Höskuldur Þórhallsson (Hovedindlæg)

Information

Speech type
Main speech
Speech number
87
Speaker role
Præsidiets talsperson
Date

Ég þakka hinum ágæta samstarfsráðherra Danmerkur fyrir ljómandi greinargerð fyrir árið 2015. Þetta hefur verið viðburðaríkt ár, bæði hjá Norrænu ráðherranefndinni og Norðurlandaráði, og ég ætla að leyfa mér að fullyrða að samstarfið hafi sjaldan verið jafn náið og það hefur verið og ég veit að það er vilji til þess að bæta það enn frekar. Samstarfið um fjárlagagerðina mætti til dæmis styrkja en það stendur allt til bóta eins og við höfum rætt í forsætisnefnd. Samnefnari þessara tveggja stofnana er að við keppum að nútímavæðingu, sýnileika og því að setja hið pólitíska starf á Norðurlöndunum í brennidepil. Það gleður okkur að Norræna ráðherranefndin og Norðurlandaráð skuli hafa sett það í forgang að vera skilvirk og skipta máli, hvort heldur sem er í því hvernig við vinnum saman eða í því sem við vinnum saman að.

Norðurlöndin njóta feykimikilla vinsælda, það er staðreynd. Og það merkilega er að þær vinsældir eru sérstaklega miklar utan Norðurlandanna. Víða á alþjóðlegum vettvangi eru Norðurlönd og norræna líkanið nokkuð sem ástæða er talin til að keppa að og ég tel mjög mikilvægt að við séum meðvituð um það atriði. Norðurlandaráð styður þess vegna heils hugar frumkvæði dönsku formennskunnar um að skapa Nordic Cool 2 árið 2017. Það reyndist stórkostlega vel heppnað að veðja á hátíðina Nordic Cool 1 í Bandaríkjunum 2013, þar sem vörumerkið Norðurlönd var kynnt í heilan mánuð. Ekki einungis matur, tíska og menning heldur allt hið norræna samfélagslíkan. Þegar Nordic Cool 2 verður hleypt af stokkunum árið 2017 mun Norðurlandaráð því setja málefni á dagskrá sem kynna okkar samfélagslíkan, hið norræna líkan. Það er mikill vilji innan forsætisnefndar að fá að vera hluti af því mikla verkefni. Eitt af mikilvægum málefnum þar verður skýrsla eftir Poul Nielsson um vinnumarkaðinn á Norðurlöndum. Við hlökkum til að hún verði tilbúin. Samningalíkaninu, þríhliða samningaviðræðum, er ógnað úr ýmsum áttum og þess vegna verður mikilvægt að fá einnig ráð frá Poul Nielsson á því sviði. Vinnumarkaðurinn er líka fullur af stjórnsýsluhindrunum. Frá hinu pólitíska sjónarhorni erum við sammála, í Norðurlandaráði jafnt sem Norrænu ráðherranefndinni, um að stjórnsýsluhindranir beri að fjarlægja. Samt sem áður standa þær áfram eða við sköpum óafvitandi fleiri og nýjar á hverju ári. Við ættum að geta unnið betur saman að því að samræma hina innlendu löggjöf á Norðurlöndunum þannig að við getum forðast að bæta við nýjum hindrunum í framtíðinni. Aðeins með því móti getum við losnað við hindranirnar fyrir hreyfanlegan vinnumarkað.

Á hinu alþjóðlega sviði vill Norðurlandaráð styrkja tengslin við samstarfsaðila sína. Í sögulegu ljósi hafa Norðurlönd alltaf unnið þétt saman á nærsvæðunum, hvort tveggja til vesturs eða austurs, en í hinum hnattræna heimi eru nærsvæði vítt hugtak. Við viljum eiga í alþjóðlegu samstarfi við viðeigandi aðila, hvort heldur á sviði Evrópusambandsins, Sameinuðu þjóðanna eða í öðrum svæðisbundnum og alþjóðlegum samtökum. Þess vegna styðjum við heils hugar hina alþjóðlegu stefnumörkun ráðherranefndarinnar og við viljum gjarnan leggja okkar af mörkum til uppbyggilegs samstarfs.

Skandinavisk oversættelse

Jeg vil takke Danmarks udmærkede samarbejdsminister for hans glimrende redegørelse for året 2015. Det har været et begivenhedsrigt år både i Nordisk Ministerråd og Nordisk Råd, og jeg vil tillade mig at påstå, at samarbejdet sjældent har været så tæt som nu, og jeg ved, at der er vilje til at forbedre det yderligere. Samarbejdet om budgettet kunne for eksempel styrkes, men det er på rette vej, hvilket vi allerede har diskuteret i præsidiet. Fællesnævneren for de to organisationer er, at vi stræber mod modernisering og synlighed, og at det politiske arbejde i Norden sættes i centrum. Det glæder os, at Nordisk Ministerråd og Nordisk Råd prioriterer effektivitet og at gøre en forskel, hvad enten det handler om, hvordan vi samarbejder, eller det vi samarbejder om. 

Norden er særdeles populært, det er et faktum. Og det bemærkelsesværdige er, at populariteten er særlig stor uden for Nordens grænser. I flere internationale fora er Norden og det nordiske model noget, som man gerne vil stræbe mod, og jeg finder det vigtigt, at vi er bevidste om dette. Derfor støtter Nordisk Råd helhjertet det danske formandskabs initiativ om at arrangere et Nordic Cool 2 i 2017. Det blev fantastisk vellykket at satse på Nordic Cool 1 i USA i 2013, hvor det nordiske „brand“ blev profileret i en hel måned. Ikke blot mad, mode og kultur men hele den nordiske samfundsmodel. Når Nordic Cool 2 bliver søsat i 2017 vil Nordisk Råd derfor sætte temaer på dagsorden, som profilerer vores samfundsmodel, den nordiske model. Der er stort interesse i præsidiet for at deltage i den store satsning. Et vigtigt tema bliver Poul Nielsons udredning om arbejdsmarkedet i Norden. Vi glæder os til, når den er klar. Aftalemodellen, de trilaterale forhandlinger, er truet fra mange sider og derfor er det vigtigt også at konsultere Poul Nielsons på dette område. Arbejdsmarkedet er også fyldt med grænsehindringer. Politisk er vi enige, i Nordisk Råd såvel som Nordisk Ministerråd, om at grænsehindringer bør fjernes. Ikke desto mindre fortsætter de, eller så skaber vi ubevidst stadig flere hvert år. Vi burde kunne arbejde bedre sammen om at koordinere den nationale lovgivning i de nordiske lande således, at vi kan undgå, at nye hindringer opstår i fremtiden. Kun derved kan vi fjerne hindringerne på et mobilt arbejdsmarked. 

Internationalt ønsker Nordisk Råd at styrke kontakterne med sine samarbejdspartnere. Historisk har Norden altid arbejdet tæt sammen i nærområderne, mod vest og øst, nærområder er et bredt begreb i en globaliseret verden. Vi ønsker et internationalt samarbejde med relevante partnere, hvad enten det handler om EU, FN eller andre regionale eller internationale organisationer. Derfor støtter vi helhjertet op om ministerrådets strategi og bidrager gerne til et konstruktivt samarbejde.