104. Guðmundur Ingi Guðbrandsson (Replik)

Information

Speech type
Replik
Speech number
104
Speech statuses
Waiting for transcription
Date

Kærar þakkir, Christian. Ég held að þetta sé mjög mikilvægt sem þú kemur hér fram með. Ísland hefur nú á undanförnum árum verið að auka framlög sín til stofnana Sameinuðu þjóðanna. Við erum að setja meira framlag til þróunarmála en við höfum gert áður en við eigum samt enn þá talsvert langt í land til þess að ná mörgum af hinum Norðurlöndunum, en þangað viljum við svo sannarlega stefna.

Mig langar svo aðeins að koma inn á þetta málefni sem við erum aðeins að ræða hérna, sem er móttaka flóttafólks og það hvernig Úkraínustríðið hefur svolítið opnað augu okkar enn frekar fyrir því hversu mikilvægt það er að við á Norðurlöndunum sýnum gott fordæmi í því að taka vel á móti fólki sem er á flótta. Við vitum ekki hvenær eða hvort það geti gerst í framtíðinni að við verðum í sömu stöðu og þá munum við vilja að önnur ríki og lönd taki líka vel á móti okkur ef kemur að því. Það er gott að hafa þetta í huga þegar maður er að horfa til þess að taka á móti öðru fólki og ég hvet okkur öll til að gera það bæði vel og af myndarskap.

 

Skandinavisk oversettelse

Hjärtligt tack, Christian! Jag tror att det som du här tar upp är mycket viktigt. Island har under de senaste åren ökat sina anslag till FN:s organisationer. Utvecklingsbiståndet är högre än förut, även om vi ännu långt ifrån ligger på samma nivå som flertalet av de andra nordiska länderna, men dit vill vi visserligen nå.

Sedan skulle jag vilja säga några ord om frågan som vi har berört här i dag, d.v.s. flyktingmottagandet och hur kriget i Ukraina har i viss grad öppnat våra ögon ännu mer för hur viktigt det är att vi nordbor visar gott föredöme i fråga om hur man på ett bra sätt hanterar mottagandet av folk som flyr. Vi vet inte när eller om vi själva i framtiden skulle kunna befinna oss i samma situation men i ett sådant fall skulle vi vilja att andra stater och länder också tar bra emot oss. Det är bra att komma ihåg detta när man står inför mottagandet av andra människor och jag uppmanar oss alla att arbeta med det på ett både bra och generöst sätt.