Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Replik)

Information

Speech type
Reply
Speech number
5
Speaker role
Den Socialdemokratiske Gruppe
Date

Ég þakka danska forsætisráðherranum fyrir að deila sinni sýn. En mig langar að spyrja ráðherrann um fimm ríkja samstarfið í málefnum norðurslóða. Íslendingar hafa verið mótfallnir þessu fimm ríkja samstarfi og telja að það veiki Norðurskautsráðið. Nú eiga Norðurlöndin mikið undir því að styrkja Norðurskautsráðið sérstaklega, ekki síst þegar eitt af þessum fimm ríkjum er að auka hernaðarumsvif í heiminum. Það undirstrikar betur en margt annað nauðsyn þess að Norðurlöndin og Vesturlönd standi þétt saman á öllum sviðum, ekki síst um málefni Norðurskautsins. Mig langar til að heyra viðhorf ráðherrans til þessa sjónarmiðs og þessa fimm ríkja samstarfs.

Skandinavisk oversættelse

Jeg takker den danske statsminister for at dele sin vision med os. Men jeg har lyst til at spørge ministeren om samarbejdet mellem fem stater om arktiske anliggender. Island har været imod de fem staters samarbejde og anser, at det svækker Arktisk Råd. Det er vigtigt for de nordiske lande, at Arktisk Råd bliver styrket yderligere, ikke mindst nu, hvor en af de fem stater udvider sine militære operationer i verden. Det understreger bedre end så meget andet nødvendigheden af, at Norden og Vesten står tæt sammen på alle områder, ikke mindst når det gælder Arktis. Jeg har lyst til at høre, hvordan ministeren forholder sig til dette standpunkt og til samarbejdet mellem de fem stater.