321. Ásmundur Friðriksson (Indlæg)
Tietoja
Virðulegi forseti. Ég vil byrja á því að þakka háttvirtum þingmanni Guðmundi Inga Kristinssyni fyrir dugnað hans og elju í baráttu sinni fyrir fátækum börnum og fátæku fólki. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur, þegar við ætlum núna að taka saman upplýsingar, að samanburðurinn milli landa verði gerður á sama grunni. Það er mjög mikilvægt að við séum að bera saman epli og epli, ekki epli og appelsínur þegar við ætlum að verða samþættustu lönd í heimi. Við þurfum að tala sama tungumálið. Mismunandi staða foreldra, hvernig er hún í hverju landi, menntunin, staðan á vinnumarkaði, aðgengi barna og unglinga að félagsþjónustu og öðru?
Virðulegi forseti. Hagstofa Íslands hefur tekið saman lífskjararannsókn sem tekur til barna á aldrinum 0–17 ára og birti þær upplýsingar, tölurnar eru frá 2020. Þar kemur fram að á Íslandi er hlutfall barna sem skortir efnisleg gæði 4,6%. Til samanburðar, ef Norðurlöndin eru tekin, þá kemur fram að í Noregi er þetta hlutfall 5,3%, í Svíþjóð 7,1%, Danmörku 7,5%, Finnlandi 8,2% og í Evrópusambandinu er hlutfallið 14,7%. Til viðmiðunar er þessi tala í Tyrklandi 47% og í Albaníu 51%. Þannig að við sjáum nú hvar Norðurlöndin standa. Ég hvet okkur til þess að vinna á sameiginlegum grunni við samþættingu Norðurlandanna.
Skandinavisk oversettelse
Ärade president! Jag skulle vilja börja med att tacka den värderade ledamoten Guðmundur Ingi Kristinsson för hans otröttliga bidrag till kampen för bättre livsvillkor för fattiga barn och fattiga i allmänhet. Det är mycket viktigt för oss, när vi nu ska börja samla in data, att vi jämför oss med andra länder på en likvärdig basis. Det är mycket viktigt att vi jämför äpplen med äpplen, inte äpplen med apelsiner, när vi arbetar för att bli världens mest integrerade region. Vi måste tala samma språk. Föräldrar i olika situation, situationen i varje land för sig, utbildningen, situationen på arbetsmarknaden, barn och ungdomars tillgång till socialtjänst m.m.?
Ärade president! Islands officiella statistiska byrå har genomfört och publicerat en undersökning om livsvillkoren bland barn i åldrarna 0–17 år, det rör sig om data från 2020. Enligt rapporten är andelen barn som lever i materiell fattigdom på Island 4,6 procent. För att jämföra detta med de övriga nordiska länderna så är samma andel 5,3 % i Norge, 7,1 % i Sverige, 7,5 % i Danmark, 8,2 % i Finland och 14,7 % i Europeiska unionen. Som ytterligare jämförelse är siffrorna 47 % i Turkiet och 51 % i Albanien. Detta visar klart och tydligt var Norden placerar sig. Jag uppmanar till att vi använder en gemensam statistisk bas i vårt arbete med att öka integrationen i Norden.