426. Steinunn Þóra Árnadóttir (Presentation)

Information

Speech type
Presentation
Speech number
426
Speaker role
Nordisk Grøn Venstre
Date

Forseti. Við í norrænum vinstri grænum styðjum þá tillögu sem hér er lögð fram í nefndaráliti forsætisnefndar enda teljum við að þetta geti verið gagnleg ráðstöfun. En eins gott og það er að fá tillögur um svið sem geta hentað best eldri norrænni lagastarfsemi þá má það ekki verða til þess að Norðurlandaráð fari að pikka það sem kalla má lægstu hangandi ávextina, þ.e. að velja bara auðveldu málin. Í skýrslu Inge Lorange Backer er komið inn á það að löggjöf Norðurlandanna á sviði velferðarmála er ólík og að þetta getur haft neikvæð áhrif á réttindi fólks sem hefur flust milli landa til almannatrygginga og þar með til lífsafkomu. Í úttekt Enestams, sem kynnt var í gær, er þetta líka dregið fram í punkti 9. Tillaga hans er að stjórnvöld Norðurlanda endurskoði og nútímavæði löggjöf og tvíhliða samninga um vinnu, skatta, lífeyri og almannatryggingar. Þar sett fram í samhengi við landamærasvæði. En þetta þarf líka að skoðast almennt á milli okkar landa. Það er þannig að lífeyrisþegar með hlutaréttindi í almannatryggingakerfum í tveimur eða fleiri norrænum löndum eru oft meðal fátækasta fólks landanna okkar. Það er óþolandi að svæði sem ætlar og vill vera það samþættasta í heiminum geti ekki komið þessum málum betur fyrir. Við viljum fá skýrslu um það sem getur hentað best í vinnu Norðurlandaráðs, að efldu norrænu lagasamstarfi, en höldum líka áfram að vinna að því sem er flókið. En höldum líka áfram að vinna að því sem er flókið. Skýrsla Enestams held ég að geti m.a. hjálpað okkur í því verkefni.

 

Skandinavisk översättning

Præsident. Vi i Nordisk grønt venstre støtter det forslag, der fremlægges i præsidiets betænkning, da vi anser det for at være et nyttigt tiltag. Men lige så godt som det er at få forslag om områder, der passer godt til det gamle nordiske lovgivningsarbejde, så må det ikke føre til, at Nordisk Råd begynder at nøjes med de lavest hængende frugter, dvs. blot at vælge de nemme sager. I Inge Lorange Backers rapport nævnes, at der er forskelle på de nordiske landes lovgivning på velfærdsområdet, og at dette kan have negative konsekvenser for personer, der flytter mellem landene, i forhold til socialforsikring og dermed deres forsørgelse. I Enestams udredning, som blev fremlagt i går, nævnes dette også under punkt 9. Hans anbefaling er, at de nordiske regeringer reviderer og moderniserer lovgivning og bilaterale aftaler om arbejde, skatter, pension og socialforsikring. Der nævnes det i forbindelse med grænseområderne. Men dette bør også udredes generelt mellem vores lande. Det forholder sig sådan, at pensionister med delvise pensionsrettigheder i to eller flere nordiske lande ofte er blandt de fattigste i vores lande. Det er uholdbart, at en region, der agter og ønsker at blive verdens mest integrerede region, ikke kan ordne disse sager på en bedre måde. Vi ønsker en rapport om det, der passer bedst i Nordisk Råds arbejde med henblik på at styrke det nordiske lovgivningssamarbejde. Men lad os også fortsætte med at arbejde med det, der er kompliceret. Jeg mener, at Enestams rapport bl.a. kan være os en hjælp til denne opgave.