Kolbeinn Óttarsson Proppé (Indlæg)

Information

Speech type
Presentation
Speech number
282
Speaker role
Nordisk Grøn Venstres talesperson
Date

Virðulegi forseti. Réttindi borgaranna og viðurkenning á þeim réttindum er eitt það verðmætasta sem við eigum og það er hlutverk stjórnvalda að tryggja þessi réttindi borgaranna. Rafræn skilríki tryggja réttindi og gefa hverjum borgara aðgang að þjónustu sem við eigum skilið. Það að viðurkenning verði gagnkvæm, eins og hér er lagt til, er í anda þeirra hugmynda um traust sem svífa yfir vötnum hér á Norðurlandaráðsþingi.

Að tryggja að rafræn skilríki og undirskriftir séu þekktar og viðurkenndar þvert á landamæri gerir íbúum Norðurlanda kleift að verða hluti af rafrænni menningu þar sem samhæfð kerfi ná til allra sviða samfélagsins og gerir hverjum íbúa kleift að lifa og starfa í hvaða norræna landi sem er án þess að það kosti sérstaka fyrirhöfn að gera grein fyrir sér.

Þetta er líka í anda þess sem við höfum mikið talað um hér nú, sem er að vinna að afnámi stjórnsýsluhindrana. Við í norrænum Vinstri-Grænum styðjum allt sem tryggir aðgang borgara að þjónustu þvert á landmæri Norðurlandanna. Við munum því styðja þessa tillögu.

Skandinavisk oversættelse

Ærede præsident. Borgernes rettigheder og anerkendelse af disse rettigheder er noget af det mest dyrebare som vi har, og det er regeringernes opgave at sikre disse borgernes rettigheder. Elektronisk id sikrer rettigheder og giver enhver borger adgang til tjenester som vi fortjener. En gensidig anerkendelse som foreslået er i tråd med de idéer om tillid som svæver over vandene her på Nordisk Råds session. En genkendelse og anerkendelse af elektronisk id og underskrifter på tværs af landegrænserne vil gøre det muligt for nordboerne at blive en del af den digitale kultur hvor koordinerede systemer dækker alle samfundets områder, og gør det muligt for indbyggerne at leve og arbejde i hvilket nordisk land som helst uden at det koster ekstra besvær at dokumentere sin identitet. Det er også i tråd med det som vi har talt meget om her, det er at arbejde for fjernelse af grænsehindringer. Vi i Nordisk grønt venstre støtter alt som sikrer borgernes adgang til tjenesteydelser på tværs af de nordiske landegrænser. Derfor støtter vi dette forslag.