Kolbeinn Óttarsson Proppé (Svar på replik)

Information

Speech type
Response to reply
Speech number
109
Speaker role
Nordisk grön vänsters talesperson
Date

Takk fyrir þessar athugasemdir. Ég get bara tekið undir góða hvatningu til ríkisstjórnar hvers Norðurlandanna fyrir sig. Hér var sérstaklega talað um Svíþjóð og síðasti ræðumaður kom ágætlega inn á þá hvatningu sem við höfum gefið út hvað það varðar og eigum öll að styðja.

Mig langar að nefna aðeins Finnland, fyrst við erum hér, því að Finnland er eitt af þeim löndum sem hefur tekið ótvíræða afstöðu í löggjöf sinni þegar kemur að innflutningi kjarnorkuvopna og hvers lags meðferð; er ákveðin fyrirmynd hvað það varðar. Í kjarnorkulöggjöf Finna stendur skrifað, skýrt og skilmerkilega, að óheimilt sé að flytja kjarnahleðslur til Finnlands sem og að framleiða á staðnum, eiga og sprengja slíkar hleðslur. Þetta er mikillar fyrirmyndar og væri óskandi að öll Norðurlöndin gætu sameinast um eitthvert álíka ákvæði í lögum sínum.

Skandinavisk oversættelse

Tak for kommentarerne. Jeg kan kun tilslutte mig en god opfordring til hver enkelt nordisk regering for sig. Her talte man specifikt om Sverige, og forrige taler nævnte den opfordring som vi har sendt ud angående dette, og som vil alle sammen bør støtte. Jeg har lyst til lige at nævne Finland, nu når vi befinder os her, fordi Finland, der er et af de lande som har taget en utvetydig stilling med sin lovgivning når det gælder import og enhver håndtering af atomvåben; er et bestemt forbillede hvad dette angår. Af den finske atomkraftlovgivning fremgår det klart og tydeligt at det er ulovligt at føre atommissiler ind i Finland, samt at fremstille lokalt, eje og affyre sådanne missiler. Det er forbilledligt, og det ville være ønskeligt at samtlige nordiske lande kunne samles om en tilsvarende bestemmelse i deres nationale lovgivninger