177. Guðmundur Ingi Guðbrandsson (Svar på spørgsmål)

Information

Speech type
Svar på spørgsmål
Speech number
177
Speech statuses
Waiting for transcription
Date

Ég vildi bara segja að núna þegar Ísland tekur við formennskunni þá munum við halda áfram með það góða starf sem Norðmenn hafa haft forystu um. Ég held að það sé mikilvægt að við horfum á þetta út frá tvennu. Það eru í fyrsta lagi markmiðin okkar, hvernig við náum þeim best fram, þ.e. markmiðum um græn umskipti og orkuskipti þar sem við erum öll hjartanlega sammála um það að samgöngur eru eitt stærsta málið. Þetta erum við sammála um. Hitt atriðið er að ég tel að við þurfum að horfa til þess að norræna ráðherranefndin þurfi að vera eins dýnamísk og hægt er. Og hvað á ég við með því? Jú, við getum farið aftur til ársins 2006 t.d. Á því ári áttu sér stað umfangsmiklar skipulagsbreytingar á norrænu ráðherranefndinni þar sem ráðherranefndunum var fækkað, ef ég man þetta rétt úr 18 í 12 eða 18 í 11, hvort heldur sem var. Ég held því að við verðum að horfa til þess að við lítum til hvernig við náum best markmiðunum sem við höfum sett okkur og til þess að við eigum að vera með dýnamískt ráðherraráð þannig að við getum brugðist sem best við þegar þarf að leggja áherslu á ákveðin málefni. 

 

Skandinavisk oversettelse

Jag ville bara tillägga att nu när Island tar över som ordförandeland så kommer vi att fortsätta det goda arbete som Norge har tagit initiativet till. Jag tror det är viktigt att vi tar hänsyn till två olika perspektiv. För det första handlar det om våra målsättningar och hur vi kan uppnå dem på ett optimalt sätt, d.v.s. målen om grön omställning och energiomställning, där vi är alla helt överens om att transport är bland de allra viktigaste frågorna. Det råder det enighet om. För det andra tror jag att vi måste försöka se till att Nordiska ministerrådet arbetar så dynamiskt som möjligt. Och vad kan jag mena med det? Jo, vi kan t.ex. gå tillbaka till året 2006. Då genomfördes en omfattande omstrukturering av Nordiska ministerrådet som innebar att antalet ministerråd minskades, om jag minns rätt, från 18 till 12 eller från 18 till 11, det ena eller det andra. Jag tror därför att vi måste överväga hur vi bäst uppnår våra målsättningar och göra klart för oss att vi måste ha ett dynamiskt ministerråd för att kunna reagera på bästa möjliga sätt när behovet att prioritera en viss fråga uppstår.