236. Katrín Jakobsdóttir (Response to reply)

Information

Speech type
Response to reply
Speech number
236
Date

Það voru ráð okkar vísindamanna að það mikilvægasta sem við gætum gert væri að hafa ráðstafanir á landamærum til þess að koma í veg fyrir innflæði veirunnar inn í landið, sérstaklega áður en við náðum að bólusetja jafnmarga og nú hefur verið gert. Við ætluðum okkur upphaflega að styðjast við einhvers konar litakóðunarkerfi eins og mörg lönd gerðu en síðan, eftir að við fórum mjög vandlega yfir það, varð niðurstaðan sú að fylgja ráðum vísindamannanna sem sögðu að litakóðunarkerfið væri flókið og það væri mjög erfitt að meta hvaðan fólk væri í raun og veru að koma, áhættumatið væri síbreytilegt. Á endanum tókum við bara upp eitt kerfi fyrir alla. Mörgum þótti það íþyngjandi og það fól í sér að taka próf og fara í sóttkví og taka annað próf. Í dag erum við enn með það kerfi fyrir óbólusetta. Bólusettir þurfa bara að koma með neikvætt próf. Þetta hefur gefist gríðarlega vel og í raun var þetta fyrst og fremst byggt á heilbrigðisrökum.