Kolbeinn Óttarsson Proppé (Svar på replik)

Tietoja

Speech type
Vastauspuheenvuoroon annettu vastaus
Speech number
113
Speaker role
Nordisk grön vänsters talesperson
Date

Ég tek undir það með hv. ræðumanni að það er mikilvægt að Norðurlönd séu kjarnorkuvopnalaust svæði. Það er mikilvægt að norðurskautssvæðið sé kjarnorkuvopnalaust svæði. Hv. þingmaður kom inn á stærri og fleiri landsvæði og ég vil bara segja: Það er mikilvægt að jörðin sé kjarnorkuvopnalaus, það hlýtur að vera lokatakmark okkar með því sem við erum að vinna að hér.

Ég er líka sammála hv. þingmanni um að við munum sennilega fá fleiri tækifæri hér í starfi okkar — kannski því miður, því að það gengur hægt, í eitt skipti fyrir öll, að koma á samræmdri stefnu sem Norðurlöndin gætu gefið út til alheimsins sem sín sterku skilaboð.

Mig langar í lokin til að hvetja þingmenn hér inni, hvað sem verður, til að styðja þessa tillögu. Svo veit ég til þess að ICAN hefur sent einstökum þingmönnum þjóðþinga áskorun um að þeir skrifi undir tillöguna frá ICAN. Ég hvet alla til að skoða það.