215. Guðlaugur Þór Þórðarson (Replik)

Information

Type
Replik
Talenummer
215
Talerrolle
Islands udenrigsminister
Dato

Ég þakka fyrir andsvarið. Við verðum bara að horfa á hlutina eins og þeir eru. Við erum, held ég, afskaplega gott dæmi, Norðurlöndin, eins og ég nefndi í ræðu minni — við erum með mismunandi leiðir til að ná utanríkispólitískum markmiðum okkar. En það eru allir sammála um að það gengur mjög vel hjá okkur að starfa saman og við höfum haft forgöngu um ýmislegt sem aðrir hafa tekið upp, m.a. Evrópusambandið og EFTA, svo að dæmi sé tekið. Ég held að það sé skynsamlegt, af því að þú nefnir að Bretar hafi ákveðið að ganga úr Evrópusambandinu. Það er þeirra ákvörðun. En það skiptir hins vegar miklu máli að vera meðvituð um að þeir eru ekki að fara neitt. Bretlandseyjar eru ekkert að fara í Kyrrahafið, þær verða bara þarna. Þá er það næsta spurning hvernig við getum gengið þannig fram að sem minnst röskun verði, sérstaklega þegar kemur að viðskiptum því að allir munu tapa á því. Það liggur alveg fyrir. Norræna módelið er eitthvað sem menn geta litið til þegar við sjáum að þjóð eins og Bretar hafa tekið sína ákvörðun.