175. (Fråga)

Information

Speech type
Questions
Speech number
175
External speaker
Eva Davidsdottir
Speaker role
Ungdommens nordiska råd
Date

Hér í þessum þingsal hefur nauðsyn samvinnu til að takast á við loftslagsvána verið títtnefnd. Framtíðarsýn norrænu ráðherranefndarinnar fyrir 2030 er sú að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. Þessari framtíðarsýn er fylgt eftir með framsæknum áætlunum sem byggjast að miklu leyti á samvinnu. En nútíðin er í húfi og framtíð komandi kynslóða er þjökuð af óvissu. Tíminn er naumur, áskoranirnar eru umfangsmiklar og kostnaður við aðgerðarleysi er gríðarlegur. Markmið okkar í samfloti við Evrópusambandið um 55% samdrátt í losun fær falleinkunn í þessum skilningi og því hafa margar af þessum þjóðum sett sér metnaðarfyllri sjálfstæð markmið sem draga úr losun og stuðla að kolefnishlutleysi. En það er hægt að ganga skrefinu lengra og setja fram róttæka og réttláta en raunhæfa bindandi skuldbindingu Norðurlanda um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Þannig gætum við nýtt okkur þá einstöku reynslu, þekkingu og getu sem Norðurlöndin búa yfir og vinna þannig saman að lausnum á stórum áskorunum.

Því spyr ég ykkur, ágætu samstarfsráðherrar: Hvernig geta norrænar þjóðir gengið enn lengra í að vinna saman að kolefnishlutleysi? Og í öðru lagi vil ég spyrja: Sjáið þið tækifæri fólgin í því að Norðurlöndin setji sér bindandi sameiginlegt markmið í samdrætti á losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030?

 

Skandinaviska tal

 

Her i folketingssalen har man ofte nævnt nødvendigheden af at samarbejde om at bekæmpe klimakrisen. Nordisk Ministerråds vision for 2030 er den, at Norden skal blive verdens mest bæredygtige og integrerede region. Denne vision følges op af ambitiøse planer, der i høj grad forudsætter et samarbejde. Men nutiden er på spil, og de kommende generationers fremtid er plaget af uvished. Tiden er knap, udfordringerne er vidtrækkende, og passivitetens omkostninger er enorme. Vores mål, sammen med EU, om at reducere CO2-udslip med 55 pct. får dumpekarakter i denne forstand, og derfor har mange lande sat sig mere ambitiøse nationale mål, der sænker udledningen og bidrager til CO2-neutralitet. Men det er muligt at gå endnu længere og fremlægge en gennemgribende og retfærdig, men realistisk bindende forpligtelse for Norden om at sænke udledningen af ​​drivhusgasser. På den måde kunne vi udnytte Nordens unikke erfaringer, kundskaber og kapacitet og arbejde sammen om løsninger på store udfordringer.

Derfor spørger jeg jer, kære samarbejdsministre: Hvordan kan de nordiske lande gå endnu længere i at arbejde sammen for CO2-neutralitet? Og mit andet spørgsmål er: Ser I potentialer i, at Norden sætter sig et bindende fælles mål om at sænke udledningen af ​​drivhusgasser inden 2030?