisk Råds fokus på temaet under Norges præsidentskab i 2013, både på temasessionen i Stockholm i 2013 og under rundbordskonferencen om sikkerhedspolitik i Helsingfors og Oslo i henholdsvis 2013 og 2014.

Derudover kan man argumentere for at udenrigs-, sikkerheds- og forsvarspolitik har spillet hovedrollen på indeværende Nordisk Råds session. Dette skyldes situationen i Ukraine, forslaget om at anerkende Palæstinas selvstændighed og debatten knyttet til sessionens gæsteforelæser, Thorvald Stoltenberg. Derudover er der fremlagt et forslag om at tilpasse Nordisk Råds organisation til udenrigs- og sikkerhedspolitiske ændringer, hvilket vil blive behandlet i præsidiet i det kommende år. Kort sagt kan man sige at det islandske præsidentskab har som mål at fortsætte ad samme vej, som man har gjort i de foregående år, at bidrage til fremtidig stabilitet og demokratisk udvikling i Nordens nærområder.

Arktis har fået en stadig større vægt i Nordisk Råds arbejde i de seneste årtier. I 1960'erne fokuserede man på sundhedsområdet, i 1980'erne på skibstrafik og havforurening og i 1990'erne på miljø- og sikkerhedspolitik. Nordisk Råd spillede i sin tid en vigtig rolle i etableringen af Den permanente arktiske parlamentarikerkomité, som i sin tur førte til dannelsen af Arktisk Råd.

Det islandske præsidentskab har som mål at fortsætte det arbejde, der er udført i dette århundrede på områderne for miljø, klimaændringer, økonomi, samfund og sikkerhed, blandt andet i forbindelse med det danske præsidentskab i Nordisk Råd i 2011 og rådets temasession i Reykjavik i 2012.

Det islandske præsidentskab har også som mål at bidrage til at Nordisk Råd diskuterer vestnordiske anliggender, og undersøge muligheder for at samarbejde med naboerne i vest, blandt andet i lyset af de mange nordiske interesser, der er forbundet med regionens sikkerheds- og miljømæssige status, der har fået større vægt og får endnu større vægt fremover.

Handel forbinder lande og folk. EU har jo fået en stor politisk dimension, men oprindeligt handlede samarbejdet om frihandel mellem en gruppe europæiske lande, som efterhånden har vokset sig større. Nordens forhold til andre lande og Nordisk Råds samarbejde med partnere uden for Norden foregår i forbindelse med de nordiske landes handel med vedkommende lande.

Det islandske præsidentskab har som mål at medvirke til at Nordisk Råds temasession i 2015 lægger særlig vægt på handel for derved at skabe en optimal basis for at fremhæve Nordisk Råds fokus på dette område med tanke på de nordiske samfunds fremtid.

Formandskabsprogrammets anden del handler om velfærdssamfundet. Det islandske præsidentskab bifalder Nordisk Ministerråds fokus på bæredygtig nordisk velfærd og udarbejdelsen af Könberg-rapporten. En stor del af velfærdssystemets udgifter går til sundhedsområdet, og det er glædeligt at sundhedsministrene nu har taget en beslutning om at følge op på fem af Könberg-rapportens 14 anbefalinger.

Det islandske præsidentskab bifalder også at sundhedsministrene i anledning af ebolaepidemien har anmodet Nordisk Ministerråds generalsekretær om at undersøge, hvorvidt man kan koordinere de nordiske landes initiativer for at forhindre smittefare, øge tilgængelighed til udstyr og behandling og samordne nordiske forholdsregler i forbindelse med evakuering.

Vi er også optaget af vores børns tarv, og derfor fokuserer vi på folkesundheden og fremtidige sundhedsspørgsmål. I de foregående årtier har udviklingen været den, at ikke-smitsomme kroniske sygdomme såsom hjerte- og karsygdomme, kroniske lungesygdomme, kræft og diabetes er blevet hovedårsagen til dødsfald i verden. De vigtigste årsager til kroniske sygdomme er tobaksrygning, usunde spisevaner, mangel på motion og misbrug af alkohol. Ser vi 25 år ind i fremtiden, frem til 2040, står det klart at vi må modarbejde denne udvikling. Kroniske sygdomme er ikke blot en trussel mod sundheden, men også samfundsøkonomien hvis dødeligheden bliver ved med at stige og den arbejdsdygtige del af befolkningen mindsker med mindre produktivitet til følge.

Det islandske præsidentskab har som mål at se på udviklingen af folkesundheden i Norden på længere sigt, og undersøge hvad der kan gøres samlet på nordisk niveau for at dæmme op for denne udvikling.

Formandskabsprogrammets tredje del handler om civilsamfundet. Det islandske præsidentskab anser at tiden er inde til at Nordisk Råd bliver mere opmærksomt på civilsamfundet i Norden. Nordisk samarbejde er dybt forankret i det overvejende flertal af befolkningen i Norden. Vi må derimod huske os på at demokratiet, der er en af vores vigtigste værdier, og det nordiske samarbejde hviler på et fundament som udgøres af et dynamisk civilsamfund, deriblandt velfungerende nordiske organisationer.

I 2014 fejrer Foreningerne Nordens Forbund 50 års jubilæum. Det islandske præsidentskab i Nordisk Råd vil i den anledning se på forbindelsen mellem Foreningerne Norden og Nordisk Råd, herunder om hvor vidt man kan øge Foreningerne Nordens rolle i behandlingen af Nordisk Råds sessionssager. Målet er at bidrage til en fortsat dynamisk virksomhed hos Foreningerne Norden og andre nordiske organisationer i de kommende årtier.

Befolkningens og erhvervslivets interesser i Norden afgøres også af omfanget af grænsehindringer mellem de nordiske lande. Grænsehindringsforum og Grænsehindringsrådet har udført et vigtigt arbejde i de seneste år. Det islandske præsidentskab i Nordisk Råd vil støtte op om Grænsehindringsrådets arbejde og følge op på det arbejde, som Nordisk Råd har udført på dette område.

Der er grund til at være særligt opmærksom på unge menneskers grænsehindringer da mobilitet i forbindelse med uddannelse, erhvervspraktik og arbejde er særligt vigtig for at kunne bidrage til fortsat kontakt mellem de nordiske befolkninger og erhvervslivet på tværs af landegrænser, hvilket er grundlaget for fremtidens nordiske samarbejde.

Det bliver højst sandsynligt det islandske præsidentskabs lod at lede rådets behandling af forslaget om implementering af EU’s direktiver, der blevet drøftet for første gang her på sessionen i mandags.

Kære nordiske venner. Kære nordiske kolleger. Afslutningsvis ønsker jeg at takke den svenske delegation, præsidenten for Nordisk Råd, Hans Wallmark og vicepræsidenten Phia Anderson, og ikke mindst det svenske delegations sekretariat og Nordisk Råds sekretariat for en særdeles vellykket Nordisk Råds session i de lune efterårsdage i Stockholm.

Vi i Nordisk Råds islandske delegation glæder os til at tage imod jer om et år i Reykjavik. Tak.