Kristján Þór Júlíusson (Indlæg)
Tietoja
Forseti. Kæru þingfulltrúar.
Ég vil byrja á því að færa ykkur góðar kveðjur frá Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra sem átti ekki heimangengt vegna nýafstaðinna alþingiskosninga. Ég vil byrja mál mitt á því að því er stundum haldið fram að við Norðurlandabúar séum í raun ekki svo líkir hver öðrum. Margt greini norrænu þjóðirnar að innbyrðis; misjöfn og ólík lífsskilyrði gegnum aldirnar og einstök saga og reynsla hverrar þjóðar fyrir sig móti þjóðarsálina eða grundvallarafstöðu til lífsins og tilverunnar, sem síðan geri það að verkum að hagsmunir þjóðanna fara ekki endilega saman.
Þegar rætt er á þessum nótum er gjarnan vísað til ólíkrar afstöðu þjóðanna til NATO eða ESB þar sem Danir eru í báðum þessum bandalögum, Íslendingar og Norðmenn eingöngu í NATO og Finnar og Svíar eingöngu í ESB. Vissulega skiptir þetta allt máli en breytir þó ekki því að það sem treystir og viðheldur norrænu samstarfi er allt það sem er líkt með okkur Norðurlandabúum. Norrænt samstarf er sterkt í hugum Norðurlandabúa vegna þess að stoðir þess eru sterkar; stoðir sem byggja á sameiginlegri sögu, sameiginlegum menningararfi, sem styður við sérkenni hverrar þjóðar fyrir sig.
Ég ætla að nefna lítið frábært dæmi um norræna samvinnu og samþættingu sem byggir á upplýsingaöflun, úrvinnslu og miðlun upplýsinga. Þetta er ekki eitthvað sem gerðist í gær eða er að gerast í dag. Þetta gerðist fyrir 800 til 1000 árum. Það eru ekki ný sannindi að danska ríkið vilji hefja sig til vegs og virðingar meðal Evrópubúa. Þetta hóf Saxo Grammaticus, Saxi hinn málspaki, á sama tíma og Snorri Sturluson var uppi, eða um 1150. Allt frá þessum tíma, þar sem Snorri ritaði sitt mál á móðurmáli sínu, en Saxi hinn málspaki á latínu, hafa þessar þjóðir unnið saman. Í formála að sögu Danmerkur segir Saxi hinn málspaki, að norður í hafi, á þessum kletti við ysta haf, varðveiti menn og þekki sögur og greini sögur allra þjóðflokka í Skandinavíu. Þar var geymdur fjársjóður sögulegra heimilda sem var nýttur til þess verkefnis sem danska ríkið vildi hefja, að hefja sögu þess meðal Evrópuþjóða. Þarna byggði þetta verkefni á samskiptum, þekkingu og trausti. Skinn og blek í þá daga, lestur og svo miðlun upplýsinga eru uppspretta framfara.
Norrænu þjóðirnar eru vissulega auðugar af hefðbundnum náttúruauðlindum en það er fleira en verðmæti á borð við olíu og fisk sem skiptir máli í stóra samhenginu og skiptir miklu máli fyrir velsæld og hagvöxt landa. Það getur verið erfitt að mæla huglæga þætti með sömu mælikvörðum og aflann sem landað er eða olíuna sem dælt er úr jörðu. Það hefur hins vegar verið vitað í hundruð ára að gagnkvæmt traust, gott tengslanet og sameiginleg gildi skipta mjög miklu þegar velsæld þjóða er metin. Af þessum gæðum virðist ekki skortur á Norðurlöndunum þar sem ætla má að flestar forsendur séu fyrir hendi í þjóðfélagsgerðinni til þess að samfélagslegt traust sé á háu stigi. Traust milli manna og þjóða er viðkvæmt eins og náttúruauðlindir, það ávinnst oft á mjög löngum tíma en getur veikst eða glatast vegna atburða sem erfitt er að ráða við eða gjörða misviturra manna.
Traustið sem er einkennandi í samskiptum fólks, jafnt í hverju hinna norrænu ríkja sem og í samskiptum Norðurlandanna, er að sönnu verðmæt auðlind sem við eigum að standa vörð um og ekki taka sem sjálfsögðum hlut. Þetta traust varð meðal annars til þegar við opnuðum landamæri okkar og tókum meðvitaða stefnu um að búa til sameiginlegan norrænan markað fyrir vinnuafl og flæði á vörum og þjónustu. Þetta voru háleit markmið sem Norðurlöndin settu sér en þótt okkur hafi tekist að ná gríðarlega langt í þessum efnum hefur hart vaxandi samkeppni á hnattræna vísu orðið til að breyta landslaginu frá því sem var þegar lagt var upp í þessa vegferð. Í alþjóðlegri samkeppni hafa Norðurlöndin allt það sem þarf til til að geta orðið aðlaðandi markaðssvæði, þar sem fyrirtæki vilja hasla sér völl og einstaklingar vilja mennta sig og setjast að.
Ég vil að lokum segja: Skinn, blek, letur og miðlun upplýsinga dugðu þeim félögum vel fyrir þúsund árum, Snorra og Saxa gamla. Nútíminn krefst annarra verkfæra og vinnubragða en í grundvallaratriðum eru öll þau sömu nýtt enn í dag. Miðlun upplýsinga, skoðanaskipti og traust á milli aðila eru uppspretta mikilla framfara.
Kærar þakkir.
Skandinavisk oversættelse
Præsident. Kære parlamentarikere. Indledningsvis vil jeg bringe jer en hilsen fra statsminister Bjarni Benediktsson, som ikke kunne rejse hjemmefra på grund af det netop overståede parlamentsvalg. Engang imellem møder vi den påstand, at vi ikke ligner hinanden så meget her i Norden. At meget adskiller nordboer fra hinanden; forskellige og ulige levevilkår op gennem århundrederne, og hver enkelt nations enestående historie og erfaringer, der former folkesjælen og det grundlæggende syn på livet og tilværelsen, hvilket i sin tur bevirker at landenes interesser ikke nødvendigvis er sammenfaldende. Når denne tone bliver slået an, henvises der ofte til landenes forskellige tilknytning til henholdsvis NATO og EU; mens Danmark er med i begge alliancer, er Island og Norge blot med i NATO, og Finland og Sverige kun med i EU. Dette spiller selvfølgelig en rolle, men det ændrer ikke ved det faktum at det, som styrker og bevarer det nordiske samarbejde, er alt det, som vi i Norden har til fælles. Nordens befolkning opfatter det nordiske samarbejde som stærkt da samarbejdet hviler på et solidt grundlag, et grundlag der skyldes vores fælles historie og en fælles kulturarv, der fremhæver de enkelte nationers karakter. Lad mig nævne et lille fantastisk eksempel på nordisk samarbejde og integration om indsamling, bearbejdelse og formidling af informationer. Det er ikke noget der skete i går eller sker i dag. Det foregik for 800 til 1000 år siden. Det er ikke noget nyt at det danske rige ønsker at gøre sig gældende blandt europæerne. Det gjorde Saxo Grammaticus, Saxo den sproglærde, Snorri Sturlusons samtidige omkring år 1150. Lige siden dengang Snorri skrev på sit modersmål og Saxo Grammaticus på latin, har nationerne samarbejdet. I forordet til Gesta Danorum, Danernes bedrifter, skriver Saxo Grammaticus at der oppe i det høje Nord, på en klippe i det yderste hav, findes folk, der samler og udbreder historier om de skandinaviske folks bedrifter. Deres skatkamre, fulde af historiske vidnesbyrd, kom Danerne til gode da de satte sig for at hævde deres egen historie blandt Europas folkeslag. Projektet byggede på kommunikation, kundskab og tillid. Dengang var det pergament og blæk, læsning og efterfølgende formidling af informationer, som udgjorde kilden til fremskridt. Norden er selvfølgelig rig på traditionelle naturressourcer, men ikke blot fisk og olie men også andre ressourcer gør forskel i den store sammenhæng, og spiller en stor rolle for landenes velstand og vækst. Det subjektive lader sig vanskeligt måle på samme måde som en landet fisk eller den olie, der bliver pumpet op af jorden. Derimod har vi i hundredvis af år vidst at gensidig tillid, et godt netværk og fælles værdier vejer tungt når en nations velstand bliver målt. Alt sammen værdier, der ikke er en mangelvare i Norden, hvor samfundsmodellen giver de fleste forudsætninger for en høj grad af social tillid. Tillid mellem mennesker og folk er en skrøbelig størrelse, ligesom naturens ressourcer. Den tager lang tid at opbygge, og den risikerer at blive svækket eller helt at forsvinde på grund af hændelser, der er svære at styre eller på grund af uforstandige menneskers handlinger. Den tillid, der kendetegner kommunikationen mellem folk, internt i landene såvel som de nordiske lande imellem, er en virkelig værdifuld ressource, som vi må værne om og ikke tage som givet. Denne tillid opstod blandt andet da vi lukkede vore grænser op, og valgte bevidst at skabe et fællesnordisk marked for arbejdskraft og fri bevægelse af varer og tjenester. De nordiske lande satte sig ambitiøse mål, men selv om vi er nået fantastisk langt, så har den hastigt voksende globale konkurrence ændret landskabet i forhold til dengang vi indledte rejsen. I den globale konkurrence har Norden alt hvad der skal til for at blive et attraktivt marked for virksomheder, der gør deres indtog og for mennesker, der ønsker sig en uddannelse og at bosætte sig. Til sidst vil jeg blot sige: Pergament, blæk, skrift og formidling af informationer var tilstrækkeligt for de to kumpaner, Snorri og gamle Saxo, for et tusind år siden. Moderne tider kræver andre værktøjer og arbejdsmetoder, men grundlæggende handler det i dag om de samme elementer som de gjorde dengang. Formidling af informationer, udveksling af synspunkter og tillid mellem parter er nu som dengang kilden til store fremskridt. Mange tak.