Jóhanna Sigurðardóttir (Hovedindlæg)

Information

Speech type
Main speech
Speech number
6
Speaker role
Islands statsminister
Date

Forseti Norðurlandaráðs, kæru norrænu vinir.

Við búum á Norðurlöndum við einstök velferðarsamfélög. Þessi samfélög höfum við byggt upp um langan tíma og þau þykja til fyrirmyndar í heiminum hvað varðar stuðning við borgarana, tækifæri fyrir einstaklinga og hvernig við reynum að skapa öryggi og velferð.

Þegar aðstæður verða erfiðar og kreppa skellur á er mikilvægt að hlífa velferðarkerfinu. Mörg okkar hafa farið í gegnum einhvers konar kreppur. Fyrir áratugum voru minni bankakreppur í sumum norrænu ríkjanna en niðursveifla af því tagi sem var 2008 til 2009 hafði gríðarleg áhrif og hefur í raun enn. Það mun eflaust taka langan tíma fyrir Evrópu og jafnvel alþjóðasamfélagið að jafna sig og koma á stöðugleika eftir þetta áfall.

Það verður háværari krafa nú þegar verstu þrengingarnar eru yfirstaðnar að efla þurfi einkamarkaðinn, lækka skatta og létta álögum á einkaframtakinu. Þetta er algeng prédikun sem byggir á því að hver sé sjálfum sér næstur og að samfélagslegar stofnanir og samstarfsverkefni séu sjaldnast af hinu góða heldur sogi til sín fjármagn sem einkaframtakið þurfi að leggja fram. Ef þetta væri rétt ættu þjóðfélög okkar á Norðurlöndum þar sem velferðarkerfið er í fyrirrúmi að vera illa samkeppnisfær miðað við aðrar þjóðir. En staðreyndin er sú að ríkustu samfélögin með eftirsóknarverðustu lífsgæðin eru þau sem tryggja velferð og gæta þess að stuðningskerfi og samneysla haldist í hendur við nýsköpun og fjárfestingu.

Velferðarkerfið er samfélagslegt verkefni, það þarf að ríkja um það sem mest sátt og þar styður hvað annað, einkaframtakið og samfélagsstuðningurinn. Við höfum lagt áherslu á það á Íslandi í þeim erfiðu aðstæðum sem við höfum gengið í gegnum að hlífa sem mest velferðarkerfinu og skapa jöfnuð. Í því skyni beitum við skattkerfinu og tækjum ríkisvaldsins, bæði bóta- og hvatakerfum til þess að tryggja grunnþjónustuna og efla stuðningsnetið þegar sem mest gengur á.

Þetta hefur orðið til þess að við gátum breytt ójöfnuði sem var orðinn mikill í íslensku samfélagi fyrir nokkrum árum í aukinn jöfnuð. Slíkt skapar meiri þjóðfélagslega samheldni. Okkur hefur tekist að koma ríkisfjármálunum í jafnvægi með blandaðri leið niðurskurðar og skattabreytingum þar sem skýr forgangsröðun hefur miðað að því að hlífa velferðarkerfinu, menntakerfinu og löggæslunni. Við höfum markmisst færð byrðarnar í samfélaginu á breiðari bökin og þau fyrirtæki sem nýta sameiginlega auðlindir þjóðarinnar, ekki síst sjávarútvegi og orkufrekri starfsemi.

Við sjáum í alþjóðlegri umræðu að meira að segja Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn áréttar þegar ríki standa frammi fyrir miklum niðurskurði að gæta verði að velferðarkerfinu og ekki megi ganga of langt í þeim efnum. Það hefur reynslan á Íslandi einmitt sýnt. Atvinnuleysi er meinsemd sem er erfitt að eiga við þegar niðursveifla verður í efnahagnum. Atvinnuleysi bitnar allra mest á þeim sem ekki hafa aflað sér starfsréttinda eða menntunar umfram grunnmenntun. Þess vegna er líka mikilvægt að efla menntun þessa hóps en um helmingur þeirra sem eru atvinnulausir á Íslandi eru aðeins með grunnskólamenntun. Ef ekki er reynt að bregðast við og nýta þessi tækifæri til að lyfta hópum með litla menntun og jafna tækifærin getum við horft fram á aukna stéttskiptingu, mismunun og óróleika í okkar samfélagi.

Viðfangsefni velferðarkerfisins á ekki síst að vera það að tryggja jöfnuð og samfélagslega sátt. Það á að skapa og móta okkar samfélagslegu ramma og stuðningsnet þannig að við hvetjum einstaklingana til dáða, eflum þá og styrkjum með menntun og tækifærum. Þannig sköpum við betri efnahagsleg tækifæri, hagvöxt og velferð. 

Skandinavisk oversettelse:

Nordisk Råds præsident, kære nordiske venner.

Vi i Norden lever i enestående velfærdssamfund. Samfund som vi har udviklet igennem længere tid, og som står som et forbillede ude i verden når det gælder støtte til borgerne, muligheder for individerne og den måde vi søger at skabe tryghed og velfærd på.

I en svær tid, når en krise opstår, er det vigtigt at stå vagt om velfærdssystemet. Mange af os har oplevet kriser i en eller anden form. For nogle årtier siden opstod der mindre bankkriser i enkelte nordiske lande, men en nedtur, som den vi oplevede i 2008 og 2009 fik store konsekvenser, som vi stadigvæk mærker dønningerne af. Der går formentlig lang tid inden Europa og sågar hele det internationale samfund har restitueret sig efter dette slag, og hvor stabiliteten er genoprettet.

Nu, når de værste trængsler er overstået, hører vi højlydte krav om at styrke det private marked, sænke skatterne og lette skattetrykket på det private initiativ. Det er den sædvanlige prædiken om, at enhver står sig selv nærmest, og at samfundets institutioner og samarbejdsprojekter sjældent fører noget godt med sig, da de suger til sig kapital som det private initiativ må hoste op med. Hvis dette var tilfældet, så ville vores samfund i Norden, hvor velfærdssystemet har forrang, have en dårlig konkurrenceevne i forhold til andre lande. Men det forholder sig faktisk sådan, at de rigeste samfund med de mest eftertragtede livskvaliteter er dem, der sikrer velfærd, og sørger for at støttesystemer og fællesforbrug går hånd i hånd med innovation og investeringer.

Velfærdssystemet er en opgave, der kræver stor enighed i et samfund, hvor det private initiativ og samfundets opbakning understøtter hinanden. I den vanskelige tid, som vi har været igennem i Island, har vi fokuseret på at værne om velfærdssystemet og skabe lighed. Vi gjorde brug af skattesystemet og andre af statsmagtens midler, tilskud såvel som andre incitamenter, med den hensigt at sikre samfundets grundtjenester, og styrke det sociale sikkerhedsnet, når det sættes under pres.

På den måde kunne vi påvirke den ulighed, der havde vokset sig stor i det islandske samfund for nogle år tilbage, og skabe større lighed. Hvilket øger sammenhold i samfundet. Det er lykkedes os at skabe balance på statsfinanserne ved hjælp af en blanding af nedskæringer og skatteændringer, hvor den klare prioritering var at stå vagt om velfærdssystemet, uddannelsessystemet og retsvæsenet. Målrettet har vi flyttet byrderne i samfundet over på de velbjærgede og de virksomheder, der udnytter befolkningens fælles ressourcer, ikke mindst fiskerierhvervet og energikrævende virksomheder.

Som det fremgår af den internationale debat, så understreger sågar Den internationale Valutafond (IMF), at lande, der står overfor store nedskæringer, bør stå vagt om velfærdssystemet, og gå forsigtigt til værks på dette område. Netop det har de islandske erfaringer vist. Arbejdsløsheden er en plage som er vanskelig at få styr på i svære økonomiske tider. Arbejdsløsheden går mest ud over dem, der hverken har erhvervskompetencer eller uddannelse udover grundskolen. Derfor er det også vigtigt at styrke uddannelsen af denne gruppe, da halvdelen af de arbejdsledige i Island kun har grundskoleeksamen. Hvis vi ikke reagerer og griber chancen for at give et løft til grupper med en kort uddannelse, og fordele mulighederne mere ligeligt, så risikerer vi større klasseforskelle, øget forskelsbehandling og voksende uro i vores samfund.

Velfærdssystemets udfordring består ikke mindst i at sikre lighed og samfundsmæssig konsensus. Samfundets rammer og det sociale sikkerhedsnet bør udformes på en måde der stimulerer og styrker individet ved hjælp af uddannelse og andre muligheder. På den måde forbedrer vi de økonomiske muligheder, vækst og velfærd.