105. Silja Dögg Gunnarsdóttir (Indlæg)

Information

Speech type
Indlæg
Speech number
105
Speaker role
Præsidiets talsperson
Date

Forseti. Það er jákvætt að norræna ráðherranefndin móti framtíðarsýn til næstu tíu ára og vonandi verður hún til þess að stuðla að langtímasýn og fyrirsjáanleika í samstarfinu eins og stefnt er að. Í framtíðarsýninni eru skilgreindar þrjár stefnumarkandi áherslur um græn, samkeppnishæf og félagslega sjálfbær Norðurlönd. Almennur stuðningur er við markmiðin í Norðurlandaráði. Sömuleiðis er jákvætt að sjá áherslu á loftslagsmálin. Norðurlandaráð fær að hafa áhrif á mótun framkvæmdaáætlana og stefnt er að því að Norðurlandaráð geti haft meiri áhrif en áður á gerð fjárhagsáætlana fyrir norrænt samstarf og það er til góðs.

Í forsætisnefnd Norðurlandaráðs komu fram athugasemdir við ferlið við gerð framtíðarsýnarinnar. Norðurlandaráð var upplýst um gang mála en hafði ekki kost á að hafa bein áhrif á efni hennar. Þegar verið er að móta sýn og áherslur til langs tíma í norrænu samstarfi er eðlilegt að Norðurlandaráð sé haft með í ráðum. Við vonum og óskum þess að norræna ráðherranefndin hafi það í huga framvegis. Ég sakna þess að sjá ekki skýra áherslu á tungumálin í framtíðarsýninni, bæði á varðveislu norrænu málanna og innbyrðis tungumálaskilning. Þetta atriði leggur Norðurlandaráð mikla áherslu á og innbyrðis tungumálaskilningur verður eitt af þremur þemum í formennsku Íslandsdeildar Norðurlandaráðs á næsta ári. Öryggis- og varnarmál hafa verið mjög áberandi í starfi Norðurlandaráðs á síðustu árum.

 

Skandinavisk oversættelse:

Præsident. Det er positivt, at Nordisk Ministerråd udformer en vision for de næste ti år. Forhåbentligt vil den bidrage til en vision på længere sigt og den forudsigelighed i samarbejdet, som man sigter imod. I visionen defineres tre strategiske prioriteringer om henholdsvis et grønt, et konkurrencedygtigt og et socialt bæredygtigt Norden. Der er generel tilslutning til målene i Nordisk Råd. Ligeledes er det positivt at se, at der er fokus på klimaet. Nordisk Råd får lov til at påvirke udformningen af handlingsplaner, og tanken er, at Nordisk Råd også får større indflydelse end før ved udformningen af budgettet for nordisk samarbejde. Det er positivt.

I Nordisk Råds Præsidie blev der fremsat kommentarer til processen for udformningen af visionen. Nordisk Råd blev oplyst om status for arbejdet, men fik ingen mulighed for at påvirke indholdet direkte. Ved udformningen af en vision og langsigtede prioriteringer i nordisk samarbejde er det naturligt at tage Nordisk Råd med på råd. Vi håber og ønsker, at Nordisk Ministerråd tager dette i tankerne fremover. Jeg savner et klart fokus på sprog i visionen, både bevarelse af de nordiske sprog og en indbyrdes sprogforståelse. Det er noget, Nordisk Råd lægger stor vægt på, og indbyrdes sprogforståelse bliver et af tre temaer i Islands præsidentskabsperiode i Nordisk Råd i 2020. Sikkerheds- og forsvarspolitik har præget Nordisk Råds arbejde i de senere år.

Mange medlemmer af Præsidiet i Nordisk Råd efterlyser disse prioriteringer i visionen. Det er forståeligt, når man blot betragter samarbejdet ud fra en snæver vinkel, det vil sige det formelle samarbejde i Nordisk Ministerråds regi. Men ud fra Nordisk Råds perspektiv ser sagen anderledes ud. Nordisk Råd er parat til at bidrage til, at visionens mål bliver til virkelighed. Vi i Island glæder os til at samarbejde med ministerrådet om dette i 2020, når vi varetager præsidentskabet i Nordisk Råd.

 

Margir þingmenn í forsætisnefnd Norðurlandaráðs sakna þess að þessar áherslur séu ekki með í framtíðarsýninni. Það er skiljanlegt ef aðeins er horft á samstarfið frá þröngu sjónarhorni formlegs samstarfs undir hatti norrænu ráðherranefndarinnar en frá sjónarhorni Norðurlandaráðs horfir málið öðruvísi við. Norðurlandaráð er tilbúið til að leggja sitt af mörkum til að markmið framtíðarsýnarinnar verði að veruleika. Við  Íslendingar hlökkum til að vinna með ráðherranefndinni að  því á næsta ári þegar við förum með formennsku í Norðurlandaráði.