370. Silja Dögg Gunnarsdóttir (Replik)

Information

Virðulegi forseti. Ég fagna því að þingmaðurinn vill draga tillöguna til baka. Ég vildi einnig benda þingmanninum Wallmark á að við værum nokkrir Íslendingar hér — því hefur verið komið á framfæri — og ég sat nú meira að segja við hliðina á hv. þingmanni í hádegisverði í gær.

Eins og Kolbeinn Óttarsson Proppé nefndi finnst okkur Íslendingum mjög mikilvægt að þessum árangri hafi verið náð núna. Við erum sammála, við höfum fylgt Finnunum eftir í þessu máli allan tímann, frá upphafi. Þetta er árangur sem við fögnum mjög og eins og Kolbeinn Óttarsson Proppé benti á höfum við engu að tapa með því að bíða og finna kannski betur út úr þessum praktísku atriðum hvað varðar kostnað og skilgreiningar og annað þess háttar.

Skandinavisk oversættelse

Ærede præsident. Det glæder mig at medlemmer trækker forslaget tilbage. Jeg ville også gerne gøre medlemmet Wallmark opmærksomt på at vi er nogle islændinge til stede – det er allerede blevet nævnt – og jeg sad tilfældigvis ved siden af højtærede medlem til frokosten i går. Som Kolbeinn Óttarsson Proppé var inde på finder vi islændinge det vigtigt at vi nu er kommet videre. Vi er enige, vi har hele tiden fulgt finnerne i denne sag, helt fra begyndelsen. Vi bifalder at vi er nået så langt, og ligesom Kolbeinn Óttarsson Proppé påpegede så har vi intet at tabe ved at vente, og eventuelt afklare praktiske detaljer omkring omkostninger, definitioner og lignende.