162. Guðmundur Ingi Guðbrandsson (Indlæg)

Information

Speech type
Indlæg
Speech number
162
Speech statuses
Waiting for transcription
Date

Virðulegi forseti. Undanfarin þrjú ár hafa kennt okkur að heimurinn er svo sannarlega hverfull. Þegar kórónuveiran lét undan nú síðast þá efndi Rússland til ólögmætrar innrásar gegn nágrannaþjóð sinni Þessir atburðir allir hafa haft áhrif á norrænt samstarf og munu halda áfram að gera það.

Ég tel mikilvægt að við styrkjum norrænt samstarf á þessum tímum. Við þurfum að standa með fólkinu sem innrás Rússa hefur mest áhrif á, Úkraínubúum, og aldrei hefur fleira fólk verið á flótta í heiminum en núna. Norðurlöndin þurfa að standa sína plikt í að taka á móti flóttafólki en fjöldinn hefur aldrei verið meiri sem sækir um vernd í löndum okkar. Það felst mikilvægur mannauður í fjölbreytileikanum sem auðgar samfélagið félagslega og efnahagslega. Að mínu viti þurfa loftslagsmál að vera stærsta samstarfsverkefni okkar á Norðurlöndum og á þau hefur mikil áhersla verið lögð á undanförnum árum í norrænu samstarfi. Helsinki-yfirlýsing norrænu forsætisráðherranna frá janúar 2019 um kolefnishlutlaus Norðurlönd vísaði veginn að stórfelldu og stórauknu samstarfi okkar og endurspeglast vel í framtíðarsýninni til 2030 og þeim verkefnum sem unnin hafa verið á grundvelli hennar.

Ef heiminum tekst ekki að ná tökum á loftslagsvánni þá er hætt við að víða molni undan undirstöðum samfélags okkar, fleira fólk neyðist til að flýja heimkynni sín, fæðuöryggi minnki og félagslegur stöðugleiki sömuleiðis. Loftslagsmál eru stærsta velferðarmál 21. aldarinnar því að þau eru burðargrind vistkerfanna sem fæða okkur og klæða.

Mig langar líka til að minna á mikilvægt hlutverk okkar á Norðurlöndum sem boðbera mannréttinda og ég vil þar sérstaklega tiltaka réttindi kvenna, ekki síst rétt kvenna til ákvarðana um eigin líkama og réttindi hinsegin fólks, en við þekkjum öll það bakslag sem orðið hefur í mannréttindabaráttu okkar, líka hér á Norðurlöndum. Þessu verðum við að snúa við, ekki bara fyrir fólkið okkar heldur líka sem fyrirmynd fyrir önnur ríki. Ísland mun leggja áherslu á að vinna að forgangsmálum framtíðarsýnarinnar, grænum, samkeppnishæfum og félagslega sjálfbærum Norðurlöndum á næsta ári í formennskutíð sinni með áherslu á mikilvægi friðar sem grunnstoðar þessara forgangsmála.

 

Skandinavisk oversettelse

Ärade president! De senaste tre åren har lärt oss hur föränderlig och osäker världen kan vara. Så snart coronaviruset började släppa taget invaderade Ryssland sitt grannland. Dessa händelser har påverkat det nordiska samarbetet och kommer att fortsätta att göra det.

I tider som dessa är det viktigt att förstärka samarbetet mellan de nordiska länderna. Vi måste visa solidaritet med dem som påverkas mest av den ryska invasionen, d.v.s. ukrainarna, och samtidigt har antalet flyktingar i världen aldrig varit större än nu. Norden måste fullfölja sin plikt att ta emot flyktingar, med hänsyn till att antalet asylsökande i våra länder aldrig har varit större. Mångfalden utgör en tillgång i form av mänskligt kapital som tillför samhället både sociala och ekonomiska fördelar. Enligt min mening måste klimatfrågan vara de nordiska ländernas huvudsakliga samarbetsuppgift, och den har också prioriterats mycket högt i det nordiska samarbetet under de senaste åren. Genom Helsingforsdeklarationen om koldioxidneutralitet, som de nordiska statsministrarna antog i januari 2019, tog de nordiska länderna initiativ till ett omfattande och utökat samarbete, vilket tydligt återspeglas i visionen för året 2030 och de projekt som har genomförts på basis av den visionen.

Om världen misslyckas med att bekämpa klimathotet så finns det en risk att själva grunden för våra samhällen börjar brista, att fler människor blir tvungna att fly sina hem, och att både livsmedelstryggheten och den sociala stabiliteten minskar. Klimatet är 2000-talets största välfärdsfråga eftersom det är grunden för de ekosystem som ger oss föda och kläder.

Jag skulle också vilja påminna om den viktiga roll som vi i Norden har som budbärare för mänskliga rättigheter, där jag särskilt pekar ut kvinnors rättigheter, inte minst rätten att själv bestämma över sin kropp, samt hbtqi-personers rättigheter, för som vi alla vet har det blivit ett bakslag i kampen för de mänskliga rättigheterna, också här i Norden. Det är en utveckling som vi måste vända på, inte bara för våra egna medborgares skull utan också för att visa vägen för andra länder. Island kommer under sitt ordförandeskap nästa år att arbeta med visionens prioriteringar—ett grönt, konkurrenskraftigt och socialt hållbart Norden—med särskilt fokus på vikten av fred som en förutsättning för detta.