232. Oddný G. Harðardóttir (Indlæg)

Information

Type
Indlæg
Talenummer
232
Talerrolle
Den Socialdemokratiske Gruppes talsperson
Dato

Forseti. Kæru vinir. Það er svo margt annað en stríðsátök sem geta ógnað samfélagsöryggi okkar. Loftslagsváin með ofsaveðrum, skógareldum og flóðum, heimsfaraldur, stórslys og tölvuárásir. Allt þetta og meira til getur ógnað orkuöryggi og matvælaöryggi. Ef við leggjum þekkingu okkar saman, deilum reynslu og viðbúnaði standa Norðurlöndin öll betur að vígi. Samvinna og samhjálp liggur beint við meðal vina og nágranna. Við verðum þó að haga málum þannig að gjörðir okkar ógni ekki frjálsum samfélögum Norðurlanda eða skaði mannréttindi á nokkurn hátt eða rýri traust á milli manna og til stofnana. Við höfum rætt samfélagsöryggi og fengið kynningar frá sérfræðingum og embættismönnum um mögulegt aukið norrænt samstarf á því sviði. Allir telja að mun meira samstarf væri mögulegt og gagnlegt en hins vegar skortir pólitíska forystu til að leiða það starf. Leiðarljós frá Norðurlandaráði í þeim efnum til norrænu ráðherranefndarinnar skortir. Það  þarf skýrt umboð. Þessi skýrsla leitast við að gefa skýr skilaboð til ríkisstjórna Norðurlandanna. Þess vegna er þetta orðað svona í skýrslunni sem er hér til umfjöllunar: Norðurlandaráð vill að ríkisstjórnirnar á Norðurlöndum meti hvernig best fari á að nýta norrænu ráðherranefndina í samstarfi um norræna öryggis- og utanríkisstefnu, þar á meðal norrænt samstarf um samfélagsöryggi og almannavarnir, til að hún veiti því stuðning. Við þurfum á pólitískri forystu að halda og skýrt umboð til samstarfs. Við þurfum að finna leiðir til að auka gagnkvæman skilning og þekkingu á stöðu og starfsháttum í þessum efnum og ryðja hindrunum úr vegi. Síðast en ekki síst þurfum við að efla norrænt samstarf um frið, friðsælar lausnir og fyrirbyggjandi aðgerðir gegn átökum.

Skandinavisk oversættelse:

Præsident. Kære venner. Der er så meget mere end krigshandlinger, der kan true vores samfundssikkerhed. Klimatruslen med ekstremt vejr, skovbrande og oversvømmelser, pandemier, katastrofer og cyberangreb. Alt dette og meget mere kan true energisikkerheden og fødevaresikkerheden. Hvis vi deler vores viden med hinanden, udveksler erfaringer og beredskab bliver hele Norden bedre rustet. Samarbejde og gensidig hjælp ligger lige for blandt venner og naboer. Men vi må sørge for, at vores handlinger ikke truer Nordens frie samfund, går ud over menneskerettighederne på nogen måde eller undergraver tilliden mellem mennesker og institutioner. Vi har diskuteret samfundssikkerhed og lyttet til præsentationer fra specialister og embedsfolk om mulighederne for et øget nordisk samarbejde på dette felt. Alle anser, at et væsentligt øget samarbejde ville være muligt og gavnligt, men at der mangler et politisk lederskab for at lede et sådant arbejde. Der mangler et pejlemærke fra Nordisk Råd til Nordisk Ministerråd angående dette. Der er brug for et tydeligt mandat. Redegørelsen forsøger at give et klart signal til de nordiske regeringer. Derfor denne formulering i den redegørelse, der er genstanden for denne debat: Nordisk Råd ønsker, at de nordiske regeringer vurderer, hvordan Nordisk Ministerråd bedst kan involveres i og støtte det nordiske udenrigs- og sikkerhedspolitiske samarbejde, herunder nordisk samarbejde om samfundssikkerhed og beredskab. Vi har brug for et politisk lederskab og et tydeligt mandat for samarbejdet. Vi bør finde veje til at skabe øget gensidig forståelse, viden om status og praksis på dette område samt fjerne hindringer på vejen. Sidst men ikke mindst bør vi fremme nordisk samarbejde om fred, fredelige løsninger og konfliktforebyggende indsatser.