135. Steinunn Þóra Árnadóttir (Indlæg)

Information

Speech type
Indlæg
Speech number
135
Speaker role
Nordisk Grønt Venstres talsperson
Date

Ég vil byrja á að þakka Önnu Hallberg fyrir skýrslu samstarfsráðherranna um stjórnsýsluhindranir. Við sjáum það á skýrslunni og því sem talað hefur verið um hér í dag að sumar hindranir eru stórar en aðrar eru hins vegar minni og sumar eru hreinlega algjörlega óskiljanlegar og þar langar mig að nefna það sem Høgni Hoydal kom hér inn á varðandi færeysku ökuskírteinin sem gilda ekki alls staðar. Við þurfum auðvitað að leysa þannig mál og þau eru ekki pólitísk, ég held það sé engin pólitík á bak við það að Færeyingar megi ekki keyra í Svíþjóð.

Sum verkefnin sem varða stjórnsýsluhindranir eru hins vegar meira pólitísk en önnur. Mig langar aðeins að koma inn á eitt af þeim flóknu. Það hefur með það að gera að velferðarkerfin á Norðurlöndum eru ekki eins og það getur skapað vanda fyrir fólk sem gerir það sem við í Norðurlandaráði viljum að fólk geri, ferðist frjálst um og mennti sig, starfi annars staðar á Norðurlöndum. En hins vegar er það þannig að eftir að hafa búið í  öðru norrænu landi en fæðingarlandinu hefur maður ekki full réttindi í neinu kerfi og það getur þess vegna verið erfitt að framfleyta sér vegna þess líka að sumar greiðslur eru ekki borgaðar á milli landa.

Í skýrslunni stendur að haldið hafi verið málþing starfsmanna almannatryggingafélaga og þar var verið að vinna að því sem þó var hægt að leysa tæknilega og ég vil fagna þessu. En mig langar líka að vita hvort einhver ráðherranna getur svarað því að það stendur að til standi að halda ráðstefnu um þetta árið 2020. Veit einhver ráðherranna hvort verið sé að vinna að því að skipuleggja slíka ráðstefnu? Ég vona nefnilega að svo sé.

 

Skandinavisk oversættelse:

Jeg vil begynde med at takke Anna Hallberg for samarbejdsministrenes redegørelse om grænsehindringer. Vi ser i redegørelsen og de indlæg, der har været på området her i dag, at nogle hindringer er store, andre er mindre, og nogle er rent ud sagt fuldstændig uforståelige. Jeg har i denne sammenhæng lyst til at nævne det, som Høgni Hoydal var inde på angående de færøske kørekort, der ikke gælder alle steder. Vi er selvfølgelig nødt til at løse den slags sager, og de er ikke politiske. Jeg tror ikke, at der findes nogen politisk forklaring på, hvorfor færingerne ikke må køre i Sverige.

Nogle af opgaverne, der vedrører grænsehindringer, er derimod mere politiske. Jeg har lyst til at berøre en af de mere komplicerede. Nordiske velfærdssystemer er ikke ens, og dette kan skabe problemer for folk, der gør det, som vi i Nordisk Råd ønsker, at de gør, nemlig bevæger sig frit, uddanner sig og arbejder andre steder i Norden. Derimod forholder det sig sådan, at når man har boet i et andet nordisk land end sit hjemland, så har man ikke fulde rettigheder i noget system, og derfor kan det være svært at forsørge sig selv, fordi nogle ydelser ikke betales over landegrænserne.

Det fremgår af redegørelsen, at der arrangeres et seminar for ansatte i socialforskningsinstitutioner, og at der arbejdes på de udfordringer, der trods alt kan løses teknisk. Det bifalder jeg. Men jeg har også lyst til at vide, om nogen minister kan svare på, hvorvidt der planlægges en konference om dette i 2020. Er der nogen minister, der ved, om der arbejdes på at arrangere en sådan konference? Jeg håber nemlig, at dette er tilfældet.