Katrín Jakobsdóttir (Replik)

Information

Speech type
Reply
Speech number
102
Date

Ég ætla að svara á íslensku þannig að þið getið sett upp heyrnartólin. Út af þessari spurningu þá erum við einmitt núna á Íslandi að skoða það hvernig við getum komið til móts við börn og ungmenni með ofnæmi og astma í skólunum. Okkur telst svo til að fjórðungur íslenskra barna þjáist af ofnæmi og það sem við erum að skoða er að setja leiðbeinandi reglur fyrir skóla og aðra þá staði þar sem börn og ungmenni eru til þess að þeir séu í stakk búnir til að koma til móts við þennan hóp, sístækkandi hóp. Og eftir mínum upplýsingum þá er líka í umræðu innan Evrópusambandsins að skoða einhverjar sameiginlegar reglugerðir. Ég held að við gætum í þessu tilfelli lært hvert af öðru hér á Norðurlöndum og ég held að það væri ákjósanlegt að þetta væri tekið til umræðu hér á norrænum vettvangi. 

Skandinavisk oversettelse:

Jeg har tænkt mig at svare på islandsk, så I kan tage hovedtelefonerne på. I anledning af spørgsmålet, så er vi i Island netop i gang med at vurdere, hvordan vi kan imødekomme børn og unge, der lider af allergi og astma, i skolerne. Vi skønner, at en fjerdedel af islandske børn lider af allergi, og vi forbereder nu at indføre vejledende regler for skoler og andre steder, hvor børn og unge færdes, for at gøre dem bedre i stand til at tilgodese denne gruppe, denne stadigt voksende gruppe. Så vidt jeg er orienteret, så diskuterer man i EU's regi eventuelle fælles regler. Jeg tror, at vi kunne lære noget af hinanden her i Norden, og jeg tror, at det ville være ønskeligt, at tage emnet op til debat her i et nordisk forum.