Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Hovedindlæg)

Information

Speech type
Main speech
Speech number
88
Speaker role
Den Socialdemokratiske Gruppes talsperson
Date

Kæru norrænu vinir. Mikilvægi Norðurlandasamstarfs hefur sjálfsagt aldrei verið meira en nú á þessum síðustu tímum. Við stöndum frammi fyrir stórum áskorunum, alvarlegum flóttamannavanda sem líkja má við þjóðflutninga til Evrópu og eru sögulegt úrlausnarefni. Örar breytingar eru að eiga sér stað á norðurslóðum, mun hraðari umhverfisbreytingar en við gerðum okkur grein fyrir fyrir aðeins tíu árum síðan. Þetta eru afar krefjandi úrlausnarefni sem Norðurlöndin verða að takast á við í sameiningu.

Við ræðum á þessu þingi um mikilvægi Norðurlandasamstarfs og hvernig við getum sem best aukið, samþætt og samstillt strengi okkar í hinu alþjóðlega umhverfi. Það er mikilvægt að við á þessum tímapunkti áttum okkur á því til hvers við þurfum raunverulega að vinna saman. Það er ekki aðeins til þess að gæta okkar eigin hagsmuna í hinu alþjóðlega samhengi heldur líka vegna þess að Norðurlöndin standa hvert fyrir sig fyrir gildi og áherslur sem heimurinn þarf á að halda. Við stöndum fyrir lýðréttindi, við stöndum fyrir mannréttindi, við stöndum fyrir velferð, jöfnuð og málfrelsi – þetta eru sjónarmið sem eru í sumum hlutum heimsins ekki sjálfsögð og þetta eru sjónarmið sem við þurfum alltaf að beita okkur fyrir í hinu alþjóðlega samstarfi vegna þess að það er uppi viðleitni til þess að ýta þeim til hliðar. Norðurlöndin eiga því erindi inn á vettvang alþjóðastjórnmálanna sem heil eining og við verðum að vera okkur meðvituð um mikilvægi þess að brýna raust okkar og samstilla strengi í þeim alvarlegu viðfangsefnum sem við stöndum frammi fyrir.

Þess vegna verður það sjálfsagt aldrei of áréttað að við erum í raun og veru eitt samfélag, Norðurlöndin, og það er auðvitað erindi okkar inn á þennan umræðuvettvangi á þessu þingi Norðurlandaráðs.

Skandinavisk oversættelse

Kære nordiske venner. Nordens samarbejde har sikkert aldrig været så vigtigt som i den senere tid. Vi står over for store udfordringer, en alvorlig flygtningekrise som kan sammenlignes med de store migrationsstrømme til Europa (?), og som er en historisk udfordring. Hurtige ændringer sker i Arktis, miljøændringer er en del hurtigere, end vi var klare over for blot ti år siden. Der er tale om særdeles krævende udfordringer, som Norden må tage fat om i fællesskab.  

Her på sessionen diskuterer vi det nordiske samarbejdes vigtighed, og hvordan vi bedst kan øge, integrere og koordinere vores kræfter i internationale fora. Det er vigtigt, at vi på dette tidspunkt forstår, hvorfor vi i virkeligheden er nødt til at samarbejde. Det er ikke blot for at varetage vores egne interesser i international sammehæng, men også fordi at hvert nordisk land står for værdier og prioriteringer, som verden har brug for. Vi står for demokratiske rettigheder, vi står for menneskerettigheder, vi står for velfærd, lighed og talefrihed – det er synspunkter, som ikke er en selvfølge nogle steder i verden, og det er synspunkter, som vi må arbejde for i det internationale samarbejde, fordi der er tendenser til, at de bliver fejet til side. Norden som en helhed har en rolle at spille i international politik, og vi må være bevidste om vigtigheden af at hæve vores stemme og koordinere vores kræfter, når det gælder de alvorlige udfordringer, som vi står overfor. 

Derfor bliver det sikkert ikke gentaget for ofte, at vi faktisk er et samfund, Norden, og det er selvfølgelig vores besked til dette debatforum på Nordisk Råds session.